Sprenging í útflutningi á íslenskum hestum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2020 19:45 Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarlæk að störfum en hann var nýlega seldur úr landi til Danmerkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hafa eins margir íslenskir hestar verið seldir úr landi eins og það sem af er árinu 2020. Vinsælir stóðhestar eru meðal hesta, sem hafa verið seldir eins og Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum. Sprengingin hefur orðið á útflutningi íslenskra hesta það sem af er ári en reiknað með að í árslok verði búið að selja um tvö þúsund hross til útlanda. Gunnar Arnarsson á Auðsholtshjáleigu í Ölfusi og fjölskylda hans er með eitt af þeim fyrirtækjum, sem hafa séð um útflutning á íslenska hestinum síðustu ár. Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá fjölskyldunni eins og í ár því það er stöðugt verið að fljúga með söluhesta til útlanda, hryssur, geldinga og stóðhesta. „Já, það er búið að ganga ótrúlega vel í ár miðað við það hvers mátti vænta í byrjun ársins þegar allar brýr virtust vera að lokast og á tímabili héldum við að umferð með hestabíla um Evrópu og flug og annað myndi stoppa og var tæpt um tíma en svo hefur ræst ótrúlega vel úr þessu og búin að vera ótrúlega góð sala,“ segir Gunnar. Gunnar Arnarsson, hrossaútflytjandi, sem segir framtíðina bjarta með sölu á íslenska hestinum til útlanda en met sala hefur verið það sem af er árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hvort það er sprenging veit ég ekki, en það er allavega mjög drjúg aukning og það er jákvætt, það gætu farið um tvö þúsund hestar út þetta árið, sem er mjög gott,“ bætir Gunnar við. Hug þarf vel að hestunum áður en þeir fara upp í flugvél og fljúga til nýrra heimkynna. Læknisskoðun fer fram og fylla þarf út allskonar pappíra. Hann segist að flestir hestarnir fari til Danmörku, Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs og gott verð fáist yfirleitt fyrir þá. „Menn eru ekki bara að leita af hundum og köttum, þessi frábæri íslenski hestur hefur mikið aðdráttarafl og hann er inn í dag,“ segir Gunnar alsæll með sölun Frægir stóðhestar voru nýlega seldir úr landi en það voru þeir Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum. En eigum við að vera að flytja út svona flotta stóðhesta? „Já, ég segi það, þetta bara stækkar Íslandshestaheiminn. Það er ekkert yndi að vera með ómögulegan hest, sem ekki veitir ánægju, hann selur engan hest í viðbót, þanni að ég lít þetta mjög jákvæðum augum,“ segir Gunnar um leið og hann bætir því við að árið 2021 leggist mjög vel í sig varðandi frekari sölu á hestum til ýmissa nágrannalanda okkar. Auðsholtshjáleiga í Ölfusi er eitt af þeim fyrirtækjum á Íslandi, sem sér um útflutning á hrossum og þar er meira en nóg að gera í sölu á hrossum og við að koma þeim úr landi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Sprengingin hefur orðið á útflutningi íslenskra hesta það sem af er ári en reiknað með að í árslok verði búið að selja um tvö þúsund hross til útlanda. Gunnar Arnarsson á Auðsholtshjáleigu í Ölfusi og fjölskylda hans er með eitt af þeim fyrirtækjum, sem hafa séð um útflutning á íslenska hestinum síðustu ár. Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá fjölskyldunni eins og í ár því það er stöðugt verið að fljúga með söluhesta til útlanda, hryssur, geldinga og stóðhesta. „Já, það er búið að ganga ótrúlega vel í ár miðað við það hvers mátti vænta í byrjun ársins þegar allar brýr virtust vera að lokast og á tímabili héldum við að umferð með hestabíla um Evrópu og flug og annað myndi stoppa og var tæpt um tíma en svo hefur ræst ótrúlega vel úr þessu og búin að vera ótrúlega góð sala,“ segir Gunnar. Gunnar Arnarsson, hrossaútflytjandi, sem segir framtíðina bjarta með sölu á íslenska hestinum til útlanda en met sala hefur verið það sem af er árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hvort það er sprenging veit ég ekki, en það er allavega mjög drjúg aukning og það er jákvætt, það gætu farið um tvö þúsund hestar út þetta árið, sem er mjög gott,“ bætir Gunnar við. Hug þarf vel að hestunum áður en þeir fara upp í flugvél og fljúga til nýrra heimkynna. Læknisskoðun fer fram og fylla þarf út allskonar pappíra. Hann segist að flestir hestarnir fari til Danmörku, Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs og gott verð fáist yfirleitt fyrir þá. „Menn eru ekki bara að leita af hundum og köttum, þessi frábæri íslenski hestur hefur mikið aðdráttarafl og hann er inn í dag,“ segir Gunnar alsæll með sölun Frægir stóðhestar voru nýlega seldir úr landi en það voru þeir Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum. En eigum við að vera að flytja út svona flotta stóðhesta? „Já, ég segi það, þetta bara stækkar Íslandshestaheiminn. Það er ekkert yndi að vera með ómögulegan hest, sem ekki veitir ánægju, hann selur engan hest í viðbót, þanni að ég lít þetta mjög jákvæðum augum,“ segir Gunnar um leið og hann bætir því við að árið 2021 leggist mjög vel í sig varðandi frekari sölu á hestum til ýmissa nágrannalanda okkar. Auðsholtshjáleiga í Ölfusi er eitt af þeim fyrirtækjum á Íslandi, sem sér um útflutning á hrossum og þar er meira en nóg að gera í sölu á hrossum og við að koma þeim úr landi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira