Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. desember 2020 12:30 Jólaverslunin er hafin og lagði sóttvarnalæknir til við ráðherra í minnisblaði í síðustu viku að rýmkað yrði fyrir starfsemi annarra verslana en matvöru- og lyfjaverslana í tengslum við samkomutakmarkanir. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Svandísi að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum upp úr hádegi. Átján manns greindust með veiruna innanlands í gær og voru sjö þeirra utan sóttkvíar. Óbreyttar samkomutakmarkanir verða í gildi til og með 9. desember í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til hennar um helgina eftir að smitum fór fjölgandi. Þórólfur hafði um miðja síðustu viku skilað öðrum tillögum sem fólu í sér tilslakanir og var Svandís spurð út í það í hverju þær fólust. „Það var lagt til að fjölga upp í 20 manns, það var tiltekin rýmkun á annarri verslun en matvöru- og lyfjaverslunum, það voru rýmkanir tengdar íþróttum og sundlaugum og svo framvegis,“ sagði ráðherra og bætti við að þetta minnisblað Þórólfs yrði að finna í gögnum sem fjölmiðlar fengju í hendur síðar í dag. Ljóst er að fjölmarga landsmenn er farið að lengja eftir því að sundlaugar og líkamsræktarstövðar opni á ný. Aðspurð hvort einhverjar hugmyndir hefðu verið á borðinu með einhverjar tilslakanir í slíkri starfsemi vísaði Svandís í það að ekki væri tilefni til að fara í tilslakanir á meðan faraldurinn væri í vexti. „Við auðvitað höldum áfram að fylgjast með á hverjum degi. Það voru átján í morgun og þar af ellefu í sóttkví þannig að við sjáum að við erum enn að glíma við stök smit út í samfélaginu sem bendir til þess að veiran er enn á ferðinni. Við vitum af okkar reynslu og annarra þjóða að ef við slökum of hratt á þá nær faraldurinn að skella á með ennþá meiri þunga og það viljum við ekki sjá og allra síst á þessum árstíma,“ sagði Svandís. Áframhaldandi takmarkanir gilda aðeins í viku og heyrir það til undantekninga að reglugerð ráðherra í þessum efnum gildi ekki í tvær til þrjár vikur í senn. Svandís sagði að þótt hefði rétt að framlengja reglurnar í þetta stuttan að þessu sinni, ekki síst vegna þess að sé jólamánuðurinn. „Og við myndum gjarnan vilja sjá að við gætum gert einhverjar tilslakanir þannig að við þurfum bara að fylgjast mjög vel með á næstu dögum. Svo er líka til mjög mikils að vinna ef við horfum á möguleika á bóluefni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs þannig að við myndum auðvitað helst vilja að staðan væri þannig að við værum með fulla stjórn á faraldrinum þegar þar að kemur og við hefðum ekki misst fólk í veikindi,“ sagði Svandís. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún sagði samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir. Sagði Katrín að það lægi fyrir að veiran gæti smitast með það miklum hraða að örfá smit á dag gætu orðið að mörgum smitum mjög hratt. Viðtalið við Katrínu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan og viðtalið við Svandísi í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Svandísi að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum upp úr hádegi. Átján manns greindust með veiruna innanlands í gær og voru sjö þeirra utan sóttkvíar. Óbreyttar samkomutakmarkanir verða í gildi til og með 9. desember í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til hennar um helgina eftir að smitum fór fjölgandi. Þórólfur hafði um miðja síðustu viku skilað öðrum tillögum sem fólu í sér tilslakanir og var Svandís spurð út í það í hverju þær fólust. „Það var lagt til að fjölga upp í 20 manns, það var tiltekin rýmkun á annarri verslun en matvöru- og lyfjaverslunum, það voru rýmkanir tengdar íþróttum og sundlaugum og svo framvegis,“ sagði ráðherra og bætti við að þetta minnisblað Þórólfs yrði að finna í gögnum sem fjölmiðlar fengju í hendur síðar í dag. Ljóst er að fjölmarga landsmenn er farið að lengja eftir því að sundlaugar og líkamsræktarstövðar opni á ný. Aðspurð hvort einhverjar hugmyndir hefðu verið á borðinu með einhverjar tilslakanir í slíkri starfsemi vísaði Svandís í það að ekki væri tilefni til að fara í tilslakanir á meðan faraldurinn væri í vexti. „Við auðvitað höldum áfram að fylgjast með á hverjum degi. Það voru átján í morgun og þar af ellefu í sóttkví þannig að við sjáum að við erum enn að glíma við stök smit út í samfélaginu sem bendir til þess að veiran er enn á ferðinni. Við vitum af okkar reynslu og annarra þjóða að ef við slökum of hratt á þá nær faraldurinn að skella á með ennþá meiri þunga og það viljum við ekki sjá og allra síst á þessum árstíma,“ sagði Svandís. Áframhaldandi takmarkanir gilda aðeins í viku og heyrir það til undantekninga að reglugerð ráðherra í þessum efnum gildi ekki í tvær til þrjár vikur í senn. Svandís sagði að þótt hefði rétt að framlengja reglurnar í þetta stuttan að þessu sinni, ekki síst vegna þess að sé jólamánuðurinn. „Og við myndum gjarnan vilja sjá að við gætum gert einhverjar tilslakanir þannig að við þurfum bara að fylgjast mjög vel með á næstu dögum. Svo er líka til mjög mikils að vinna ef við horfum á möguleika á bóluefni á fyrsta ársfjórðungi næsta árs þannig að við myndum auðvitað helst vilja að staðan væri þannig að við værum með fulla stjórn á faraldrinum þegar þar að kemur og við hefðum ekki misst fólk í veikindi,“ sagði Svandís. Einnig var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún sagði samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi sóttvarnaráðstafanir. Sagði Katrín að það lægi fyrir að veiran gæti smitast með það miklum hraða að örfá smit á dag gætu orðið að mörgum smitum mjög hratt. Viðtalið við Katrínu má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan og viðtalið við Svandísi í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira