Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2020 14:40 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 en allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Smitstuðull mælir hve smit dreifast hratt á milli manna. Thor segir stuðulinn hafa verið á uppleið of marga daga í röð. „Veiran er að dreifa sér of mikið. Það eru einstaklingar að fara um með veiruna og aðrir að taka við henni,“ segir Thor. Fjölgaði um 155 í sóttkví milli daga Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. „Við verðum að muna að við á Íslandi erum á mjög góðum stað miðað við löndin í kring og árangurinn mjög góður, en það þýðir ekki að allt megi fara í slaka aftur. Þegar smitstuðullinn er yfir 1 má búast við bylgju aftur,“ segir Thor. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað tillögur til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir. Verðum að vera vel á verði Thor segir að miðað við stöðuna sem er uppi í dag, margir að greinast utan sóttkvíar og smitstuðullinn jafnt og þétt á uppleið, sé hættulegt að slaka á. „Við verðum að vera mjög vel á verði núna.“ Jólahátíðin er fram undan og óttast Thor mjög að þróun faraldursins gæti tekið slæma stefnu með tilheyrandi ferðalögum og mannamótum. „Það sést að Bandaríkjamenn eru á nálum út af sinni þakkagjörðarhátíð og löndin í kring. Þá fer fólk að hópast mjög saman og smitin geta rokið upp. Þetta er það sem fólk veit alveg og við verðum að búast við.“ Hann segir að ráðlagt yrði að vera í almennilegum aðgerðum fram að jólum. „Og þá kemur bakslagið í janúar í staðinn. Þá sættum við okkur við að vera minna á ferðinni. Þessi hreyfanleiki fólks skapar þessa hættu.“ Thor ræddi málið einnig í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 en allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Smitstuðull mælir hve smit dreifast hratt á milli manna. Thor segir stuðulinn hafa verið á uppleið of marga daga í röð. „Veiran er að dreifa sér of mikið. Það eru einstaklingar að fara um með veiruna og aðrir að taka við henni,“ segir Thor. Fjölgaði um 155 í sóttkví milli daga Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. „Við verðum að muna að við á Íslandi erum á mjög góðum stað miðað við löndin í kring og árangurinn mjög góður, en það þýðir ekki að allt megi fara í slaka aftur. Þegar smitstuðullinn er yfir 1 má búast við bylgju aftur,“ segir Thor. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað tillögur til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir. Verðum að vera vel á verði Thor segir að miðað við stöðuna sem er uppi í dag, margir að greinast utan sóttkvíar og smitstuðullinn jafnt og þétt á uppleið, sé hættulegt að slaka á. „Við verðum að vera mjög vel á verði núna.“ Jólahátíðin er fram undan og óttast Thor mjög að þróun faraldursins gæti tekið slæma stefnu með tilheyrandi ferðalögum og mannamótum. „Það sést að Bandaríkjamenn eru á nálum út af sinni þakkagjörðarhátíð og löndin í kring. Þá fer fólk að hópast mjög saman og smitin geta rokið upp. Þetta er það sem fólk veit alveg og við verðum að búast við.“ Hann segir að ráðlagt yrði að vera í almennilegum aðgerðum fram að jólum. „Og þá kemur bakslagið í janúar í staðinn. Þá sættum við okkur við að vera minna á ferðinni. Þessi hreyfanleiki fólks skapar þessa hættu.“ Thor ræddi málið einnig í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira