Tugir húsa á Flateyri á nýju hættusvæði vegna snjóflóða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2020 07:03 Mikið tjón varð í höfninni á Flateyri í snjóflóðunum í janúar. Vísir/Egill Veðurstofa Íslands hefur gert nýtt hættumat vegna snjóflóða fyrir Flateyri. Með nýja hættumatinu hefur hættusvæðið verið útfært og eru nú á þriðja tug húsa komin inn á hættusvæði C, efsta hættustig, og um sjötíu hús eru komin á ítrasta rýmingarstig. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar segir jafnframt að C-svæði fari 250 metrum lengra inn á höfnina og inn á land sunnan og vestan við hana. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í janúar síðastliðnum og fóru yfir varnargarða sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið kom úr Innra-Bæjargili og fór á íbúðarhús. Ung stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað á lífi. Hitt flóðið kom úr Skollahvilft og fór út í höfnina við bæinn með tilheyrandi tjóni fyrir atvinnulíf í bænum þar sem fjöldi báta gjöreyðilagðist. Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar frá árinu 2004 voru engin hús á hættusvæði C eftir að varnargarðarnir voru reistir fyrir ofan bæinn. Hins vegar var fjöldi húsa á og langt inni á hættusvæði C áður en garðarnir voru reistir. Í greinargerð með hættumatinu frá árinu 2004 segir að Skollahvilft og Innra-Bæjargil séu „að líkindum hættulegustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi.“ Ekki kemur fram í frétt Fréttablaðsins hvaða hús um ræðir nákvæmlega eða hvaða áhrif breytingar á hættumatina hafa á íbúa á Flateyri, til dæmis hvað varðar búsetu og atvinnulíf, en rætt er við Tómas Jóhannesson, fagstjóra og sérfræðing í ofanflóðamálum hjá Veðurstofunni, í frétt blaðsins. Hann segir að taka þurfi tillit til þess í ríkisviðbúnaði að virkin séu hvergi fullkomlega örugg. „Þegar aðstæður eru mjög slæmar er möguleiki á að grípa þurfi til rýmingar til að tryggja öryggi,“ segir Tómas. Þá hafi áhrifin af flóðunum í janúar, sem voru þekkt fyrir, verið öflugri en gert var ráð fyrir. Segir Tómas að það þurfi að finna leiðir til þess að komast hjá því að flóð endi í höfninni. Tómas tekur þannig undir með hafnarstjóra Ísafjarðar sem benti á það í nýlegri skýrslu að varnargarðarnir fyrir ofan bæinn hefðu beint flóðinu inn í höfnina. Slíkt væri óviðunandi fyrir atvinnulíf á Flateyri. Í frétt Fréttablaðsins segir einnig að í ljósi þess að það hafi flætt yfir garðana á Flateyri og inn í byggð sé nú Veðurstofan að vinna hættumat fyrir fimm sambærilega varnargarða, það er á Ísafirði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafsfirði og Neskaupstað. „Það er gert ráð fyrir ákveðinni hættu á yfirflæði og að snjódýpt verði meiri en stoðvirki eru hönnuð fyrir. Það er undantekningarlaust hættusvæði undir öllum þessum varnarvirkjum og ákveðin áhætta í byggðinni þar undir,“ segir Tómas. „Flóðin á Flateyri sýndu okkur að hættan er meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Fréttablaðið ræðir einnig við Hafstein Pálsson, verkfræðing hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem segir að vinna við endurbætur á varnargörðunum á Flateyri sé hafin. Kostnaðurinn liggi þó ekki fyrir og þá liggur ekki heldur fyrir hvort garðarnir á hinum fimm fyrrnefndu stöðunum verði breytt eða þeir styrktir með einhverjum hætti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fara 2,7 milljarðar í Ofanflóðasjóð á næsta ári sem er aukning um 1,6 milljarða. Fjármagnið á að nýta bæði í að byggja og bæta varnargarða og til uppkaupa á íbúðarhúsnæði á hættusvæðum. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Ísafjarðarbær Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar segir jafnframt að C-svæði fari 250 metrum lengra inn á höfnina og inn á land sunnan og vestan við hana. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í janúar síðastliðnum og fóru yfir varnargarða sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið kom úr Innra-Bæjargili og fór á íbúðarhús. Ung stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað á lífi. Hitt flóðið kom úr Skollahvilft og fór út í höfnina við bæinn með tilheyrandi tjóni fyrir atvinnulíf í bænum þar sem fjöldi báta gjöreyðilagðist. Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar frá árinu 2004 voru engin hús á hættusvæði C eftir að varnargarðarnir voru reistir fyrir ofan bæinn. Hins vegar var fjöldi húsa á og langt inni á hættusvæði C áður en garðarnir voru reistir. Í greinargerð með hættumatinu frá árinu 2004 segir að Skollahvilft og Innra-Bæjargil séu „að líkindum hættulegustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi.“ Ekki kemur fram í frétt Fréttablaðsins hvaða hús um ræðir nákvæmlega eða hvaða áhrif breytingar á hættumatina hafa á íbúa á Flateyri, til dæmis hvað varðar búsetu og atvinnulíf, en rætt er við Tómas Jóhannesson, fagstjóra og sérfræðing í ofanflóðamálum hjá Veðurstofunni, í frétt blaðsins. Hann segir að taka þurfi tillit til þess í ríkisviðbúnaði að virkin séu hvergi fullkomlega örugg. „Þegar aðstæður eru mjög slæmar er möguleiki á að grípa þurfi til rýmingar til að tryggja öryggi,“ segir Tómas. Þá hafi áhrifin af flóðunum í janúar, sem voru þekkt fyrir, verið öflugri en gert var ráð fyrir. Segir Tómas að það þurfi að finna leiðir til þess að komast hjá því að flóð endi í höfninni. Tómas tekur þannig undir með hafnarstjóra Ísafjarðar sem benti á það í nýlegri skýrslu að varnargarðarnir fyrir ofan bæinn hefðu beint flóðinu inn í höfnina. Slíkt væri óviðunandi fyrir atvinnulíf á Flateyri. Í frétt Fréttablaðsins segir einnig að í ljósi þess að það hafi flætt yfir garðana á Flateyri og inn í byggð sé nú Veðurstofan að vinna hættumat fyrir fimm sambærilega varnargarða, það er á Ísafirði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafsfirði og Neskaupstað. „Það er gert ráð fyrir ákveðinni hættu á yfirflæði og að snjódýpt verði meiri en stoðvirki eru hönnuð fyrir. Það er undantekningarlaust hættusvæði undir öllum þessum varnarvirkjum og ákveðin áhætta í byggðinni þar undir,“ segir Tómas. „Flóðin á Flateyri sýndu okkur að hættan er meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Fréttablaðið ræðir einnig við Hafstein Pálsson, verkfræðing hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem segir að vinna við endurbætur á varnargörðunum á Flateyri sé hafin. Kostnaðurinn liggi þó ekki fyrir og þá liggur ekki heldur fyrir hvort garðarnir á hinum fimm fyrrnefndu stöðunum verði breytt eða þeir styrktir með einhverjum hætti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fara 2,7 milljarðar í Ofanflóðasjóð á næsta ári sem er aukning um 1,6 milljarða. Fjármagnið á að nýta bæði í að byggja og bæta varnargarða og til uppkaupa á íbúðarhúsnæði á hættusvæðum.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Ísafjarðarbær Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira