Ingibjörg tilnefnd sem leikmaður ársins í Noregi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 11:31 Ingibjörg hefur verið frábær á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Annika Byrde/NTB scanpix Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins og Vålerenga, hefur verið tilnefnd sem leikmaður ársins í Noregi. Hin 23 ára gamla Ingibjörg hefur komið eins og stormsveipur inn í norska boltann en hún samdi við Vålerenga fyrir yfirstandandi tímabil. Hún hefur átt frábært tímabil með liðinu sem trónir á toppi deildarinnar þegar lokaumferð deildarinnar er eftir. Vålerenga mætir Arna-Bjørnar í lokaleik norsku úrvalsdeildarinnar og sigur þar tryggir liðinu norska meistaratitilinn nema Rosenborg vinni stórisgur á Klepp en bæði lið eru með 35 stig eftir 17 leiki. Vålerenga er með fjögur mörk á Rosenborg þegar kemur að markatölu og því ætti sigur einfaldlega að duga liðinu til sigurs í deildinni. Fjögurra manan dómnefnd hefur nú tilnefnt þrjá bestu leikmenn deildarinnar. Ásamt Ingibjörgu eru þær Julie Blakstad og Cesilie Andreassen frá Rosenborg tilnefndar. „Vålerenga er að eiga sitt besta tímabil frá upphafi og hefur varnarleikur liðsins verið þeirra helsti styrkur. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk í Toppserien [norsku úrvalsdeilinni] og er það Íslendingurinn sem stýrir varnarleiknum eins og herforingi. Hún er augljós kostur í byrjunarlið Jack Majgaard Jensen, þjálfara liðsins, og er nánast ómögulegt að komast fram hjá henni. Þá hefur hún þess að auki skorað sex mörk fyrir félagið,“ segir í umsögn Ingibjargar. Dattera til Sigurd er nominert som årets spiller!https://t.co/9J7BvX2LJb— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 3, 2020 Vålerenga hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í leikjunum 17 til þessa. Á Ingibjörg stóran þátt í því. Ingibjörg skorar reglulega og þá oftast mikilvæg mörk. Þar á meðal sigurmark í uppbótartíma gegn Røa, mark sem gæti reynst gulls ígildi þegar stigin verða talin að móti loknu. Einnig skoraði Ingibjörg í 2-1 sigri á Avaldsnes fyrr á þessari leiktíð. Gæti það farið svo að Ingibjörg verði tvöfaldur meistari á sínu fyrsta ári í Noregi en ásamt því að vera einum leik frá norska meistaratitlinum þá er félagið einnig aðeins einum leik frá sigri í bikarkeppninni. Þar bíður Lillestrøm en úrslitaleikurinn fer fram 13. desember. Það verður nóg að gera hjá Ingibjörgu og stöllum hennar í næstu viku en liðið mætir einnig Bröndby frá Danmörku í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fara þeir leikir fram 10. og 16. desember. Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Hin 23 ára gamla Ingibjörg hefur komið eins og stormsveipur inn í norska boltann en hún samdi við Vålerenga fyrir yfirstandandi tímabil. Hún hefur átt frábært tímabil með liðinu sem trónir á toppi deildarinnar þegar lokaumferð deildarinnar er eftir. Vålerenga mætir Arna-Bjørnar í lokaleik norsku úrvalsdeildarinnar og sigur þar tryggir liðinu norska meistaratitilinn nema Rosenborg vinni stórisgur á Klepp en bæði lið eru með 35 stig eftir 17 leiki. Vålerenga er með fjögur mörk á Rosenborg þegar kemur að markatölu og því ætti sigur einfaldlega að duga liðinu til sigurs í deildinni. Fjögurra manan dómnefnd hefur nú tilnefnt þrjá bestu leikmenn deildarinnar. Ásamt Ingibjörgu eru þær Julie Blakstad og Cesilie Andreassen frá Rosenborg tilnefndar. „Vålerenga er að eiga sitt besta tímabil frá upphafi og hefur varnarleikur liðsins verið þeirra helsti styrkur. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk í Toppserien [norsku úrvalsdeilinni] og er það Íslendingurinn sem stýrir varnarleiknum eins og herforingi. Hún er augljós kostur í byrjunarlið Jack Majgaard Jensen, þjálfara liðsins, og er nánast ómögulegt að komast fram hjá henni. Þá hefur hún þess að auki skorað sex mörk fyrir félagið,“ segir í umsögn Ingibjargar. Dattera til Sigurd er nominert som årets spiller!https://t.co/9J7BvX2LJb— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 3, 2020 Vålerenga hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í leikjunum 17 til þessa. Á Ingibjörg stóran þátt í því. Ingibjörg skorar reglulega og þá oftast mikilvæg mörk. Þar á meðal sigurmark í uppbótartíma gegn Røa, mark sem gæti reynst gulls ígildi þegar stigin verða talin að móti loknu. Einnig skoraði Ingibjörg í 2-1 sigri á Avaldsnes fyrr á þessari leiktíð. Gæti það farið svo að Ingibjörg verði tvöfaldur meistari á sínu fyrsta ári í Noregi en ásamt því að vera einum leik frá norska meistaratitlinum þá er félagið einnig aðeins einum leik frá sigri í bikarkeppninni. Þar bíður Lillestrøm en úrslitaleikurinn fer fram 13. desember. Það verður nóg að gera hjá Ingibjörgu og stöllum hennar í næstu viku en liðið mætir einnig Bröndby frá Danmörku í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fara þeir leikir fram 10. og 16. desember.
Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira