Sóttvarnaaðgerðir séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn en aðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 12:23 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra. Töluvert mikillar óánægju hefur gætt á meðal íþróttafólks undanfarið vegna þess að æfingar og keppnir fullorðinna eru með öllu bannaðar. Hefur til dæmis verið bent á það að íþróttir séu stundaðar í löndunum í kringum okkur og þá hefur frjálsíþróttafólk bent á að auðvelta sé að viðhafa ítrustu sóttvarnaráðstafanir í einstaklingsíþróttum. Þórólfur svaraði þessari gagnrýni á fundinum í dag. „Því er til að svara að þær aðgerðir sem hafa verið hér í gangi undanfarið eru íþyngjandi fyrir nánast alla íbúa þessa lands. Þær hafa verið mjög íþyngjandi fyrir skólakerfið, aðila sem hafa atvinnu sína af ferðamennsku, alla listamenn landsins, einstaklinga í einyrkjastarfsemi, krár og skemmtistaði, verslanir, veitingastaði, sund- og líkamsræktarstaði og svo mætti lengi telja. Það er því ekki hægt að segja að aðgerðirnar hafi verið eitthvað sérstaklega meira íþyngjandi fyrir íþróttastarfsemi heldur en ofangreinda starfsemi og ég held að það sé hollt að hafa það í huga. Hins vegar hef ég fullan skilning á óþreyju íþróttamanna að hefja aftur æfingar og keppni og vonandi getur það gerst í náinni framtíð,“ sagði Þórólfur. Þá bætti hann við að það væri líka gott að hafa í huga að allar þessar íþyngjandi aðgerðir hefðu skilað því að tekist hefði að halda faraldrinum niðri. „Og erum núna með lægstu tíðni Covid-19 í Evrópu. En eins og áður hefur komið fram er alltaf verið að skoða hvort hægt sé að aflétta aðgerðum en vissulega eru skoðanir á því mismunandi en við munum reyna að feta þetta einstigi eins vel og við getum, að halda faraldrinum niðri og hafa eins lítið íþyngjandi aðgerðir í gangi eins og mögulegt er,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Töluvert mikillar óánægju hefur gætt á meðal íþróttafólks undanfarið vegna þess að æfingar og keppnir fullorðinna eru með öllu bannaðar. Hefur til dæmis verið bent á það að íþróttir séu stundaðar í löndunum í kringum okkur og þá hefur frjálsíþróttafólk bent á að auðvelta sé að viðhafa ítrustu sóttvarnaráðstafanir í einstaklingsíþróttum. Þórólfur svaraði þessari gagnrýni á fundinum í dag. „Því er til að svara að þær aðgerðir sem hafa verið hér í gangi undanfarið eru íþyngjandi fyrir nánast alla íbúa þessa lands. Þær hafa verið mjög íþyngjandi fyrir skólakerfið, aðila sem hafa atvinnu sína af ferðamennsku, alla listamenn landsins, einstaklinga í einyrkjastarfsemi, krár og skemmtistaði, verslanir, veitingastaði, sund- og líkamsræktarstaði og svo mætti lengi telja. Það er því ekki hægt að segja að aðgerðirnar hafi verið eitthvað sérstaklega meira íþyngjandi fyrir íþróttastarfsemi heldur en ofangreinda starfsemi og ég held að það sé hollt að hafa það í huga. Hins vegar hef ég fullan skilning á óþreyju íþróttamanna að hefja aftur æfingar og keppni og vonandi getur það gerst í náinni framtíð,“ sagði Þórólfur. Þá bætti hann við að það væri líka gott að hafa í huga að allar þessar íþyngjandi aðgerðir hefðu skilað því að tekist hefði að halda faraldrinum niðri. „Og erum núna með lægstu tíðni Covid-19 í Evrópu. En eins og áður hefur komið fram er alltaf verið að skoða hvort hægt sé að aflétta aðgerðum en vissulega eru skoðanir á því mismunandi en við munum reyna að feta þetta einstigi eins vel og við getum, að halda faraldrinum niðri og hafa eins lítið íþyngjandi aðgerðir í gangi eins og mögulegt er,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira