Eitt boð ber tölurnar uppi Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. nóvember 2020 11:45 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur að eitt boð beri tölurnar uppi að miklu leyti. Þar hafi fólk hist í fjölskylduhitting. Einnig komi aðrar hópamyndanir inn í og ekkert sé endilega um teiti eða slíkt að ræða. „Það þarf ekkert mikið meira til. Þess vegna erum við að biðla til fólks um að fara mjög varlega í hópamyndanir og láta þær helst vera, þannig að við getum náð þessu almennilega niður,“ segir Þórólfur. Sjá einnig: 21 greindist með Covid-19 innanlands í gær Hann segir ekki sé endanlega búið að ákveða næstu tillögur að sóttvarnaaðgerðum en núverandi aðgerðir gilda til 2. desember. Hann eigi í samvinnu við ráðherra og þær séu í skoðun. Hann hafi ekki gert upp hug sinn. „Ég held að það sé ljóst að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við getum fengið mjög mikinn vöxt í þetta aftur. Þannig að ég held að það þurfi að fara mjög varlega í allar tilslakanir og kannski enn varlegra en maður áætlaði á meðan þetta leit vel út.“ Ef Íslendingar vilji ekki fara út í jólin með mikinn faraldur í gangi þurfi að fara mjög varlega í tilslakanir. Þórólfur segist hafa miklar áhyggjur af hópamyndun í verslun um helgina og biður fólk um að fara mjög varlega og forðast mannmergð. Þá biður hann fólk um að halda áfram að standa sig vel. „Það er búið að ganga mjög vel að ná þessari uppsveiflu sem við sáum fyrir mánuði síðan, niður og það er mjög mikilvægt að fólk haldi áfram. Það er fyrst og fremst hópamyndanirnar sem eru að valda þessu bakslagi núna,“ segir Þórólfur. „Fólk er ekki að passa sig. Fólk er að hittast, innan fjölskyldna, utan fjölskyldna, í litlum sakleysislegum hópum jafnvel. En afleiðingarnar geta orðið þessar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur að eitt boð beri tölurnar uppi að miklu leyti. Þar hafi fólk hist í fjölskylduhitting. Einnig komi aðrar hópamyndanir inn í og ekkert sé endilega um teiti eða slíkt að ræða. „Það þarf ekkert mikið meira til. Þess vegna erum við að biðla til fólks um að fara mjög varlega í hópamyndanir og láta þær helst vera, þannig að við getum náð þessu almennilega niður,“ segir Þórólfur. Sjá einnig: 21 greindist með Covid-19 innanlands í gær Hann segir ekki sé endanlega búið að ákveða næstu tillögur að sóttvarnaaðgerðum en núverandi aðgerðir gilda til 2. desember. Hann eigi í samvinnu við ráðherra og þær séu í skoðun. Hann hafi ekki gert upp hug sinn. „Ég held að það sé ljóst að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við getum fengið mjög mikinn vöxt í þetta aftur. Þannig að ég held að það þurfi að fara mjög varlega í allar tilslakanir og kannski enn varlegra en maður áætlaði á meðan þetta leit vel út.“ Ef Íslendingar vilji ekki fara út í jólin með mikinn faraldur í gangi þurfi að fara mjög varlega í tilslakanir. Þórólfur segist hafa miklar áhyggjur af hópamyndun í verslun um helgina og biður fólk um að fara mjög varlega og forðast mannmergð. Þá biður hann fólk um að halda áfram að standa sig vel. „Það er búið að ganga mjög vel að ná þessari uppsveiflu sem við sáum fyrir mánuði síðan, niður og það er mjög mikilvægt að fólk haldi áfram. Það er fyrst og fremst hópamyndanirnar sem eru að valda þessu bakslagi núna,“ segir Þórólfur. „Fólk er ekki að passa sig. Fólk er að hittast, innan fjölskyldna, utan fjölskyldna, í litlum sakleysislegum hópum jafnvel. En afleiðingarnar geta orðið þessar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira