Afleiðingar af klámáhorfi í nánum samböndum hjá ungu fólki Sigurbjörg Harðardóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:00 Það virðist vera að klámáhorf ungmenna sé alltaf að aukast og sé að verða að talsverðu vandamáli. Rannsóknir sýna að þeim fjölgar sem horfa á klám, aldurinn færist neðar og efnið verður grófara og grófara. Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau sjá klám í fyrsta sinn er 11,7 ár. Því má telja líklegt að þetta sé fyrsta kynlífs“fræðslan“ sem það barn er að fá. Og ef við hugsum okkur að svo sé og skoðum að hverjum flest klámefni er sniðið og hvað það sýnir, þá er því oftast beint að markhópnum gagnkynhneigðir karlmenn og myndefnið sýnir lang oftast gróft kynlíf þar sem karl hefur vald yfir konu og skilaboðin segja að allar konur vilji kynlíf, hvar og hvenær sem er og að það eigi alltaf að vera á forsendum karlmannsins. Svona skilboð til ungra og óþroskaðra barna sem eru á miklum mótunarárum geta ekki verið til góðs. Afleiðingarnar geta í raun ekki orðið aðrar en að ungmenni a viðkvæmum mótunarárum fái ranga mynd af kynlífi, mynd sem byggir á að kynlíf innihaldi alla jafna ofbeldi og valdníðslu. Reynsla ráðgjafa hjá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi sýnir að þessar afleiðingar virðist eiga við rök að styðjast. Ungar konur upplifa allt of oft að hafa verið í sambandi þar sem kærastinn leit á þær sem sína eign og vildi að þær stunduðu kynlíf á hans forsendum. Þær upplifa mikið ofbeldi, niðurlægingu og kúgun. Algengt er að þær átti sig ekki á því að um ofbeldi sé að ræða fyrr en þær eru komnar út úr sambandinu. Afleiðingarnar eru oft langvarandi vandi, lágt sjálfsmat, sjálfsvirðingin lítil og sjálfsmyndin brotin því þarna er grunnurinn lagður að hugmyndum um hvernig fullorðnir einstaklingar byggja upp sambönd. Það virðist sem hugmynd margra sé að í nánu sambandi sé ekki um að ræða kynbundið ofbeldi þar sem um kærasta sé að ræða og að hann megi gera það sem hann vilji. Kærastinn er einnig ekki endilega meðvitaður um að hann sé að beita ofbeldi þar sem hann telur að það sem hann sé að gera sé eðlilegt kynlíf og það er kannski ekki svo skrýtið ef við gefum okkur að frá 12 ára aldri sé nánast eina kynlífs“fræðslan“ sem hann hefur fengið í gegnum klámáhorf. Hvað er til ráða? Við verðum að bregðast við þessum vanda með einhverjum hætti, en hvað er til ráða? Í mínum huga er vel ígrunduð kynfræðsla í grunnskólum sem byrjar snemma sem og opin umræða það sem þarf til. Í dag erum við svo heppin að ungt fólk heldur úti ýmsum instagram síðum, t.d. og Fávitar og Karlmennska þar sem ungt fólk fær tækifæri til að tala opinskátt um sambönd og kynlíf og þeim svarað af hreinskilni og virðingu. Þetta er gríðarlega mikilvægt og gott starf sem þetta flotta fólk sinnir. En við foreldrar þurfum líka að axla ábyrgð í þessum málum og mikilvægur þáttur í því er að kenna snemma virðingu fyrir öðrum, byggja snemma upp traust samband við börnin okkar og ræða við þau um sambönd og kynlíf með opnum huga þegar þau hafa þroska til. Einnig er mikilvægt að vera meðvituð um hvað börnin okkar eru að gera á netinu og taka spjallið við þau um kynlíf ef við sjáum að þau eru að horfa á klám. Þar er t.d. hægt að taka umræðuna um hvað sé eðlilegt kynlíf og hvað ekki. Verum ábyrg, hjálpum unglingunum okkar að vera meðvituð um hvað sé rétt og rangt í nánum samböndum. Við sem samfélag höfum fullt um það að segja. Höfundur er verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það virðist vera að klámáhorf ungmenna sé alltaf að aukast og sé að verða að talsverðu vandamáli. Rannsóknir sýna að þeim fjölgar sem horfa á klám, aldurinn færist neðar og efnið verður grófara og grófara. Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau sjá klám í fyrsta sinn er 11,7 ár. Því má telja líklegt að þetta sé fyrsta kynlífs“fræðslan“ sem það barn er að fá. Og ef við hugsum okkur að svo sé og skoðum að hverjum flest klámefni er sniðið og hvað það sýnir, þá er því oftast beint að markhópnum gagnkynhneigðir karlmenn og myndefnið sýnir lang oftast gróft kynlíf þar sem karl hefur vald yfir konu og skilaboðin segja að allar konur vilji kynlíf, hvar og hvenær sem er og að það eigi alltaf að vera á forsendum karlmannsins. Svona skilboð til ungra og óþroskaðra barna sem eru á miklum mótunarárum geta ekki verið til góðs. Afleiðingarnar geta í raun ekki orðið aðrar en að ungmenni a viðkvæmum mótunarárum fái ranga mynd af kynlífi, mynd sem byggir á að kynlíf innihaldi alla jafna ofbeldi og valdníðslu. Reynsla ráðgjafa hjá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi sýnir að þessar afleiðingar virðist eiga við rök að styðjast. Ungar konur upplifa allt of oft að hafa verið í sambandi þar sem kærastinn leit á þær sem sína eign og vildi að þær stunduðu kynlíf á hans forsendum. Þær upplifa mikið ofbeldi, niðurlægingu og kúgun. Algengt er að þær átti sig ekki á því að um ofbeldi sé að ræða fyrr en þær eru komnar út úr sambandinu. Afleiðingarnar eru oft langvarandi vandi, lágt sjálfsmat, sjálfsvirðingin lítil og sjálfsmyndin brotin því þarna er grunnurinn lagður að hugmyndum um hvernig fullorðnir einstaklingar byggja upp sambönd. Það virðist sem hugmynd margra sé að í nánu sambandi sé ekki um að ræða kynbundið ofbeldi þar sem um kærasta sé að ræða og að hann megi gera það sem hann vilji. Kærastinn er einnig ekki endilega meðvitaður um að hann sé að beita ofbeldi þar sem hann telur að það sem hann sé að gera sé eðlilegt kynlíf og það er kannski ekki svo skrýtið ef við gefum okkur að frá 12 ára aldri sé nánast eina kynlífs“fræðslan“ sem hann hefur fengið í gegnum klámáhorf. Hvað er til ráða? Við verðum að bregðast við þessum vanda með einhverjum hætti, en hvað er til ráða? Í mínum huga er vel ígrunduð kynfræðsla í grunnskólum sem byrjar snemma sem og opin umræða það sem þarf til. Í dag erum við svo heppin að ungt fólk heldur úti ýmsum instagram síðum, t.d. og Fávitar og Karlmennska þar sem ungt fólk fær tækifæri til að tala opinskátt um sambönd og kynlíf og þeim svarað af hreinskilni og virðingu. Þetta er gríðarlega mikilvægt og gott starf sem þetta flotta fólk sinnir. En við foreldrar þurfum líka að axla ábyrgð í þessum málum og mikilvægur þáttur í því er að kenna snemma virðingu fyrir öðrum, byggja snemma upp traust samband við börnin okkar og ræða við þau um sambönd og kynlíf með opnum huga þegar þau hafa þroska til. Einnig er mikilvægt að vera meðvituð um hvað börnin okkar eru að gera á netinu og taka spjallið við þau um kynlíf ef við sjáum að þau eru að horfa á klám. Þar er t.d. hægt að taka umræðuna um hvað sé eðlilegt kynlíf og hvað ekki. Verum ábyrg, hjálpum unglingunum okkar að vera meðvituð um hvað sé rétt og rangt í nánum samböndum. Við sem samfélag höfum fullt um það að segja. Höfundur er verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar