Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2020 12:51 Flugvirkjar að störfum við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta gerði hún eftir að ekki náðust samningar á maraþonfundi deiluaðila í Karphúsinu í gær þar sem sáttatillögu ríkissáttasemjara var hafnað af flugvirkjum. Reikna má með að lögin verði samþykkt á Alþingi en þau fela það meðal annars í sér að samninganefndirnar fá frest til 4. janúar til þess að ná samningum, annars fer deilan fyrir Gerðardóm. Litlar líkur á að samningar náist fyrir frestinn „Mjög litlar líkur á því,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins, aðspurður í samtali við Vísi hvort einhverjar líkur séu á því að samningar náist fyrir 4. janúar. Þá segir hann ómögulegt að segja til um hver niðurstaða Gerðardóms verði, fari deilan þangað. Eins og komið hefur fram á Vísi lögðu flugvirkjar til að samið yrði til þriggja ára og tenging kjarasamnings flugvirkja við kjarasamning flugvirkja hjá Icelandair myndi halda sér út þann tíma. Ríkissáttasemjari lagði til að gildandi kjarasamningur myndi framlengjast um eitt ár og studdi samninganefnd ríkisins þá tillögu. Kvarta undan því að ráðherra hafi ekki haft samband Í yfirlýsingu frá stjórn Flugvirkjafélagsins vegna lagasetningarinnar segir að það sé mat stjórnarinnar að deilan snúist aðeins um eitt af hálfu ríkisins, það að slíta tengingu við þann samningsgrunn sem flugvirkjar landhelgisgæslunnar hafi við aðra samninga Flugvirkjafélagsins. „Ríkið er með lögunum að aðstoða sjálft sig við samningagerð og það er aðeins eitt sem vakir fyrir, það er að koma flugvirkjum Landhelgisgæslunnar út úr samningsumhverfi Flugvirkjafélags Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um lagasetninguna í morgun.Vísir/Vilhelm Þá furðar stjórnin sig á því að Áslaug Arna hafi ekki sett sig í samband við flugvirkja til þess að kynna sér þeirra hlið á deilunni. „Ráðherra hefur ekki á neinu stigi málsins haft samband við flugvirkja eða kynnt sér málið út frá sjónarmiðum beggja aðila. Sem er alveg nýtt þegar deilur af þessum toga hafa átt sér stað, þá hafa ráðherrar sett sig í samband og fengið fullan skilning á málinu og tekið svo afstöðu.“ Dómsmálaráðherra sagði í morgun að hún reiknaði með því að flugvirkjarnir sem eru í verkfalli, sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember, geti mætt aftur til starfa í dag, eftir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Verkföll 2020 Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34 Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. 26. nóvember 2020 20:18 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands, líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta gerði hún eftir að ekki náðust samningar á maraþonfundi deiluaðila í Karphúsinu í gær þar sem sáttatillögu ríkissáttasemjara var hafnað af flugvirkjum. Reikna má með að lögin verði samþykkt á Alþingi en þau fela það meðal annars í sér að samninganefndirnar fá frest til 4. janúar til þess að ná samningum, annars fer deilan fyrir Gerðardóm. Litlar líkur á að samningar náist fyrir frestinn „Mjög litlar líkur á því,“ segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins, aðspurður í samtali við Vísi hvort einhverjar líkur séu á því að samningar náist fyrir 4. janúar. Þá segir hann ómögulegt að segja til um hver niðurstaða Gerðardóms verði, fari deilan þangað. Eins og komið hefur fram á Vísi lögðu flugvirkjar til að samið yrði til þriggja ára og tenging kjarasamnings flugvirkja við kjarasamning flugvirkja hjá Icelandair myndi halda sér út þann tíma. Ríkissáttasemjari lagði til að gildandi kjarasamningur myndi framlengjast um eitt ár og studdi samninganefnd ríkisins þá tillögu. Kvarta undan því að ráðherra hafi ekki haft samband Í yfirlýsingu frá stjórn Flugvirkjafélagsins vegna lagasetningarinnar segir að það sé mat stjórnarinnar að deilan snúist aðeins um eitt af hálfu ríkisins, það að slíta tengingu við þann samningsgrunn sem flugvirkjar landhelgisgæslunnar hafi við aðra samninga Flugvirkjafélagsins. „Ríkið er með lögunum að aðstoða sjálft sig við samningagerð og það er aðeins eitt sem vakir fyrir, það er að koma flugvirkjum Landhelgisgæslunnar út úr samningsumhverfi Flugvirkjafélags Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um lagasetninguna í morgun.Vísir/Vilhelm Þá furðar stjórnin sig á því að Áslaug Arna hafi ekki sett sig í samband við flugvirkja til þess að kynna sér þeirra hlið á deilunni. „Ráðherra hefur ekki á neinu stigi málsins haft samband við flugvirkja eða kynnt sér málið út frá sjónarmiðum beggja aðila. Sem er alveg nýtt þegar deilur af þessum toga hafa átt sér stað, þá hafa ráðherrar sett sig í samband og fengið fullan skilning á málinu og tekið svo afstöðu.“ Dómsmálaráðherra sagði í morgun að hún reiknaði með því að flugvirkjarnir sem eru í verkfalli, sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember, geti mætt aftur til starfa í dag, eftir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi.
Verkföll 2020 Kjaramál Vinnumarkaður Alþingi Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09 Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00 Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34 Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. 26. nóvember 2020 20:18 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. 27. nóvember 2020 11:09
Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. 27. nóvember 2020 08:00
Flugvirkjar buðu þriggja ára samning Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins. 26. nóvember 2020 23:34
Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. 26. nóvember 2020 20:18