Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2020 14:41 Frá skimun fyrir Covid-19 í Wuhan í maí. EPA/LI KE CHINA OUT Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. People‘s Daily, dagblað í eigu kínverska ríkisins, staðhæfði til að mynda á Facebook í síðustu viku að öll sönnunargögn bentu til þess að veiran ætti ekki uppruna í Kína. Vitnað var í fyrrverandi sérfræðing hjá Sóttvarnastofnun Kína sem staðhæfði þetta. Í umfjöllun Financial Times segir að ein kenningin snúi að því að veiran hafi borist til Kína í frosnum matvælum. Það ku vera talið mjög hæpið. Blaðamenn Guardian leituðu viðbragða hjá utanríkisráðuneyti Kína en talsmaður þess sagði að mikilvægt væri að gera greinarmun á því hvar veiran hefði greinst fyrst og hvar hún hefði fyrst stökkbreyst á þann veg að hún gæti borist í menn. Það væri enn óljóst. Þá segir Guardian að kínverskir vísindamenn hafi jafnvel sent vísindagrein til birtingar í Lancet. Hún hefur enn ekki verið yfirfarin en þar er því einnig haldið fram að fyrsta smitið milli manna hafi ekki átt sér stað í Wuhan heldur í Indlandi. Fjallað er um þessa grein í kínverska miðlinum Global Times í dag og er þar gefið í skyn að Michael Ryan, einn af yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og aðrir sérfræðingar hafi tekið undir þessi sjónarmið. Vísað var til ummæla hans þar sem hann sagði að einhver upprunaleg tilfelli hefðu ekki verið tengd við markað í Wuhan, sem mörg tilfelli voru rakin til. Ummæli hans um að rannsókn WHO á uppruna veirunnar þyrfti þó að hefjast í Wuhan hafa þó sjaldan fylgt þeim fyrri í kínverskum fjölmiðlum, samkvæmt FT. Ryan sagði þar að auki á föstudaginn að það væru miklar tilgátur að uppruni veirunnar væri ekki í Kína. Það væri eðlilegast að hefja rannsókn á uppruna veiru á staðnum þar sem hún greinist fyrst í mönnum. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og eins og áður segir voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Í grein Guardian segir að yfirvöld í Kína hafi í raun staðið í vegi rannsókna á uppruna veirunnar. Rannsakendur WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári gátu ekki heimsótt markaðinn sem hefur verið tengdur við uppruna veirunnar og í rauninni var þeim ekki gert kleift að fara til Wuhan. Þá hafa þeir ekki fengið að fara aftur til Kína. Ryan sagði í síðustu viku að það væri gífurlega mikilvægt að vísindamenn gætu rannsakað uppruna veirunnar. Hann sagðist vonast til þess að rannsakendurnir gætu farið bráðlega til Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Augljóslega þurfum við öll að skilja upphafi veirunnar. Við þurfum að skilja hvaðan hún kemur og þá til að skilja hvar hún geti komið upp aftur í framtíðinni. Ég hef fulla trú á því að kollegar okkar í Kína eru jafn óþreyjufullir og við varðandi það að finna þau svör,“ sagði Ryan. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
People‘s Daily, dagblað í eigu kínverska ríkisins, staðhæfði til að mynda á Facebook í síðustu viku að öll sönnunargögn bentu til þess að veiran ætti ekki uppruna í Kína. Vitnað var í fyrrverandi sérfræðing hjá Sóttvarnastofnun Kína sem staðhæfði þetta. Í umfjöllun Financial Times segir að ein kenningin snúi að því að veiran hafi borist til Kína í frosnum matvælum. Það ku vera talið mjög hæpið. Blaðamenn Guardian leituðu viðbragða hjá utanríkisráðuneyti Kína en talsmaður þess sagði að mikilvægt væri að gera greinarmun á því hvar veiran hefði greinst fyrst og hvar hún hefði fyrst stökkbreyst á þann veg að hún gæti borist í menn. Það væri enn óljóst. Þá segir Guardian að kínverskir vísindamenn hafi jafnvel sent vísindagrein til birtingar í Lancet. Hún hefur enn ekki verið yfirfarin en þar er því einnig haldið fram að fyrsta smitið milli manna hafi ekki átt sér stað í Wuhan heldur í Indlandi. Fjallað er um þessa grein í kínverska miðlinum Global Times í dag og er þar gefið í skyn að Michael Ryan, einn af yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og aðrir sérfræðingar hafi tekið undir þessi sjónarmið. Vísað var til ummæla hans þar sem hann sagði að einhver upprunaleg tilfelli hefðu ekki verið tengd við markað í Wuhan, sem mörg tilfelli voru rakin til. Ummæli hans um að rannsókn WHO á uppruna veirunnar þyrfti þó að hefjast í Wuhan hafa þó sjaldan fylgt þeim fyrri í kínverskum fjölmiðlum, samkvæmt FT. Ryan sagði þar að auki á föstudaginn að það væru miklar tilgátur að uppruni veirunnar væri ekki í Kína. Það væri eðlilegast að hefja rannsókn á uppruna veiru á staðnum þar sem hún greinist fyrst í mönnum. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og eins og áður segir voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Í grein Guardian segir að yfirvöld í Kína hafi í raun staðið í vegi rannsókna á uppruna veirunnar. Rannsakendur WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári gátu ekki heimsótt markaðinn sem hefur verið tengdur við uppruna veirunnar og í rauninni var þeim ekki gert kleift að fara til Wuhan. Þá hafa þeir ekki fengið að fara aftur til Kína. Ryan sagði í síðustu viku að það væri gífurlega mikilvægt að vísindamenn gætu rannsakað uppruna veirunnar. Hann sagðist vonast til þess að rannsakendurnir gætu farið bráðlega til Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Augljóslega þurfum við öll að skilja upphafi veirunnar. Við þurfum að skilja hvaðan hún kemur og þá til að skilja hvar hún geti komið upp aftur í framtíðinni. Ég hef fulla trú á því að kollegar okkar í Kína eru jafn óþreyjufullir og við varðandi það að finna þau svör,“ sagði Ryan.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira