Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2020 20:18 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir deiluna á erfiðum stað. Vísir/Vilhelm Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segist hafa lagt mjög hart að báðum samninganefndum að samþykkja tilboðið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í tíu tíma í dag, án árangurs. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við Vísi hafa metið stöðuna þannig að gera yrði allt hvað deiluaðilar gætu til að ná saman, í ljósi þess að neyðarástand ríki vegna verkfallsins, þar sem engin björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar er til taks í tvo sólarhringa frá miðnætti. Segir Aðalsteinn að sér hafi fundist hann verða að leggja fram sáttatillögu, svokallaða innanhústillögu. „Megindrættirnir í innanhústillögunni voru þeir að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til lok næsta árs. Það þýðir að sú tenging sem þeir hafa við aðalkjarasamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair myndi halda sér, ekki yrði hróflað við henni. Þeir fengu síðan sömu hækkun og er í aðalkjarasamningi flugvirkja Icelandair,“ segir Aðalsteinn. Segist hann hafa lagt hart að samninganefndum beggja aðila að samþykkja tillöguna, en sáttatillagan hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá Flugvirkjafélaginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til annars fundar í kjaradeilunni. „Nú sátum við í tíu tíma í dag og ég reyndi þetta vegna þess að á þessari neyðarstundu þá ná samningsaðilar ekki saman. Til þess að við setjumst niður aftur þarf að vera einhver flötur eða vísbending um að samkomulag geti náðst. Í augnablikinu er enginn slíkur þráður til að spinna,“ segir Aðalsteinn. Hann muni þó áfram vera í þéttu sambandi við samninganefndirnar til að kanna hvort afstaðan breytist. Það blasir þá við að þessi deila er á erfiðum stað? „Já, þetta er á mjög erfiðum stað.“ Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur staðið yfir frá því þann 5. nóvember en þrátt fyrir viðræður undanfarna daga hafa viðræður skilað litlu. Vinnustöðvunin hefur meðal annars haft þau áhrif að engin björgunarþyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá miðnætti vegna viðhaldsvinnu sem þarf að sinna. Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segist hafa lagt mjög hart að báðum samninganefndum að samþykkja tilboðið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í tíu tíma í dag, án árangurs. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við Vísi hafa metið stöðuna þannig að gera yrði allt hvað deiluaðilar gætu til að ná saman, í ljósi þess að neyðarástand ríki vegna verkfallsins, þar sem engin björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar er til taks í tvo sólarhringa frá miðnætti. Segir Aðalsteinn að sér hafi fundist hann verða að leggja fram sáttatillögu, svokallaða innanhústillögu. „Megindrættirnir í innanhústillögunni voru þeir að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til lok næsta árs. Það þýðir að sú tenging sem þeir hafa við aðalkjarasamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair myndi halda sér, ekki yrði hróflað við henni. Þeir fengu síðan sömu hækkun og er í aðalkjarasamningi flugvirkja Icelandair,“ segir Aðalsteinn. Segist hann hafa lagt hart að samninganefndum beggja aðila að samþykkja tillöguna, en sáttatillagan hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá Flugvirkjafélaginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til annars fundar í kjaradeilunni. „Nú sátum við í tíu tíma í dag og ég reyndi þetta vegna þess að á þessari neyðarstundu þá ná samningsaðilar ekki saman. Til þess að við setjumst niður aftur þarf að vera einhver flötur eða vísbending um að samkomulag geti náðst. Í augnablikinu er enginn slíkur þráður til að spinna,“ segir Aðalsteinn. Hann muni þó áfram vera í þéttu sambandi við samninganefndirnar til að kanna hvort afstaðan breytist. Það blasir þá við að þessi deila er á erfiðum stað? „Já, þetta er á mjög erfiðum stað.“ Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur staðið yfir frá því þann 5. nóvember en þrátt fyrir viðræður undanfarna daga hafa viðræður skilað litlu. Vinnustöðvunin hefur meðal annars haft þau áhrif að engin björgunarþyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá miðnætti vegna viðhaldsvinnu sem þarf að sinna.
Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45
Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20
Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41