Neytendasamtökin segja ósanngjarnt að neytendur borgi stuðning við bændur Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2020 19:20 Landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem formaður Neytendasamtakanna segir að muni hækka verð á innfluttum landbúnaðarvörum til að hægt verði að hækka einnig verð á innlendum landbúnaðarvörum. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir ósanngjarnt að neytendur verði látnir borga stuðning við bændur með því að hækka álögur á innfluttar landbúnaðarvörur í skjóli kórónuveirufaraldursins. Nær væri að veita bændum beinan stuðning eins og örðum atvinnugreinum. Hinn fyrsta janúar á þessu ári tóku gildi nýjar reglur sem lækkuðu álögur á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta í viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram frumvarp þar sem aftur er horfið til fyrri álagningar næstu tvö árin til að mæta miklum samdrætti í sölu íslenskra landbúnaðarvara vegna gífurlegrar fækkunar ferðamanna. En á sama tíma hafi magn innflutnings haldist óbreytt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtaka segir hækkun tolla ekki bestu leiðina til að styðja við bændur. Best væri að styrkja bændur beint. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir nær að styðja bændur til nýsköpunar en reisa tollamúr fyrir innflutningi á landbúnaðarvörum sem leiði til hærra verðs til neytenda á bæði innlendum og innfluttum vörum.Stöð 2/Arnar „Við sjáum til dæmis ekki að þessi leið hafi verið farin í öðrðum atvinnugreinum. Þar sem ríkið hefur til dæmis komið að því að styrkja ferðaþjónustuna og aðra sem orðið hafa fyrir tekjutapi í þessu. Það er bara ekki réttlátt að það sé lagður sérstakur skattur á neytendur vegna þessa,“ segir Breki. Frumvarp landbúnaðarráðherra þýði að innfluttar landbúnaðarvörur hækki í verði. „Til þess að íslenskar vörur geti einnig hækkað í verði. Við það verður ekki búið,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Félag atvinnurekenda tekur undir þetta sjónarmið. En Breki segir nær að styrkja bændur beint til að auka nýbreytni og nýsköpun. Leiðin sem nú eigi að hverfa aftur til hafi ekki skilað bændum góðum hag. „Það er alltaf hættan við svona aðgerðir að þegar þær eru einu sinni komnar á taki ár og áratugi að vinda ofan af því,“ segir Breki Karlsson. Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30 Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20 Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Hinn fyrsta janúar á þessu ári tóku gildi nýjar reglur sem lækkuðu álögur á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta í viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram frumvarp þar sem aftur er horfið til fyrri álagningar næstu tvö árin til að mæta miklum samdrætti í sölu íslenskra landbúnaðarvara vegna gífurlegrar fækkunar ferðamanna. En á sama tíma hafi magn innflutnings haldist óbreytt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtaka segir hækkun tolla ekki bestu leiðina til að styðja við bændur. Best væri að styrkja bændur beint. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir nær að styðja bændur til nýsköpunar en reisa tollamúr fyrir innflutningi á landbúnaðarvörum sem leiði til hærra verðs til neytenda á bæði innlendum og innfluttum vörum.Stöð 2/Arnar „Við sjáum til dæmis ekki að þessi leið hafi verið farin í öðrðum atvinnugreinum. Þar sem ríkið hefur til dæmis komið að því að styrkja ferðaþjónustuna og aðra sem orðið hafa fyrir tekjutapi í þessu. Það er bara ekki réttlátt að það sé lagður sérstakur skattur á neytendur vegna þessa,“ segir Breki. Frumvarp landbúnaðarráðherra þýði að innfluttar landbúnaðarvörur hækki í verði. „Til þess að íslenskar vörur geti einnig hækkað í verði. Við það verður ekki búið,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Félag atvinnurekenda tekur undir þetta sjónarmið. En Breki segir nær að styrkja bændur beint til að auka nýbreytni og nýsköpun. Leiðin sem nú eigi að hverfa aftur til hafi ekki skilað bændum góðum hag. „Það er alltaf hættan við svona aðgerðir að þegar þær eru einu sinni komnar á taki ár og áratugi að vinda ofan af því,“ segir Breki Karlsson.
Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30 Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20 Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30
Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20
Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46