Frumherjinn Frappart sem heldur áfram að mölva glerþakið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2020 09:01 Stephanie Frappart er sannkallaður brautryðjandi. getty/Nicolò Campo Stéphanie Frappart braut blað í fótboltasögunni í fyrradag þegar hún varð fyrsta konan til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki. Þetta er þó langt því frá fyrsti stóri áfanginn sem hún nær á sínum dómaraferli. Frappart dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær. Ítalíumeistararnir unnu þægilegan 3-0 sigur og Frappart fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum. You just love to see it Stephanie Frappart becomes the first woman to referee a men's @ChampionsLeague match Way to blaze a trail, Stephanie pic.twitter.com/j20ywQi4Z1— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 2, 2020 Eins og áður sagði er þetta ekki fyrsta glerþakið sem Frappart brýtur á sínum dómaraferli. Hún varð t.a.m. fyrsta konan til að dæma í B-deild karla í Frakklandi en hún hefur dæmt þar síðan 2014. Árið 2019 var síðan risastórt á ferli Frappart. Hún varð fyrsta konan til að dæma í frönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki þegar hún dæmdi leik Amiens og Strasbourg 28. apríl. Hún hefur dæmt nokkra leiki í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og á sunnudaginn verður hún dómari í leik Reims og Nice. Frappart og dómarakvinvettinn stillir sér upp eftir úrslitaleik HM 2019.getty/Elsa Frappart dæmdi úrslitaleik HM kvenna í Frakklandi í fyrra þar sem Bandaríkin unnu Holland, 2-0. Alls dæmdi hún fjóra leiki á heimsmeistaramótinu. Frappart dæmdi einnig á HM 2015, Ólympíuleikunum 2016 og á EM 2017. Þann 14. ágúst 2019 dæmdi Frappart leikinn um Ofurbikar Evrópu þar sem Liverpool og Chelsea áttust við. Hún varð þar með fyrsta konan til dæma úrslitaleik í Evrópukeppni karla. Liverpool vann leikinn í vítaspyrnukeppni. Frappart lyftir gula spjaldinu í leiknum um Ofurbikar Evrópu í fyrra.getty/Chris Brunskill Frappart dæmdi sinn fyrsta leik í Evrópudeild karla í október þegar Leicester City tók á móti Zorya Luhansk. Frappart er reyndar ekki fyrsta konan sem dæmir í Evrópudeild/Evrópukeppni félagsliða karla. Það met á hin svissneska Nicole Petignat en hún dæmdi nokkra leiki í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á árunum 2004-09. Petignat var lengi dómari í efstu deild í Austurríki og Sviss og dæmdi m.a. úrslitaleik svissnesku bikarkeppninnar 2007. Klesst'ann! Frappart og Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, eftir leikinn í Tórínó í fyrradag.getty/Jonathan Moscrop Frappart fékk svo sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeild karla í fyrradag þegar hún dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev eins og fyrr sagði. Frappart, sem er 36 ára, hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2009. Þess má geta að hún dæmdi leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM í október. Svíar unnu þá 2-0 sigur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. 3. desember 2020 07:31 Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30 Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45 Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. 13. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Frappart dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær. Ítalíumeistararnir unnu þægilegan 3-0 sigur og Frappart fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum. You just love to see it Stephanie Frappart becomes the first woman to referee a men's @ChampionsLeague match Way to blaze a trail, Stephanie pic.twitter.com/j20ywQi4Z1— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 2, 2020 Eins og áður sagði er þetta ekki fyrsta glerþakið sem Frappart brýtur á sínum dómaraferli. Hún varð t.a.m. fyrsta konan til að dæma í B-deild karla í Frakklandi en hún hefur dæmt þar síðan 2014. Árið 2019 var síðan risastórt á ferli Frappart. Hún varð fyrsta konan til að dæma í frönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki þegar hún dæmdi leik Amiens og Strasbourg 28. apríl. Hún hefur dæmt nokkra leiki í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og á sunnudaginn verður hún dómari í leik Reims og Nice. Frappart og dómarakvinvettinn stillir sér upp eftir úrslitaleik HM 2019.getty/Elsa Frappart dæmdi úrslitaleik HM kvenna í Frakklandi í fyrra þar sem Bandaríkin unnu Holland, 2-0. Alls dæmdi hún fjóra leiki á heimsmeistaramótinu. Frappart dæmdi einnig á HM 2015, Ólympíuleikunum 2016 og á EM 2017. Þann 14. ágúst 2019 dæmdi Frappart leikinn um Ofurbikar Evrópu þar sem Liverpool og Chelsea áttust við. Hún varð þar með fyrsta konan til dæma úrslitaleik í Evrópukeppni karla. Liverpool vann leikinn í vítaspyrnukeppni. Frappart lyftir gula spjaldinu í leiknum um Ofurbikar Evrópu í fyrra.getty/Chris Brunskill Frappart dæmdi sinn fyrsta leik í Evrópudeild karla í október þegar Leicester City tók á móti Zorya Luhansk. Frappart er reyndar ekki fyrsta konan sem dæmir í Evrópudeild/Evrópukeppni félagsliða karla. Það met á hin svissneska Nicole Petignat en hún dæmdi nokkra leiki í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á árunum 2004-09. Petignat var lengi dómari í efstu deild í Austurríki og Sviss og dæmdi m.a. úrslitaleik svissnesku bikarkeppninnar 2007. Klesst'ann! Frappart og Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, eftir leikinn í Tórínó í fyrradag.getty/Jonathan Moscrop Frappart fékk svo sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeild karla í fyrradag þegar hún dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev eins og fyrr sagði. Frappart, sem er 36 ára, hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2009. Þess má geta að hún dæmdi leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM í október. Svíar unnu þá 2-0 sigur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. 3. desember 2020 07:31 Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30 Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45 Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. 13. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. 3. desember 2020 07:31
Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30
Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45
Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. 13. ágúst 2019 11:00