Spurning um óbreytt ástand eða ekki Sylvía Hall skrifar 29. nóvember 2020 21:51 Þórólfur Guðnason mun ólíklega leggja til harðari aðgerðir þann 2. desember. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þróun undanfarinna daga sýna hversu lítið þurfi til svo bakslag komi í baráttuna við kórónuveiruna. Hann er nú að vinna að nýju minnisblaði til ráðherra, en segir ekki í spilunum að fara að herða aðgerðir. „Ég held það sé kannski ekki í spilunum frá mér að fara að herða eins og staðan er núna. Ég held þetta sé aðallega spurning um það hvort við verðum með óbreytt ástand eða ekki,“ sagði Þórólfur í Víglínunni í dag. Hann segir tölur dagsins hafa verið betri en þær sem hafa verið síðustu daga, en í gær greindust tíu með veiruna og voru átta þeirra í sóttkví. Þó þurfi að fara varlega í að túlka sveiflur milli daga; færri smit greinist um helgar og tölurnar líklega marktækari næstu daga. Staðan geti þó breyst hratt. „Við erum á viðkvæmum punkti og það er einmitt það sem við höfum verið að reyna að predika og tala um undanfarið.“ Voru farin að huga að tilslökunum Þórólfur hafði skilað tillögum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áður en smitum fór að fjölga aftur. Hann hafði hugsað sér að leggja til einhverjar tilslakanir frá og með 2. desember þegar ný reglugerð tekur við, en þær hafi þó ekki verið verulegar. „Ég hef sagt það, og stend enn við það, að við þurfum að fara mjög hægt núna til að fá ekki afturkipp í þetta allt saman. Án þess að ég vilji fara út í einstaka þætti minna tillagna, þá held ég að það sé það sem við þurfum að endurskoða. Sérstaklega ef faraldurinn er að fara svona í öfuga átt ef eitthvað er.“ Hann segir vinnu við nýtt minnisblað vera hafna í samráði við ráðherra og fleiri. Verið sé að meta hvað sé skynsamlegt að gera í ljósi stöðunnar, en tilslakanir væru þó ekki rökrétt leið á þessum tímapunkti – og þá sérstaklega ekki svo stuttu fyrir jól. „Ég held að það væri mjög óskynsamlegt að fara út í einhverjar miklar tilslakanir á þessum tímapunkti. Það gæti þýtt það að við fengjum afturkipp í þetta og værum að berjast við faraldurinn akkúrat um jólin.“ Þórólfur vinnur nú að nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Spurning um óbreytt ástand eða ekki „Ég held það sé kannski ekki í spilunum frá mér að fara að herða eins og staðan er núna. Ég held þetta sé aðallega spurning um það hvort við verðum með óbreytt ástand eða ekki,“ segir Þórólfur aðspurður hvað taki við þann 2. desember. Erfitt sé að segja hvað verði fyrr en tillögur hans eru fullmótaðar, en til greina kemur að breyta lengd gildistíma reglugerðarinnar. Hann hefur sjálfur viðrað þær hugmyndir að láta þær gilda til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef staðan breytist, en einhverjir hafa kallað eftir meiri fyrirsjáanleika í aðgerðum. „Það yrðu margir óánægðir ef við færum að gefa út reglugerð eða tilmæli sem myndi gilda mjög lengi og svo væri því bara breytt eftir eina til tvær vikur.“ Hann segist ekkert geta sagt til um hvort tilslakanir verði fyrir jólin, en það væri þó óskandi. „Ég er aðallega að hugsa um 2. desember. Ég hugsa ekki mikið lengra. Auðvitað vonast maður til að það verði ráðrúm til þess að geta aðeins slakað á, það er það sem við höfum verið að gera allan tímann.“ Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. 28. nóvember 2020 18:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég held það sé kannski ekki í spilunum frá mér að fara að herða eins og staðan er núna. Ég held þetta sé aðallega spurning um það hvort við verðum með óbreytt ástand eða ekki,“ sagði Þórólfur í Víglínunni í dag. Hann segir tölur dagsins hafa verið betri en þær sem hafa verið síðustu daga, en í gær greindust tíu með veiruna og voru átta þeirra í sóttkví. Þó þurfi að fara varlega í að túlka sveiflur milli daga; færri smit greinist um helgar og tölurnar líklega marktækari næstu daga. Staðan geti þó breyst hratt. „Við erum á viðkvæmum punkti og það er einmitt það sem við höfum verið að reyna að predika og tala um undanfarið.“ Voru farin að huga að tilslökunum Þórólfur hafði skilað tillögum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra áður en smitum fór að fjölga aftur. Hann hafði hugsað sér að leggja til einhverjar tilslakanir frá og með 2. desember þegar ný reglugerð tekur við, en þær hafi þó ekki verið verulegar. „Ég hef sagt það, og stend enn við það, að við þurfum að fara mjög hægt núna til að fá ekki afturkipp í þetta allt saman. Án þess að ég vilji fara út í einstaka þætti minna tillagna, þá held ég að það sé það sem við þurfum að endurskoða. Sérstaklega ef faraldurinn er að fara svona í öfuga átt ef eitthvað er.“ Hann segir vinnu við nýtt minnisblað vera hafna í samráði við ráðherra og fleiri. Verið sé að meta hvað sé skynsamlegt að gera í ljósi stöðunnar, en tilslakanir væru þó ekki rökrétt leið á þessum tímapunkti – og þá sérstaklega ekki svo stuttu fyrir jól. „Ég held að það væri mjög óskynsamlegt að fara út í einhverjar miklar tilslakanir á þessum tímapunkti. Það gæti þýtt það að við fengjum afturkipp í þetta og værum að berjast við faraldurinn akkúrat um jólin.“ Þórólfur vinnur nú að nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Spurning um óbreytt ástand eða ekki „Ég held það sé kannski ekki í spilunum frá mér að fara að herða eins og staðan er núna. Ég held þetta sé aðallega spurning um það hvort við verðum með óbreytt ástand eða ekki,“ segir Þórólfur aðspurður hvað taki við þann 2. desember. Erfitt sé að segja hvað verði fyrr en tillögur hans eru fullmótaðar, en til greina kemur að breyta lengd gildistíma reglugerðarinnar. Hann hefur sjálfur viðrað þær hugmyndir að láta þær gilda til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef staðan breytist, en einhverjir hafa kallað eftir meiri fyrirsjáanleika í aðgerðum. „Það yrðu margir óánægðir ef við færum að gefa út reglugerð eða tilmæli sem myndi gilda mjög lengi og svo væri því bara breytt eftir eina til tvær vikur.“ Hann segist ekkert geta sagt til um hvort tilslakanir verði fyrir jólin, en það væri þó óskandi. „Ég er aðallega að hugsa um 2. desember. Ég hugsa ekki mikið lengra. Auðvitað vonast maður til að það verði ráðrúm til þess að geta aðeins slakað á, það er það sem við höfum verið að gera allan tímann.“
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44 Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01 Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. 28. nóvember 2020 18:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. 28. nóvember 2020 19:44
Batakveðjur streyma til Víðis en sumir hneykslaðir Óhætt er að segja að frásögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á Facebook af því hvernig hann smitaðist af Covid-19 á dögunum hafi vakið mikla athygli. Langflestir þakka Víði fyrir hreinskilna frásögn en þó eru ýmsir sem gera athugasemdir við gestagang á heimili hans. Víðir lækar allar athugasemdir fólks, gagnrýnar sem hugulsamar. 29. nóvember 2020 12:01
Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. 28. nóvember 2020 18:24