Kári skrifar opið bréf til Þórólfs: „Ykkur hefur samt orðið svolítið á í messunni“ Sylvía Hall skrifar 29. nóvember 2020 18:53 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samsett/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist aldrei hafa veist að Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Hann hafi einungis hrósað honum og sé montinn af því að hafa verið með honum í liði. Þetta kemur fram í opnu bréfi Kára til Þórólfs. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gagnrýndi Kári sóttvarnayfirvöld og sagði skilaboð þeirra fyrir nokkrum vikum mögulega hafa valdið því að fólk fór að slaka of mikið á. Þeim hafi mistekist að hemja væntingar, það þyrfti að fara varlega í að spá fyrir um framtíðina. Þórólfur svaraði þessum orðum Kára í dag og sagði hann vega ómaklega að sér. Hann hafi ekki átt von á slíkum ummælum frá Kára, enda hafi hann alltaf ítrekað að almenningur ætti að fara varlega. „Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auðvitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“ Kári hefur verið þríeykinu innan handar, þó hann sé ekki alltaf sammála þeim.Vísir/Vilhelm Þórólfur hafi gefið í skyn að Kári vissi ekki hvað hann væri að tala um Kári segist áður hafa tjáð skoðanir sem séu ekki í takt við skoðanir Þórólfs og nefnir til að mynda ummæli sín í kjölfar hópsmits á öldurhúsum, þar sem hann sagði skynsamlegast að skella öllu í lás. Þórólfur hafi ekki verið sammála því og lýst því yfir á upplýsingafundi. „Þú gafst í skyn á upplýsingafundi sama dag að ég vissi lítið hvað ég væri að tala um og kaust að sitja á höndum þér í rúmar tvær vikur. Ég held að þú hafir líklega haft rétt fyrir þér í orðum þínum um mig, en kannski ekki alveg eins rétt fyrir þér í afstöðu til þess sem var að gerast í faraldrinum,“ skrifar Kári. Hann segist einnig hafa mótmælt því fyrir tveimur vikum að slaka ætti á takmörkunum innanlands. Óskynsamlegt væri að aflétta þegar svo stutt væri síðan nýgengi smita innanlands væri á pari við það sem var í Bandaríkjunum. Fyrirheit um væntanlegar tilslakanir hafi gert það að verkum að fólk varð kærulausara. „Þórólfur, þú og þitt fólk hafið höndlað faraldurinn af mikilli fagmensku og dugnaði og ég er vissum að það er ekki til betra fólk í heiminum í þetta verk. Ykkur hefur samt orðið svolítið á í messunni þegar kemur að því að hemja væntingar,“ skrifar Kári. Það sé hlutverk sóttvarnalæknis að tjá sig í samræmi við alvarleika stöðunnar, en ekki segja fólki það sem það vilji heyra. „Þið hafið á köflum kiknað undan lönguninni til þess að flytja góðar fréttir; gleymt því að það eina sem er verra en vondar fréttir eru góðar fréttir sem standast ekki og leiða menn út í mýri.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Kára vega ómaklega að sér Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi. 29. nóvember 2020 11:45 Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. 28. nóvember 2020 18:24 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gagnrýndi Kári sóttvarnayfirvöld og sagði skilaboð þeirra fyrir nokkrum vikum mögulega hafa valdið því að fólk fór að slaka of mikið á. Þeim hafi mistekist að hemja væntingar, það þyrfti að fara varlega í að spá fyrir um framtíðina. Þórólfur svaraði þessum orðum Kára í dag og sagði hann vega ómaklega að sér. Hann hafi ekki átt von á slíkum ummælum frá Kára, enda hafi hann alltaf ítrekað að almenningur ætti að fara varlega. „Ég hef aldrei sagt að það verði slakað á. Ég hef sagt að það sé allt til skoðunar og auðvitað veit maður ekkert hvernig væntingar fólks eru.“ Kári hefur verið þríeykinu innan handar, þó hann sé ekki alltaf sammála þeim.Vísir/Vilhelm Þórólfur hafi gefið í skyn að Kári vissi ekki hvað hann væri að tala um Kári segist áður hafa tjáð skoðanir sem séu ekki í takt við skoðanir Þórólfs og nefnir til að mynda ummæli sín í kjölfar hópsmits á öldurhúsum, þar sem hann sagði skynsamlegast að skella öllu í lás. Þórólfur hafi ekki verið sammála því og lýst því yfir á upplýsingafundi. „Þú gafst í skyn á upplýsingafundi sama dag að ég vissi lítið hvað ég væri að tala um og kaust að sitja á höndum þér í rúmar tvær vikur. Ég held að þú hafir líklega haft rétt fyrir þér í orðum þínum um mig, en kannski ekki alveg eins rétt fyrir þér í afstöðu til þess sem var að gerast í faraldrinum,“ skrifar Kári. Hann segist einnig hafa mótmælt því fyrir tveimur vikum að slaka ætti á takmörkunum innanlands. Óskynsamlegt væri að aflétta þegar svo stutt væri síðan nýgengi smita innanlands væri á pari við það sem var í Bandaríkjunum. Fyrirheit um væntanlegar tilslakanir hafi gert það að verkum að fólk varð kærulausara. „Þórólfur, þú og þitt fólk hafið höndlað faraldurinn af mikilli fagmensku og dugnaði og ég er vissum að það er ekki til betra fólk í heiminum í þetta verk. Ykkur hefur samt orðið svolítið á í messunni þegar kemur að því að hemja væntingar,“ skrifar Kári. Það sé hlutverk sóttvarnalæknis að tjá sig í samræmi við alvarleika stöðunnar, en ekki segja fólki það sem það vilji heyra. „Þið hafið á köflum kiknað undan lönguninni til þess að flytja góðar fréttir; gleymt því að það eina sem er verra en vondar fréttir eru góðar fréttir sem standast ekki og leiða menn út í mýri.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Kára vega ómaklega að sér Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi. 29. nóvember 2020 11:45 Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. 28. nóvember 2020 18:24 Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Segir Kára vega ómaklega að sér Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins á svipuðum nótum og undanfarið. Sveiflur geti orðið á milli daga og ekki megi draga of sterkar ályktanir af einum degi. 29. nóvember 2020 11:45
Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. 28. nóvember 2020 18:24
Segir forgangsröðun bólusetninga skringilega, elstir eigi að fara fyrst Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur forgangsröðun í bólusetningu skringilega þar sem 60 ára og eldri eru í sjötta sæti forgangslista. Hann leggur til að 85 ára og eldri verði bólusettir fyrst því þeir séu í mestri hættu ef þeir veikjast. Hann telur að heilbrigðisráðherra muni líta til þessa. 29. nóvember 2020 12:30