„Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. nóvember 2020 13:51 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðu mála. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og Svandís deilir þeim áhyggjum. „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður. Við sáum tölurnar í gær og sáum vísbendingar um það að smitum væri aftur að fjölga og vildum aðeins hinkra með ákvarðanir um næstu skref. Tölurnar í dag gefa til kynna að það sé vöxtur í faraldrinum, því miður,“ segir Svandís í viðtali við fréttastofu. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með 1. desember, næsta þriðjudag. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt að slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis í viðtali við Vísi fyrr í dag. Meta stöðuna eftir því hvernig helgin fer Svandís segir ljóst að meta þurfi stöðuna eftir því hvernig helgin þróist. „Það er líka jafn ljóst að við verðum að meta stöðuna núna og um helgina til þess að leggja mat á það hvort einhverjar breytingar verði gerðar 2. desember,“ segir Svandís. Margir höfðu bundið vonir við að einhverjar tilslakanir yrðu gerðar á miðvikudag en Svandís segist ekkert geta sagt til um hvaða ákvörðun verði tekin í þeim efnum. „Það get ég auðvitað ekkert sagt um og við höfum hingað til reynt að hafa þann takt í okkar ákvörðunum að þær standi í tvær vikur í senn. En við þurfum að minnsta kosti að fá helgina til þess að meta hvert faraldurinn er að fara. Ég hef satt að segja miklar áhyggjur af því hvernig þetta lítur út akkúrat núna,“ segir Svandís. Ekki umhverfið til að slaka á takmörkunum Hún segir að allar ákvarðanir verði byggðar á því hvert faraldurinn stefni. „Við verðum eiginlega bara að byggja okkar ákvarðanir á því hvert faraldurinn er að fara. Aukning á milli daga upp á 20 smit er bara of mikið. Það er ekki umhverfið sem við þurfum til að slaka á takmörkunum. Ég held að það átti sig allir á því.“ Hún hvetur landsmenn til að huga að eigin sóttvörnum. „Núna ríður á að við snúum bökum saman. Við kunnum þessar reglur, þær eru einfaldar. Snúast um það að halda fjarlægð, þvo sér um hendur og virða þessar reglur sem eru að koma út. Ef við gerum það þá náum við tökum eins og við höfum gert áður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. 27. nóvember 2020 11:40 Tuttugu greindust innanlands og af þeim voru ellefu ekki í sóttkví Tuttugu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu af þeim voru ekki í sóttkví við greiningu. 27. nóvember 2020 11:00 Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. 26. nóvember 2020 22:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Sjá meira
Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og Svandís deilir þeim áhyggjum. „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður. Við sáum tölurnar í gær og sáum vísbendingar um það að smitum væri aftur að fjölga og vildum aðeins hinkra með ákvarðanir um næstu skref. Tölurnar í dag gefa til kynna að það sé vöxtur í faraldrinum, því miður,“ segir Svandís í viðtali við fréttastofu. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með 1. desember, næsta þriðjudag. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt að slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis í viðtali við Vísi fyrr í dag. Meta stöðuna eftir því hvernig helgin fer Svandís segir ljóst að meta þurfi stöðuna eftir því hvernig helgin þróist. „Það er líka jafn ljóst að við verðum að meta stöðuna núna og um helgina til þess að leggja mat á það hvort einhverjar breytingar verði gerðar 2. desember,“ segir Svandís. Margir höfðu bundið vonir við að einhverjar tilslakanir yrðu gerðar á miðvikudag en Svandís segist ekkert geta sagt til um hvaða ákvörðun verði tekin í þeim efnum. „Það get ég auðvitað ekkert sagt um og við höfum hingað til reynt að hafa þann takt í okkar ákvörðunum að þær standi í tvær vikur í senn. En við þurfum að minnsta kosti að fá helgina til þess að meta hvert faraldurinn er að fara. Ég hef satt að segja miklar áhyggjur af því hvernig þetta lítur út akkúrat núna,“ segir Svandís. Ekki umhverfið til að slaka á takmörkunum Hún segir að allar ákvarðanir verði byggðar á því hvert faraldurinn stefni. „Við verðum eiginlega bara að byggja okkar ákvarðanir á því hvert faraldurinn er að fara. Aukning á milli daga upp á 20 smit er bara of mikið. Það er ekki umhverfið sem við þurfum til að slaka á takmörkunum. Ég held að það átti sig allir á því.“ Hún hvetur landsmenn til að huga að eigin sóttvörnum. „Núna ríður á að við snúum bökum saman. Við kunnum þessar reglur, þær eru einfaldar. Snúast um það að halda fjarlægð, þvo sér um hendur og virða þessar reglur sem eru að koma út. Ef við gerum það þá náum við tökum eins og við höfum gert áður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. 27. nóvember 2020 11:40 Tuttugu greindust innanlands og af þeim voru ellefu ekki í sóttkví Tuttugu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu af þeim voru ekki í sóttkví við greiningu. 27. nóvember 2020 11:00 Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. 26. nóvember 2020 22:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Sjá meira
Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. 27. nóvember 2020 11:40
Tuttugu greindust innanlands og af þeim voru ellefu ekki í sóttkví Tuttugu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu af þeim voru ekki í sóttkví við greiningu. 27. nóvember 2020 11:00
Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. 26. nóvember 2020 22:00