Aron Þormar hársbreidd frá titlinum: Spilaði tvo leiki með Covid-19 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 09:31 Aron Þormar spilar í fyrstu sjónvarpsútsendingunni í kvöld. KEYNATURA Klukkan 19.15 í kvöld sýnir Stöð 2 E-Sport beint frá úrvalsdeildinni í eFótbolta. Allar líkur eru á því að Aron Þormar Lárusson í Fylki landi titlinum en hann er hársbreidd frá því. Vísir tók stöðuna á Aroni í gærkvöld. „Bara mikil spenna og auðvitað pínu stress líka,“ sagði Aron Þormar aðspurður hvernig sér liði fyrir leiki morgundagsins. Eins og hefur margoft komið fram á Vísi fer úrvalsdeildin í eFótbolta fram þannig að bestu spilarar landsins mætast með lið sín [Ultimate Team] og keppa sín á milli. Keppt var í FIFA20 þangað til FIFA21 kom út og þá var skipt yfir í nýja leikinn. Aron Þormar hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu, hefur hann unnið tíu og gert tvö jafntefli. Hann er því eðlilega nokkuð sáttur með gang mála fram að þessu þó það megi alltaf gera betur. „Tímabilið er búið að ganga mjög vel. Er ósáttur með hvert einasta stig sem ég hef misst á þessu móti hingað til. Markmiðið mitt var að vinna hvern einasta leik á mótinu svo alls ekki framar vonum. Tvö jafntefli eru fjögur töpuð stig.“ „Ég hef ef til vill þroskast aðeins hvað varðar almenna hegðun í beinni útsendingu eftir því sem hefur liðið á tímabilið. Aðrar framfarir koma vegna mikilla æfinga heimafyrir. Það sem stendur svo upp úr á tímabilinu er að ég náði að landa tveimur sigrum í röð þegar ég lá heima veikur með Covid-19,“ sagði Aron varðandi hvort hann hefði þroskast eða bætt sig sem leikmaður á tímabilinu. Aron Þormar fékk nýverið skilaboð þess efnis að hann væri meðal 250 bestu FIFA-spilara í heiminum. Í kjölfarið fór hann í hálfgerða undankeppni þar sem hann var eini Íslendingurinn sem tók þátt þó aðrir hafi verið á biðlista. „Mér gekk samt ekkert rosalega vel og þarf að gera betur næst. Er ekkert á leiðinni erlendi sað keppa eins og staðan er núna en ég reyni aftur við tækifæri.“ Að lokum sagðist Aron Þormar stefna á að bæta sig sem leikmann í FIFA og byggja samfélagsmiðlana sína upp í kringum það. Hann vildi benda fólki á að það er stundum hægt að fylgjast með honum spila á Twitch-síðu sinni og þá er hann nokkuð virkur á Twitter. Úrslitin í úrvalsdeildinni í eFótbolta ráðast í kvöld. Útsending hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 E-Sport og stendur til 21.30. Rafíþróttir Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
„Bara mikil spenna og auðvitað pínu stress líka,“ sagði Aron Þormar aðspurður hvernig sér liði fyrir leiki morgundagsins. Eins og hefur margoft komið fram á Vísi fer úrvalsdeildin í eFótbolta fram þannig að bestu spilarar landsins mætast með lið sín [Ultimate Team] og keppa sín á milli. Keppt var í FIFA20 þangað til FIFA21 kom út og þá var skipt yfir í nýja leikinn. Aron Þormar hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu, hefur hann unnið tíu og gert tvö jafntefli. Hann er því eðlilega nokkuð sáttur með gang mála fram að þessu þó það megi alltaf gera betur. „Tímabilið er búið að ganga mjög vel. Er ósáttur með hvert einasta stig sem ég hef misst á þessu móti hingað til. Markmiðið mitt var að vinna hvern einasta leik á mótinu svo alls ekki framar vonum. Tvö jafntefli eru fjögur töpuð stig.“ „Ég hef ef til vill þroskast aðeins hvað varðar almenna hegðun í beinni útsendingu eftir því sem hefur liðið á tímabilið. Aðrar framfarir koma vegna mikilla æfinga heimafyrir. Það sem stendur svo upp úr á tímabilinu er að ég náði að landa tveimur sigrum í röð þegar ég lá heima veikur með Covid-19,“ sagði Aron varðandi hvort hann hefði þroskast eða bætt sig sem leikmaður á tímabilinu. Aron Þormar fékk nýverið skilaboð þess efnis að hann væri meðal 250 bestu FIFA-spilara í heiminum. Í kjölfarið fór hann í hálfgerða undankeppni þar sem hann var eini Íslendingurinn sem tók þátt þó aðrir hafi verið á biðlista. „Mér gekk samt ekkert rosalega vel og þarf að gera betur næst. Er ekkert á leiðinni erlendi sað keppa eins og staðan er núna en ég reyni aftur við tækifæri.“ Að lokum sagðist Aron Þormar stefna á að bæta sig sem leikmann í FIFA og byggja samfélagsmiðlana sína upp í kringum það. Hann vildi benda fólki á að það er stundum hægt að fylgjast með honum spila á Twitch-síðu sinni og þá er hann nokkuð virkur á Twitter. Úrslitin í úrvalsdeildinni í eFótbolta ráðast í kvöld. Útsending hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 E-Sport og stendur til 21.30.
Rafíþróttir Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira