Skólpi sleppt í sjó hjá hreinsistöðinni í Ánanaustum Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2020 11:28 Hreinsistöðin við Ánanaust. Veitur Vegna viðgerðar á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust í Reykjavík verður skólpi sleppt í sjó við stöðina á morgun, milli klukkan átta í fyrramálið og miðnættis. Vegna viðgerðar á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust í Reykjavík verður skólpi sleppt í sjó við stöðina á morgun, milli klukkan átta í fyrramálið og miðnættis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að búast megi við aukinni gerlamengun í sjónum á meðan á viðgerðinni stendur. Er mælst til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn í nálægð við hreinsistöðina á meðan ástandið varir. Skilti verði sett upp við stöðina og nálæga fjöru sem vari fólk við mögulegri gerlamengun. „Þrátt fyrir að megnið af skólpinu verði síað áður en því er veitt í sjó verður fylgst sérstaklega með fjörum í kringum hreinsistöðina í kjölfar viðgerðarinnar. Berist rusl í fjörur verða þær hreinsaðar af verktökum á vegum Veitna. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú sem endranær hvattir til að nota ekki klósett sem ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Fráveitukerfið er sífellukerfi þar sem það vinnur allan sólarhringinn, alla daga ársins og rennslið í það stöðvast aldrei. Kerfið er hannað þannig að viss viðhaldsverk og viðgerðir verða ekki unnin nema að veita skólpinu í sjó á meðan. Margir þættir hafa áhrif á mengunina sem fylgir skólpi sem fer í sjó. Þar skiptir auðvitað magnið máli, hversu lengi það rennur í sjó, hversu blandað skólpið er hitaveitu- og yfirborðsvatni, veður og straumar í sjónum. Saurgerlar fjölga sér illa eða ekki í vatni og sólarljós brýtur þá niður. Gera má ráð fyrir að gerlamengun í sjónum og í grjótgörðunum í kringum stöðina vari ekki lengi eða í mesta lagi í hálfan sólarhring eftir að viðgerð lýkur. Send hefur verið tilkynning um viðgerðina til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sér um vöktun á mengun í strandsjó,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Umhverfismál Skólp Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Vegna viðgerðar á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust í Reykjavík verður skólpi sleppt í sjó við stöðina á morgun, milli klukkan átta í fyrramálið og miðnættis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að búast megi við aukinni gerlamengun í sjónum á meðan á viðgerðinni stendur. Er mælst til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn í nálægð við hreinsistöðina á meðan ástandið varir. Skilti verði sett upp við stöðina og nálæga fjöru sem vari fólk við mögulegri gerlamengun. „Þrátt fyrir að megnið af skólpinu verði síað áður en því er veitt í sjó verður fylgst sérstaklega með fjörum í kringum hreinsistöðina í kjölfar viðgerðarinnar. Berist rusl í fjörur verða þær hreinsaðar af verktökum á vegum Veitna. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú sem endranær hvattir til að nota ekki klósett sem ruslafötur, í þau á ekkert að fara nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Fráveitukerfið er sífellukerfi þar sem það vinnur allan sólarhringinn, alla daga ársins og rennslið í það stöðvast aldrei. Kerfið er hannað þannig að viss viðhaldsverk og viðgerðir verða ekki unnin nema að veita skólpinu í sjó á meðan. Margir þættir hafa áhrif á mengunina sem fylgir skólpi sem fer í sjó. Þar skiptir auðvitað magnið máli, hversu lengi það rennur í sjó, hversu blandað skólpið er hitaveitu- og yfirborðsvatni, veður og straumar í sjónum. Saurgerlar fjölga sér illa eða ekki í vatni og sólarljós brýtur þá niður. Gera má ráð fyrir að gerlamengun í sjónum og í grjótgörðunum í kringum stöðina vari ekki lengi eða í mesta lagi í hálfan sólarhring eftir að viðgerð lýkur. Send hefur verið tilkynning um viðgerðina til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sér um vöktun á mengun í strandsjó,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Umhverfismál Skólp Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira