Kemst grænsvarta spútnikliðið á toppinn? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2020 09:00 Domenico Berardi hefur verið besti leikmaður Sassuolo undanfarin ár. getty/Giuseppe Maffia Sassuolo hefur komið á óvart í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og fer á topp hennar með sigri á Inter á heimavelli sínum. Með sigri á Inter í dag kemst Sassuolo á ókunnar slóðir, á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Neroverdi, eða hinir grænklæddu, eins og Sassuolo er kallað, hefur komið liða mest á óvart í Ítalíu á vetur. Eftir átta umferðir er Sassuolo í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með átján stig, tveimur stigum á eftir toppliði AC Milan. Sassuolo hefur ekki bara vakið athygli fyrir góðan árangur heldur einnig skemmtilega spilamennsku. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Sassuolo á tímabilinu (20), ekkert lið er meira með boltann að meðaltali (58 prósent) og aðeins fjögur lið eiga fleiri skot að meðaltali í leik (15,3). Sassuolo átti gott tímabil í fyrra og endaði í 8. sæti og liðið virðist vera tilbúið að taka næsta skref. Sassuolo hefur leikið samfleytt í ítölsku úrvalsdeildinni síðan 2013. Þótt Sassuolo sé ekki með þekktustu nöfnin í bransanum eru nokkrir afar frambærilegir leikmenn í hópi liðsins, þ.á.m. þrír ítalskir landsliðsmenn: Francesco Caputo, Manuel Locatelli og Domenico Berardi. Sá síðastnefndi, sem er 26 ára, hefur leikið með Sassuolo allan sinn feril og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 92 mörk. Berardi hefur leikið níu landsleiki fyrir Ítalíu og skorað þrjú mörk. Francesco Caputo sló ekki almennilega í gegn fyrr en hann var kominn yfir þrítugt.getty/MB Media Caputo og Locatelli er á sitt hvorum endanum á sínum ferlum. Caputo, sem er 33 ára framherji, er til þess að gera nýbyrjaður að spila í efstu deild eftir að hafa lengst af ferilsins leikið í þeirri næstefstu. Eftir gott tímabil með Empoli 2018-19 var hann keyptur til Sassuolo og hefur haldið uppteknum hætti þar. Á síðasta tímabili skoraði hann 21 mark í ítölsku úrvalsdeildinni og var svo valinn í landsliðið í fyrsta sinn í september. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik, 6-0 sigri á Moldóvu. Locatelli, sem er 22 ára, er einn af bestu ungu miðjumönnum Ítala en ferill hans fór á flug eftir að hann fór til Sassuolo frá Milan. Locatelli er afar mikilvægi í uppspili Sassuolo og býr yfir mikilli yfirsýn. Locatelli hefur leikið sex landsleiki, alla á þessu ári. Ítalir binda miklar vonir við miðjumanninn snjalla, Manuel Locatelli.getty/Franco Romano Meðal annarra mikilvægra leikmanna Sassuolo má nefna markvörðinn Andrea Consigli, Serbann Filip Djuricic, Fílbeinsstrendinginn Jérémie Boga og Frakkann Grégoire Defrel. Á meðan Sassuolo hefur gengið allt í haginn hefur Inter hikstað að undanförnu. Strákarnir hans Antoinos Conte hafa reyndar bara tapað einum deildarleik á tímabilinu en eru í slæmri stöðu í Meistaradeild Evrópu og hafa aðeins haldið hreinu í tveimur af tólf leikjum sínum í vetur. Inter er í 5. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, fimm stigum á eftir grönnum sínum í Milan sem verma toppsætið. Leikur Sassuolo og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ Sjá meira
Með sigri á Inter í dag kemst Sassuolo á ókunnar slóðir, á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Neroverdi, eða hinir grænklæddu, eins og Sassuolo er kallað, hefur komið liða mest á óvart í Ítalíu á vetur. Eftir átta umferðir er Sassuolo í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með átján stig, tveimur stigum á eftir toppliði AC Milan. Sassuolo hefur ekki bara vakið athygli fyrir góðan árangur heldur einnig skemmtilega spilamennsku. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Sassuolo á tímabilinu (20), ekkert lið er meira með boltann að meðaltali (58 prósent) og aðeins fjögur lið eiga fleiri skot að meðaltali í leik (15,3). Sassuolo átti gott tímabil í fyrra og endaði í 8. sæti og liðið virðist vera tilbúið að taka næsta skref. Sassuolo hefur leikið samfleytt í ítölsku úrvalsdeildinni síðan 2013. Þótt Sassuolo sé ekki með þekktustu nöfnin í bransanum eru nokkrir afar frambærilegir leikmenn í hópi liðsins, þ.á.m. þrír ítalskir landsliðsmenn: Francesco Caputo, Manuel Locatelli og Domenico Berardi. Sá síðastnefndi, sem er 26 ára, hefur leikið með Sassuolo allan sinn feril og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 92 mörk. Berardi hefur leikið níu landsleiki fyrir Ítalíu og skorað þrjú mörk. Francesco Caputo sló ekki almennilega í gegn fyrr en hann var kominn yfir þrítugt.getty/MB Media Caputo og Locatelli er á sitt hvorum endanum á sínum ferlum. Caputo, sem er 33 ára framherji, er til þess að gera nýbyrjaður að spila í efstu deild eftir að hafa lengst af ferilsins leikið í þeirri næstefstu. Eftir gott tímabil með Empoli 2018-19 var hann keyptur til Sassuolo og hefur haldið uppteknum hætti þar. Á síðasta tímabili skoraði hann 21 mark í ítölsku úrvalsdeildinni og var svo valinn í landsliðið í fyrsta sinn í september. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik, 6-0 sigri á Moldóvu. Locatelli, sem er 22 ára, er einn af bestu ungu miðjumönnum Ítala en ferill hans fór á flug eftir að hann fór til Sassuolo frá Milan. Locatelli er afar mikilvægi í uppspili Sassuolo og býr yfir mikilli yfirsýn. Locatelli hefur leikið sex landsleiki, alla á þessu ári. Ítalir binda miklar vonir við miðjumanninn snjalla, Manuel Locatelli.getty/Franco Romano Meðal annarra mikilvægra leikmanna Sassuolo má nefna markvörðinn Andrea Consigli, Serbann Filip Djuricic, Fílbeinsstrendinginn Jérémie Boga og Frakkann Grégoire Defrel. Á meðan Sassuolo hefur gengið allt í haginn hefur Inter hikstað að undanförnu. Strákarnir hans Antoinos Conte hafa reyndar bara tapað einum deildarleik á tímabilinu en eru í slæmri stöðu í Meistaradeild Evrópu og hafa aðeins haldið hreinu í tveimur af tólf leikjum sínum í vetur. Inter er í 5. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, fimm stigum á eftir grönnum sínum í Milan sem verma toppsætið. Leikur Sassuolo og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ Sjá meira