Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2020 14:01 Færsla Birkis Vagns til vinstri þar sem hann vísar í frasa úr kvikmyndinni Fight Club. Fólkið hægra megin á myndinni tengist fréttinni ekki. Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. Birkir Vagn Ómarsson, íþróttafræðingur og einkaþjálfari, hefur haldið úti tímum í líkamsrækt utandyra og í bílakjallara í Höfðatorgi í Reykjavík á meðan bann hefur legið við íþróttastarfi fullorðinna vegna kórónuveirufaraldursins í nóvember. Líkamsræktarstöðvum hefur meðal annars verið gert að loka vegna aðgerðanna til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í skilaboðum sem Birkir Vagn birti í Facebook-hópi á mánudagsmorgun og Vísir hefur séð skjáskot af boðaði hann þjálfun fyrir „litla hópa“ innandyra í desember þar sem erfitt sé orðið að æfa utandyra og ekki sé „sérstaklega vinsælt“ að hópurinn æfi í bílakjallaranum. „Ég er búinn að leigja sal og ég er með þann búnað sem við þurfum. Hægt er að fara í sturtu og við verðum með tónlist á æfingum,“ skrifaði Birkir Vagn í Facebook-hópinn MGT. Til að „vera ekki að brjóta reglur“ yrðu fjöldatakmarkanir í takti við gildandi sóttvarnareglur. „Tveggja metra reglan verður tekin alvarlega og einstaklingsbundnar sóttvarnir lykilatriði.“ Í annarri færslu birti Birkir Vagn mynd með þekktum frasa á ensku úr kvikmyndinni „Bardagaklúbbnum“ [e. Fight Club]: „Fyrsta regla bardagaklúbbsins er að þú talar ekki um bardagaklúbbinn“. Búið er að strika yfir orðið „bardagaklúbbur“ á myndinni en Birkir Vagn skrifar „Desember verður skemmtilegur!“ með henni. Mynd sem Birkir Vagn birti í Facebook-hópnum MGT á dögunum.Skjáskot Talið brot á íþróttabanni Líkamsræktarstöðvum var lokað eftir að sóttvarnareglur voru hertar 5. október. Slakað var á því banni tímabundið 20. október en banni var fljótlega komið á aftur þegar vöxtur færðist í faraldurinn. Þrátt fyrir að ekki væri kveðið á um það í reglugerðinni í fyrstu viku október þá mæltist sóttvarnalæknir til þess að hlé yrði gert á íþróttastarfi. Íþróttaiðkun var bönnuð að hluta á höfuðborgarsvæðinu 6. október Bann við íþróttastarfi var fyrst lagt á með hertum reglum 31. október. Þá voru íþróttir, þar með talið æfingar og keppnir, barna og fullorðinna hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar formlega bannaðar. Einstaklingsbundnar æfingar án snertingar, eins og útihlaup, voru þó leyfðar. Núgildandi reglur sem banna íþróttir fullorðinna voru settar 18. nóvember og var framlengt til 9. desember í gær. Þær gilda um íþróttastarf innan og utan vébanda Íþróttasambands Íslands. Líkamsræktarstöðvar og sundstaðir þurfa áfram að vera lokaðir vegna samkomutakmarkananna. „Íþróttir einstaklinga fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar“ segir á upplýsingasíðu almannavarna og landlæknis. Einstaklingsbundnar æfingar fullorðinna fæddra 2004 og fyrr án snertingar eru áfram heimilar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis sagði Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, að tímarnir sem Birkir Vagn býður upp á virtust vera brot á 5. grein reglugerðar um samkomutakmarkanir um bann við íþróttum fullorðinna sama hversu margir mættu í þá. Skjáskot af hluta færslu Birkis Vagns í Facebook-hópnum MGT mánudaginn 30. nóvember.Skjáskot Telur ekkert banna að fólk hittist og æfi Í samtali við Vísi í gær sagði Birkir Vagn fyrst að æfingarnar færu fram í opnum bílakjallara hótels sem hann vildi ekki nefna opinberlega. Síðar sagðist hann einnig hafa sal til umráða. Það færi eftir hversu margir mættu í tímana hvort þeir færu fram í salnum eða bílakjallaranum. Í gærmorgun hefðu til dæmis aðeins á bilinu tveir til fjórir mætt. „Við erum með sal sem við getum verið í líka en það eru bara ekkert margir. Við erum bara að hittast og æfa. Það er ekki neitt sem bannar það held ég,“ sagði Birkir Vagn. Þá sagði hann í fyrstu að ekki væru nein tæki eða tól í tímunum heldur hlypi fólk, gerði armbeygjur eða gerði æfingar þar sem notast væri við líkamsþyngd. Einhverjir kæmu með eigin ketilbjöllur að heima sem það vildu. Síðar sagði Birkir Vagn að í tímunum væru þau tæki og tól sem „þarf“. „Við erum ekki með neina líkamsræktarstöð. Hún er náttúrulega lokuð,“ sagði hann. Þátttakendur greiða fyrir tímana, bæði þeir sem mæta á staðinn og þeir sem fá æfingar sendar til að gera heima hjá sér. Birkir Vagn sagðist sjálfur æfa með hópnum. „Redding“ til að halda í hópinn Lögregla hafði samband við Birki Vagn vegna tímanna en hann segir að hún hafi ekki bannað sér beinlínis að halda áfram með þá. „Ég spurði hana bara hvort hún væri að banna mér að gera þetta. Hún sagði „nei“, það væri bara ekki ætlast til að fólk væri að hittast,“ segir hann. Þau tilmæli segist Birkir Vagn ekki hafa tekið til skoðunar þar sem lögreglan hafi ekki bannað honum neitt. Hann vísar til þess að fólk sé alls staðar úti að æfa. Einnig vill hann gera greinarmun á „íþróttum“ annars vegar og „hreyfingu“ hins vegar. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir ekki í anda reglna að hóa saman fólki í líkamsrækt.Vísir/Vilhelm „Ég hugsaði bara að við værum ekki í neinni íþróttastarfsemi. Við erum bara að hreyfa okkur. Ég hélt að það væru bara allir ánægðir ef fólk væri að hreyfa sig. Íþróttir eru íþróttir og hreyfing er hreyfing. Það er ákveðin skilgreining á íþróttum sem er hægt að fletta upp. Íþróttir þurfa að vera innan ÍSÍ með sérsamband á bak við sig svo það sé flokkað sem íþrótt. Fólk er að hreyfa sig út um allan bæ,“ segir hann. „Ég leit bara þannig á að auðvitað er verið að kippa undan manni vinnunni og annað þannig að þetta var bara redding í því að halda í hópinn. Fólkið sem ég er að þjálfa er hvort eð er að æfa saman. Það hittist hvort sem ég segi því að hittast eða ekki,“ segir Birkir Vagn. Ekki í anda reglnanna Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að með núgildandi takmörkunum á samkomum sé ætlað að stöðva smitkeðju í samfélaginu. Því telji hann það ekki í anda þeirra reglna að hóa saman fólki í líkamsrækt þar sem sömu áhöld eru notuð. Hans skilningur sé að tímar sem þessir séu óheimilir. Það er í höndum lögreglu á hverjum stað að fylgja eftir reglunum og ábendingum sem berast um möguleg brot á þeim. Lögregla fari þá annað hvort á staðinn eða hafi samband við þá sem eiga hlut á máli til að komast til botns í því. Skjáskot af hluta færslu Birkis Vagns í Facebook-hópnum MGT þar sem hann hætti við að bjóða upp á innitíma þriðjudaginn 1. desember.Skjáskot „Hefur gaman af því að klaga aðra“ Eftir að Vísir hafði samband við Birki Vagn um tímana sem hann selur birti hann nýja færslu í MGT-hópnum þar sem hann segist hættur við að færa þá inn í sal í desember. „Ég ætla því að stoppa þessa þjálfun í desember og skipta aftur í útiæfingar,“ skrifar hann. Í svari aðstoðarmanns landlæknis til Vísis kom fram að jafnt skipulagðar inni- sem útiæfingar væru óheimilar samkvæmt sóttvarnareglunum sem eru í gildi. Birkir Vagn viðurkennir í færslunni að hafa vitað að eitthvað af æfingunum væri á „gráu svæði“. Hann hafi reiknað með að þeir sem treystu sér til að mæta gerðu það en aðrir sætu heima. „En það er aðili inni á þessari grúbbu sem hefur gaman af því að klaga aðra. Ég veit hver þessi aðili er og ég væri alveg til í að heyra í viðkomandi svo það verði ekki vandræðalegt þegar WC opnar,“ skrifar Birkir Vagn. WC er skammstöfun fyrir líkamsræktarstöðina World Class. MGT er þjálfun sem Birkir Vagn hefur sinnt í World Class, sem nú er lokuð vegna samkomubannsins, undanfarin ár. Í viðtali við Fréttablaðið árið 2018 kom fram að MGT væri ein vinsælasta þjálfunin í stöðinni um þær mundir og sagði Birkir Vagn þá að um hundrað manns væru á biðlista. „Það er mikið um keyrslu á þessum æfingum. Stutt hlaup, æfingar með eigin líkamsþyngd, þungar en einfaldar lyftingar gera það að verkum að hver og einn fær hámarks nýtingu á þessum klukkutíma sem æfingin tekur. Auðvitað er ástæðan fyrir að fólk stundar líkamsrækt mismunandi en þarna er viðkomandi að fá alhliða þjálfun,“ segir hann við Fréttablaðið. Í samtalinu við Vísi nú sagði Birkir Vagn að MGT-tímarnir sem hann hefur haldið úti í samkomubanninu væru ekki á vegum World Class. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Birkir Vagn Ómarsson, íþróttafræðingur og einkaþjálfari, hefur haldið úti tímum í líkamsrækt utandyra og í bílakjallara í Höfðatorgi í Reykjavík á meðan bann hefur legið við íþróttastarfi fullorðinna vegna kórónuveirufaraldursins í nóvember. Líkamsræktarstöðvum hefur meðal annars verið gert að loka vegna aðgerðanna til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í skilaboðum sem Birkir Vagn birti í Facebook-hópi á mánudagsmorgun og Vísir hefur séð skjáskot af boðaði hann þjálfun fyrir „litla hópa“ innandyra í desember þar sem erfitt sé orðið að æfa utandyra og ekki sé „sérstaklega vinsælt“ að hópurinn æfi í bílakjallaranum. „Ég er búinn að leigja sal og ég er með þann búnað sem við þurfum. Hægt er að fara í sturtu og við verðum með tónlist á æfingum,“ skrifaði Birkir Vagn í Facebook-hópinn MGT. Til að „vera ekki að brjóta reglur“ yrðu fjöldatakmarkanir í takti við gildandi sóttvarnareglur. „Tveggja metra reglan verður tekin alvarlega og einstaklingsbundnar sóttvarnir lykilatriði.“ Í annarri færslu birti Birkir Vagn mynd með þekktum frasa á ensku úr kvikmyndinni „Bardagaklúbbnum“ [e. Fight Club]: „Fyrsta regla bardagaklúbbsins er að þú talar ekki um bardagaklúbbinn“. Búið er að strika yfir orðið „bardagaklúbbur“ á myndinni en Birkir Vagn skrifar „Desember verður skemmtilegur!“ með henni. Mynd sem Birkir Vagn birti í Facebook-hópnum MGT á dögunum.Skjáskot Talið brot á íþróttabanni Líkamsræktarstöðvum var lokað eftir að sóttvarnareglur voru hertar 5. október. Slakað var á því banni tímabundið 20. október en banni var fljótlega komið á aftur þegar vöxtur færðist í faraldurinn. Þrátt fyrir að ekki væri kveðið á um það í reglugerðinni í fyrstu viku október þá mæltist sóttvarnalæknir til þess að hlé yrði gert á íþróttastarfi. Íþróttaiðkun var bönnuð að hluta á höfuðborgarsvæðinu 6. október Bann við íþróttastarfi var fyrst lagt á með hertum reglum 31. október. Þá voru íþróttir, þar með talið æfingar og keppnir, barna og fullorðinna hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar formlega bannaðar. Einstaklingsbundnar æfingar án snertingar, eins og útihlaup, voru þó leyfðar. Núgildandi reglur sem banna íþróttir fullorðinna voru settar 18. nóvember og var framlengt til 9. desember í gær. Þær gilda um íþróttastarf innan og utan vébanda Íþróttasambands Íslands. Líkamsræktarstöðvar og sundstaðir þurfa áfram að vera lokaðir vegna samkomutakmarkananna. „Íþróttir einstaklinga fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar“ segir á upplýsingasíðu almannavarna og landlæknis. Einstaklingsbundnar æfingar fullorðinna fæddra 2004 og fyrr án snertingar eru áfram heimilar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis sagði Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, að tímarnir sem Birkir Vagn býður upp á virtust vera brot á 5. grein reglugerðar um samkomutakmarkanir um bann við íþróttum fullorðinna sama hversu margir mættu í þá. Skjáskot af hluta færslu Birkis Vagns í Facebook-hópnum MGT mánudaginn 30. nóvember.Skjáskot Telur ekkert banna að fólk hittist og æfi Í samtali við Vísi í gær sagði Birkir Vagn fyrst að æfingarnar færu fram í opnum bílakjallara hótels sem hann vildi ekki nefna opinberlega. Síðar sagðist hann einnig hafa sal til umráða. Það færi eftir hversu margir mættu í tímana hvort þeir færu fram í salnum eða bílakjallaranum. Í gærmorgun hefðu til dæmis aðeins á bilinu tveir til fjórir mætt. „Við erum með sal sem við getum verið í líka en það eru bara ekkert margir. Við erum bara að hittast og æfa. Það er ekki neitt sem bannar það held ég,“ sagði Birkir Vagn. Þá sagði hann í fyrstu að ekki væru nein tæki eða tól í tímunum heldur hlypi fólk, gerði armbeygjur eða gerði æfingar þar sem notast væri við líkamsþyngd. Einhverjir kæmu með eigin ketilbjöllur að heima sem það vildu. Síðar sagði Birkir Vagn að í tímunum væru þau tæki og tól sem „þarf“. „Við erum ekki með neina líkamsræktarstöð. Hún er náttúrulega lokuð,“ sagði hann. Þátttakendur greiða fyrir tímana, bæði þeir sem mæta á staðinn og þeir sem fá æfingar sendar til að gera heima hjá sér. Birkir Vagn sagðist sjálfur æfa með hópnum. „Redding“ til að halda í hópinn Lögregla hafði samband við Birki Vagn vegna tímanna en hann segir að hún hafi ekki bannað sér beinlínis að halda áfram með þá. „Ég spurði hana bara hvort hún væri að banna mér að gera þetta. Hún sagði „nei“, það væri bara ekki ætlast til að fólk væri að hittast,“ segir hann. Þau tilmæli segist Birkir Vagn ekki hafa tekið til skoðunar þar sem lögreglan hafi ekki bannað honum neitt. Hann vísar til þess að fólk sé alls staðar úti að æfa. Einnig vill hann gera greinarmun á „íþróttum“ annars vegar og „hreyfingu“ hins vegar. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir ekki í anda reglna að hóa saman fólki í líkamsrækt.Vísir/Vilhelm „Ég hugsaði bara að við værum ekki í neinni íþróttastarfsemi. Við erum bara að hreyfa okkur. Ég hélt að það væru bara allir ánægðir ef fólk væri að hreyfa sig. Íþróttir eru íþróttir og hreyfing er hreyfing. Það er ákveðin skilgreining á íþróttum sem er hægt að fletta upp. Íþróttir þurfa að vera innan ÍSÍ með sérsamband á bak við sig svo það sé flokkað sem íþrótt. Fólk er að hreyfa sig út um allan bæ,“ segir hann. „Ég leit bara þannig á að auðvitað er verið að kippa undan manni vinnunni og annað þannig að þetta var bara redding í því að halda í hópinn. Fólkið sem ég er að þjálfa er hvort eð er að æfa saman. Það hittist hvort sem ég segi því að hittast eða ekki,“ segir Birkir Vagn. Ekki í anda reglnanna Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að með núgildandi takmörkunum á samkomum sé ætlað að stöðva smitkeðju í samfélaginu. Því telji hann það ekki í anda þeirra reglna að hóa saman fólki í líkamsrækt þar sem sömu áhöld eru notuð. Hans skilningur sé að tímar sem þessir séu óheimilir. Það er í höndum lögreglu á hverjum stað að fylgja eftir reglunum og ábendingum sem berast um möguleg brot á þeim. Lögregla fari þá annað hvort á staðinn eða hafi samband við þá sem eiga hlut á máli til að komast til botns í því. Skjáskot af hluta færslu Birkis Vagns í Facebook-hópnum MGT þar sem hann hætti við að bjóða upp á innitíma þriðjudaginn 1. desember.Skjáskot „Hefur gaman af því að klaga aðra“ Eftir að Vísir hafði samband við Birki Vagn um tímana sem hann selur birti hann nýja færslu í MGT-hópnum þar sem hann segist hættur við að færa þá inn í sal í desember. „Ég ætla því að stoppa þessa þjálfun í desember og skipta aftur í útiæfingar,“ skrifar hann. Í svari aðstoðarmanns landlæknis til Vísis kom fram að jafnt skipulagðar inni- sem útiæfingar væru óheimilar samkvæmt sóttvarnareglunum sem eru í gildi. Birkir Vagn viðurkennir í færslunni að hafa vitað að eitthvað af æfingunum væri á „gráu svæði“. Hann hafi reiknað með að þeir sem treystu sér til að mæta gerðu það en aðrir sætu heima. „En það er aðili inni á þessari grúbbu sem hefur gaman af því að klaga aðra. Ég veit hver þessi aðili er og ég væri alveg til í að heyra í viðkomandi svo það verði ekki vandræðalegt þegar WC opnar,“ skrifar Birkir Vagn. WC er skammstöfun fyrir líkamsræktarstöðina World Class. MGT er þjálfun sem Birkir Vagn hefur sinnt í World Class, sem nú er lokuð vegna samkomubannsins, undanfarin ár. Í viðtali við Fréttablaðið árið 2018 kom fram að MGT væri ein vinsælasta þjálfunin í stöðinni um þær mundir og sagði Birkir Vagn þá að um hundrað manns væru á biðlista. „Það er mikið um keyrslu á þessum æfingum. Stutt hlaup, æfingar með eigin líkamsþyngd, þungar en einfaldar lyftingar gera það að verkum að hver og einn fær hámarks nýtingu á þessum klukkutíma sem æfingin tekur. Auðvitað er ástæðan fyrir að fólk stundar líkamsrækt mismunandi en þarna er viðkomandi að fá alhliða þjálfun,“ segir hann við Fréttablaðið. Í samtalinu við Vísi nú sagði Birkir Vagn að MGT-tímarnir sem hann hefur haldið úti í samkomubanninu væru ekki á vegum World Class.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira