Memphis nefnir eigendur Man United í nýju rapplagi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 16:01 Memphis í leik gegn Póllandi í síðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Laurens Lindhout/Getty Images Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay, fyrrum leikmaður Manchester United, nefnir Glazer-fjölskylduna, eigendur félagsins, í rapplagi á plötu er hann gaf út nýverið. Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay lætur það ekki duga að vera einn af máttarstólpum Lyon í frönsku úrvalsdeildinni sem og hollenska landsliðinu. Hann er einnig tónlistarmaður og gaf út plötuna Heavy Stepper á þessu ári. Hinn 26 ára gamli Memphis nefnir Glazer fjölskylduna í laginu Big Fish eða einfaldlega ´Stór Fiskur´ á okkar ástkæra ylhýra. Fjölskyldan hefur verið mikið gagnrýnd af stuðningsfólki Man United sem og fyrrum leikmönnum,fyrir að hugsa ekki um annað en að fylla eigin vasa. Memphis lék með félaginu frá 2015 til 2017. Var honum spáð frægð og frama en náði aldrei almennilegri fótfestu í enska boltanum. Big Fish, sem er með 22 þúsund spilanir á Spotify, er voða hefðbundið rapplag. Snýst um kvenmenn, peninga og Glazer-fjölskylduna. „Ég er að undirbúa nokkrar yfirlýsingar, ég þarf pening eins og Glazer-fjölskyldan,“ segir í lauslegri þýðingu á texta lagsins. Áhugasamir geta fundiðlagið á Youtube sem og á Spotify þar sem platan er í heild sinni. Memphis hefur átt góðu gengi að fagna með Lyon frá því hann gekk í raðir félagsins haustið 2017. Hann sleit liðbönd í hné í lok síðasta árs en er aftur kominn á fullt og virðist sem Ronald Koeman – landi hans og þjálfari Barcelona – vilji ólmur fá hann í raðir spænska stórveldisins. Þá hefur Memphis leikið 59 leiki fyrir A-landslið Hollands og skorað í þeim 21 mark. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Hollenski landsliðsmaðurinn Memphis Depay lætur það ekki duga að vera einn af máttarstólpum Lyon í frönsku úrvalsdeildinni sem og hollenska landsliðinu. Hann er einnig tónlistarmaður og gaf út plötuna Heavy Stepper á þessu ári. Hinn 26 ára gamli Memphis nefnir Glazer fjölskylduna í laginu Big Fish eða einfaldlega ´Stór Fiskur´ á okkar ástkæra ylhýra. Fjölskyldan hefur verið mikið gagnrýnd af stuðningsfólki Man United sem og fyrrum leikmönnum,fyrir að hugsa ekki um annað en að fylla eigin vasa. Memphis lék með félaginu frá 2015 til 2017. Var honum spáð frægð og frama en náði aldrei almennilegri fótfestu í enska boltanum. Big Fish, sem er með 22 þúsund spilanir á Spotify, er voða hefðbundið rapplag. Snýst um kvenmenn, peninga og Glazer-fjölskylduna. „Ég er að undirbúa nokkrar yfirlýsingar, ég þarf pening eins og Glazer-fjölskyldan,“ segir í lauslegri þýðingu á texta lagsins. Áhugasamir geta fundiðlagið á Youtube sem og á Spotify þar sem platan er í heild sinni. Memphis hefur átt góðu gengi að fagna með Lyon frá því hann gekk í raðir félagsins haustið 2017. Hann sleit liðbönd í hné í lok síðasta árs en er aftur kominn á fullt og virðist sem Ronald Koeman – landi hans og þjálfari Barcelona – vilji ólmur fá hann í raðir spænska stórveldisins. Þá hefur Memphis leikið 59 leiki fyrir A-landslið Hollands og skorað í þeim 21 mark.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira