Kemst grænsvarta spútnikliðið á toppinn? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2020 09:00 Domenico Berardi hefur verið besti leikmaður Sassuolo undanfarin ár. getty/Giuseppe Maffia Sassuolo hefur komið á óvart í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og fer á topp hennar með sigri á Inter á heimavelli sínum. Með sigri á Inter í dag kemst Sassuolo á ókunnar slóðir, á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Neroverdi, eða hinir grænklæddu, eins og Sassuolo er kallað, hefur komið liða mest á óvart í Ítalíu á vetur. Eftir átta umferðir er Sassuolo í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með átján stig, tveimur stigum á eftir toppliði AC Milan. Sassuolo hefur ekki bara vakið athygli fyrir góðan árangur heldur einnig skemmtilega spilamennsku. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Sassuolo á tímabilinu (20), ekkert lið er meira með boltann að meðaltali (58 prósent) og aðeins fjögur lið eiga fleiri skot að meðaltali í leik (15,3). Sassuolo átti gott tímabil í fyrra og endaði í 8. sæti og liðið virðist vera tilbúið að taka næsta skref. Sassuolo hefur leikið samfleytt í ítölsku úrvalsdeildinni síðan 2013. Þótt Sassuolo sé ekki með þekktustu nöfnin í bransanum eru nokkrir afar frambærilegir leikmenn í hópi liðsins, þ.á.m. þrír ítalskir landsliðsmenn: Francesco Caputo, Manuel Locatelli og Domenico Berardi. Sá síðastnefndi, sem er 26 ára, hefur leikið með Sassuolo allan sinn feril og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 92 mörk. Berardi hefur leikið níu landsleiki fyrir Ítalíu og skorað þrjú mörk. Francesco Caputo sló ekki almennilega í gegn fyrr en hann var kominn yfir þrítugt.getty/MB Media Caputo og Locatelli er á sitt hvorum endanum á sínum ferlum. Caputo, sem er 33 ára framherji, er til þess að gera nýbyrjaður að spila í efstu deild eftir að hafa lengst af ferilsins leikið í þeirri næstefstu. Eftir gott tímabil með Empoli 2018-19 var hann keyptur til Sassuolo og hefur haldið uppteknum hætti þar. Á síðasta tímabili skoraði hann 21 mark í ítölsku úrvalsdeildinni og var svo valinn í landsliðið í fyrsta sinn í september. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik, 6-0 sigri á Moldóvu. Locatelli, sem er 22 ára, er einn af bestu ungu miðjumönnum Ítala en ferill hans fór á flug eftir að hann fór til Sassuolo frá Milan. Locatelli er afar mikilvægi í uppspili Sassuolo og býr yfir mikilli yfirsýn. Locatelli hefur leikið sex landsleiki, alla á þessu ári. Ítalir binda miklar vonir við miðjumanninn snjalla, Manuel Locatelli.getty/Franco Romano Meðal annarra mikilvægra leikmanna Sassuolo má nefna markvörðinn Andrea Consigli, Serbann Filip Djuricic, Fílbeinsstrendinginn Jérémie Boga og Frakkann Grégoire Defrel. Á meðan Sassuolo hefur gengið allt í haginn hefur Inter hikstað að undanförnu. Strákarnir hans Antoinos Conte hafa reyndar bara tapað einum deildarleik á tímabilinu en eru í slæmri stöðu í Meistaradeild Evrópu og hafa aðeins haldið hreinu í tveimur af tólf leikjum sínum í vetur. Inter er í 5. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, fimm stigum á eftir grönnum sínum í Milan sem verma toppsætið. Leikur Sassuolo og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira
Með sigri á Inter í dag kemst Sassuolo á ókunnar slóðir, á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Neroverdi, eða hinir grænklæddu, eins og Sassuolo er kallað, hefur komið liða mest á óvart í Ítalíu á vetur. Eftir átta umferðir er Sassuolo í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með átján stig, tveimur stigum á eftir toppliði AC Milan. Sassuolo hefur ekki bara vakið athygli fyrir góðan árangur heldur einnig skemmtilega spilamennsku. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Sassuolo á tímabilinu (20), ekkert lið er meira með boltann að meðaltali (58 prósent) og aðeins fjögur lið eiga fleiri skot að meðaltali í leik (15,3). Sassuolo átti gott tímabil í fyrra og endaði í 8. sæti og liðið virðist vera tilbúið að taka næsta skref. Sassuolo hefur leikið samfleytt í ítölsku úrvalsdeildinni síðan 2013. Þótt Sassuolo sé ekki með þekktustu nöfnin í bransanum eru nokkrir afar frambærilegir leikmenn í hópi liðsins, þ.á.m. þrír ítalskir landsliðsmenn: Francesco Caputo, Manuel Locatelli og Domenico Berardi. Sá síðastnefndi, sem er 26 ára, hefur leikið með Sassuolo allan sinn feril og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 92 mörk. Berardi hefur leikið níu landsleiki fyrir Ítalíu og skorað þrjú mörk. Francesco Caputo sló ekki almennilega í gegn fyrr en hann var kominn yfir þrítugt.getty/MB Media Caputo og Locatelli er á sitt hvorum endanum á sínum ferlum. Caputo, sem er 33 ára framherji, er til þess að gera nýbyrjaður að spila í efstu deild eftir að hafa lengst af ferilsins leikið í þeirri næstefstu. Eftir gott tímabil með Empoli 2018-19 var hann keyptur til Sassuolo og hefur haldið uppteknum hætti þar. Á síðasta tímabili skoraði hann 21 mark í ítölsku úrvalsdeildinni og var svo valinn í landsliðið í fyrsta sinn í september. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik, 6-0 sigri á Moldóvu. Locatelli, sem er 22 ára, er einn af bestu ungu miðjumönnum Ítala en ferill hans fór á flug eftir að hann fór til Sassuolo frá Milan. Locatelli er afar mikilvægi í uppspili Sassuolo og býr yfir mikilli yfirsýn. Locatelli hefur leikið sex landsleiki, alla á þessu ári. Ítalir binda miklar vonir við miðjumanninn snjalla, Manuel Locatelli.getty/Franco Romano Meðal annarra mikilvægra leikmanna Sassuolo má nefna markvörðinn Andrea Consigli, Serbann Filip Djuricic, Fílbeinsstrendinginn Jérémie Boga og Frakkann Grégoire Defrel. Á meðan Sassuolo hefur gengið allt í haginn hefur Inter hikstað að undanförnu. Strákarnir hans Antoinos Conte hafa reyndar bara tapað einum deildarleik á tímabilinu en eru í slæmri stöðu í Meistaradeild Evrópu og hafa aðeins haldið hreinu í tveimur af tólf leikjum sínum í vetur. Inter er í 5. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, fimm stigum á eftir grönnum sínum í Milan sem verma toppsætið. Leikur Sassuolo og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Ítalski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira