Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2020 19:19 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. Sextán greindust með kórónuveiruna í gær og voru fimm þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir bylgjuna í línulegum vexti en vonar að hún fari að síga niður og bendir á að þeir sem eru að greinast núna hafi smitast fyrir um viku. „Við erum alltaf viku á eftir og við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða núna á næstunni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í dag. Bretar hafa nú fyrstir þjóða veitt bráðabirgðaleyfi fyrir dreifingu á bóluefni Pfizer-BioNTech. Þar á fyrst að bólusetja íbúa á dvalarheimilum aldraðra og starfsmenn. Sem er ólíkt fyrirkomulaginu á Íslandi en samkvæmt reglugerð er heilbrigðisstarfsfólk fremst í röðinni. Íslensk stjórnvöld bíða nú markaðsleyfis Lyfjastofnunar Evrópu en fyrirtækin Pfizer og Moderna hafa sótt um markaðsleyfi. Ísland ekki stór markaður Forstjóri Lyfjastofnunar segir bóluefni Pfizer í sérfræðingamati og að því verði skilað í síðasta lagi 29. desember, og síðan Moderna í byrjun janúar. Eftir það eigi leyfisferlið að ganga mjög hratt fyrir sig og bólusetning gæti þá hafist fljótlega. „Það er mjög raunhæft að það verði í janúar. En það er ekki auðvelt um það að segja. Við komum ekki að innkaupum að bóluefninu eða flutningnum til landsins,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Nú er verið að skipuleggja dreifingu bóluefnisins. „Þetta er vandmeðfarið, sérstaklega Pfizer-bóluefnið. Þetta er nú ekki stór markaður á Íslandi og það er gert ráð fyrir að þau komi í einu lagi. Það einfaldar í rauninni margt og sérstaklega þegar flutningur er með þessum hætti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28 Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref. 2. desember 2020 07:22 Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Sextán greindust með kórónuveiruna í gær og voru fimm þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir bylgjuna í línulegum vexti en vonar að hún fari að síga niður og bendir á að þeir sem eru að greinast núna hafi smitast fyrir um viku. „Við erum alltaf viku á eftir og við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða núna á næstunni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í dag. Bretar hafa nú fyrstir þjóða veitt bráðabirgðaleyfi fyrir dreifingu á bóluefni Pfizer-BioNTech. Þar á fyrst að bólusetja íbúa á dvalarheimilum aldraðra og starfsmenn. Sem er ólíkt fyrirkomulaginu á Íslandi en samkvæmt reglugerð er heilbrigðisstarfsfólk fremst í röðinni. Íslensk stjórnvöld bíða nú markaðsleyfis Lyfjastofnunar Evrópu en fyrirtækin Pfizer og Moderna hafa sótt um markaðsleyfi. Ísland ekki stór markaður Forstjóri Lyfjastofnunar segir bóluefni Pfizer í sérfræðingamati og að því verði skilað í síðasta lagi 29. desember, og síðan Moderna í byrjun janúar. Eftir það eigi leyfisferlið að ganga mjög hratt fyrir sig og bólusetning gæti þá hafist fljótlega. „Það er mjög raunhæft að það verði í janúar. En það er ekki auðvelt um það að segja. Við komum ekki að innkaupum að bóluefninu eða flutningnum til landsins,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Nú er verið að skipuleggja dreifingu bóluefnisins. „Þetta er vandmeðfarið, sérstaklega Pfizer-bóluefnið. Þetta er nú ekki stór markaður á Íslandi og það er gert ráð fyrir að þau komi í einu lagi. Það einfaldar í rauninni margt og sérstaklega þegar flutningur er með þessum hætti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28 Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref. 2. desember 2020 07:22 Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28
Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref. 2. desember 2020 07:22
Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. 2. desember 2020 07:01