Segir ekki koma til greina að hætta árás á Tigrayhérað Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2020 16:52 Frá æfingu hermanna í Eþíópíu. EPA/STR Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, hafnaði því í dag að hefja viðræður við leiðtoga Frelsishreyfingarinnar í Tigrayhéraði. Abiy hitti þrjá fulltrúa Afríkubandalagsins í í dasg sem voru sendir til að reyna að miðla milli deilandi fylkinga í Eþípóíu en stjórnarher landsins hóf nýverið sókn gegn Frelsishreyfingunni. Forsætisráðherrann hefur heitið því að almennir borgarar verði verndaðir. Fregnir hafa borist af því að fjölmargir íbúar hafi flúið frá Mekelle, höfuðborg Tigrayhéraðs, í aðdraganda sóknar stjórnarhersins sem búist er við. Á sama tíma hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem flýja yfir landamærin til Súdan og hefur það valdið áhyggjum um að hermenn séu að koma í veg fyrir að fólk geti flúið, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samskipti á svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Buið er að loka fyrir bæði síma- og netsamband. Segir ekki koma til greina að hætta við Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Hann sagði erindrekum Afríkubandalagsins að ekki kæmi til greina að hætta við árásina og tryggja þyrfti yfirráð stjórnvalda yfir héraðinu. Ef það tækist ekki myndi það kosta Eþíópíu verulega til lengdar. Mjög hefur dregið úr fjölda fólks sem flýr yfir landamæri Eþíópíu og Súdan og er óttast að hermenn séu að koma í veg fyrir að íbúar Tigrayhéraðs geti flúið átökin.AP/Nariman El-Mofty Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Eþíópía Tengdar fréttir Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Forsætisráðherra Eþípíu segir að utanaðkomandi afskipti af átökunum í Tigrayhéraði séu óvelkomin og jafnvel ólögleg. Frestur sem hann veitti forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar rennur út í kvöld. 25. nóvember 2020 11:37 Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. 23. nóvember 2020 12:55 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Forsætisráðherrann hefur heitið því að almennir borgarar verði verndaðir. Fregnir hafa borist af því að fjölmargir íbúar hafi flúið frá Mekelle, höfuðborg Tigrayhéraðs, í aðdraganda sóknar stjórnarhersins sem búist er við. Á sama tíma hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem flýja yfir landamærin til Súdan og hefur það valdið áhyggjum um að hermenn séu að koma í veg fyrir að fólk geti flúið, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samskipti á svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Buið er að loka fyrir bæði síma- og netsamband. Segir ekki koma til greina að hætta við Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Hann sagði erindrekum Afríkubandalagsins að ekki kæmi til greina að hætta við árásina og tryggja þyrfti yfirráð stjórnvalda yfir héraðinu. Ef það tækist ekki myndi það kosta Eþíópíu verulega til lengdar. Mjög hefur dregið úr fjölda fólks sem flýr yfir landamæri Eþíópíu og Súdan og er óttast að hermenn séu að koma í veg fyrir að íbúar Tigrayhéraðs geti flúið átökin.AP/Nariman El-Mofty Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi.
Eþíópía Tengdar fréttir Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Forsætisráðherra Eþípíu segir að utanaðkomandi afskipti af átökunum í Tigrayhéraði séu óvelkomin og jafnvel ólögleg. Frestur sem hann veitti forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar rennur út í kvöld. 25. nóvember 2020 11:37 Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. 23. nóvember 2020 12:55 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Forsætisráðherra Eþípíu segir að utanaðkomandi afskipti af átökunum í Tigrayhéraði séu óvelkomin og jafnvel ólögleg. Frestur sem hann veitti forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar rennur út í kvöld. 25. nóvember 2020 11:37
Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. 23. nóvember 2020 12:55
Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37