Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Birgir Olgeirsson skrifar 3. desember 2020 17:56 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. Heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um bóluefni við kórónuveirunni á Alþingi í dag. Ísland muni líklega fá bóluefni frá Pfizer fyrir 85 þúsund manns, fyrir 115 þúsund manns frá Astrazeneca og 40 þúsund frá Moderna. Samanlagt er það bóluefni fyrir 240 þúsund manns, sem er 66 prósent þjóðar. Búist er við að markaðsleyfi fáist á næstu vikum. Misræmi í málfutningi Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kvað sér hljóðs og benti á að Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, hefði sagt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bóluefnin myndu koma til landsins á sama tíma og þá yrði strax hægt að hefja bólusetningar. Margir velta fyrir sér hvenær bólusetningar við kórónuveirunni hefjast. Vísir/Vilhelm Þórunn sagði að svo í morgun hefði sóttvarnalæknir talað með öðrum hætti og viljað draga úr væntingum. Hún sagði misræmi í þessum málflutningi og spurði heilbrigðisráðherra hvort hægt væri að nefna raunhæfar dagsetningar í þessum málum. Heilbrigðisráðherra sagði að miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag þá verður hægt að hefja bólusetningar á fyrstu vikum nýs árs. „Það sem við getum sagt miðað við þær upplýsingar sem núna liggja fyrir, að við getum hafið bólusetningar á fyrstu vikum nýs árs og að markmiðum bólusetninga verði náð á um það bil fyrsta ársfjórðungi ársins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Finnst ótímabært að ræða tímasetningar Fréttastofa bar þessi orð heilbrigðisráðherra undir Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag. Hann segist auðvitað vonast til að hægt yrði hefja bólusetningar á fyrstu vikum næsta árs. „En það er ekki þar með sagt að það sé eitthvað í hendi að svo verði og fyrstu vikur gæti verið ansi langur tími líka. Það sem ég hef sagt er að við erum ekki með neitt í hendi um það hvenær við fáum fyrstu sendingu af bóluefni eða hversu mikið. Í mínum huga er ekki tímabært að ræða tímasetningar nákvæmlega fyrr en við vitum það betur,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Hann segir erfitt fyrir Íslendinga að ætla sömu leið og Bretar í þessum málum sem hafa heimilað notkun Pfizer-bóluefnisins. „Það yrði mjög erfitt. Við þyrftum þá að fara í gegnum öll gögn sem þessi fyrirtæki hafa og niðurstöður rannsókna sem þau hafa gert á sínum bóluefnum og leggja á það mat. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að styðjast við sérfræðinga hjá Lyfjastofnun Evrópu. Þannig gerum við þetta eins örugglega og okkur er framast unnt áður en bólusetning hefst.“ Gerlegt að ná hjarðónæmi fyrir lok mars Svandís sagði í dag að markmið stjórnvalda með bólusetningu við kórónuveirunni væri að ná hjarðónæmi til að hindra útbreiðslu faraldursins. Til þess þurfi að bólusetja um 60 prósent þjóðar. Stjórnvöld ætli þó að bólusetja 75 prósent landsmanna sem fæddir eru 2005 eða fyrr. Svandís sagði að stefnt sé að ná markmiðum bólusetninga um lok fyrsta ársfjórðungs nýs árs. Þórólfur segir gerlegt að ná hjarðónæmi fyrir þann tíma. „Við getum gert það ef við fáum nógu mikið af góðu bóluefni og þátttaka almennings verður góð. Ef það fer saman getum við bólusett mjög stóran hluta þjóðarinnar á mjög skömmum tíma.“ Þórólfur telur þó ótímabært að ræða hvaða aðgerðir verða við líði ef hjarðónæmi næst fyrir lok fyrsta ársfjórðungs. „Það er erfitt að segja. Það ræðst af því hvernig faraldurinn verður hér innanlands. Hversu vel bóluefnið virkar og hversu góð þátttakan verður. Það er ekki tímabært að ræða það í einhverjum smáatriðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3. desember 2020 11:40 Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. 2. desember 2020 19:19 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Heilbrigðisráðherra flutti munnlega skýrslu um bóluefni við kórónuveirunni á Alþingi í dag. Ísland muni líklega fá bóluefni frá Pfizer fyrir 85 þúsund manns, fyrir 115 þúsund manns frá Astrazeneca og 40 þúsund frá Moderna. Samanlagt er það bóluefni fyrir 240 þúsund manns, sem er 66 prósent þjóðar. Búist er við að markaðsleyfi fáist á næstu vikum. Misræmi í málfutningi Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kvað sér hljóðs og benti á að Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, hefði sagt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bóluefnin myndu koma til landsins á sama tíma og þá yrði strax hægt að hefja bólusetningar. Margir velta fyrir sér hvenær bólusetningar við kórónuveirunni hefjast. Vísir/Vilhelm Þórunn sagði að svo í morgun hefði sóttvarnalæknir talað með öðrum hætti og viljað draga úr væntingum. Hún sagði misræmi í þessum málflutningi og spurði heilbrigðisráðherra hvort hægt væri að nefna raunhæfar dagsetningar í þessum málum. Heilbrigðisráðherra sagði að miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag þá verður hægt að hefja bólusetningar á fyrstu vikum nýs árs. „Það sem við getum sagt miðað við þær upplýsingar sem núna liggja fyrir, að við getum hafið bólusetningar á fyrstu vikum nýs árs og að markmiðum bólusetninga verði náð á um það bil fyrsta ársfjórðungi ársins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Finnst ótímabært að ræða tímasetningar Fréttastofa bar þessi orð heilbrigðisráðherra undir Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag. Hann segist auðvitað vonast til að hægt yrði hefja bólusetningar á fyrstu vikum næsta árs. „En það er ekki þar með sagt að það sé eitthvað í hendi að svo verði og fyrstu vikur gæti verið ansi langur tími líka. Það sem ég hef sagt er að við erum ekki með neitt í hendi um það hvenær við fáum fyrstu sendingu af bóluefni eða hversu mikið. Í mínum huga er ekki tímabært að ræða tímasetningar nákvæmlega fyrr en við vitum það betur,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Hann segir erfitt fyrir Íslendinga að ætla sömu leið og Bretar í þessum málum sem hafa heimilað notkun Pfizer-bóluefnisins. „Það yrði mjög erfitt. Við þyrftum þá að fara í gegnum öll gögn sem þessi fyrirtæki hafa og niðurstöður rannsókna sem þau hafa gert á sínum bóluefnum og leggja á það mat. Ég held að það sé miklu skynsamlegra að styðjast við sérfræðinga hjá Lyfjastofnun Evrópu. Þannig gerum við þetta eins örugglega og okkur er framast unnt áður en bólusetning hefst.“ Gerlegt að ná hjarðónæmi fyrir lok mars Svandís sagði í dag að markmið stjórnvalda með bólusetningu við kórónuveirunni væri að ná hjarðónæmi til að hindra útbreiðslu faraldursins. Til þess þurfi að bólusetja um 60 prósent þjóðar. Stjórnvöld ætli þó að bólusetja 75 prósent landsmanna sem fæddir eru 2005 eða fyrr. Svandís sagði að stefnt sé að ná markmiðum bólusetninga um lok fyrsta ársfjórðungs nýs árs. Þórólfur segir gerlegt að ná hjarðónæmi fyrir þann tíma. „Við getum gert það ef við fáum nógu mikið af góðu bóluefni og þátttaka almennings verður góð. Ef það fer saman getum við bólusett mjög stóran hluta þjóðarinnar á mjög skömmum tíma.“ Þórólfur telur þó ótímabært að ræða hvaða aðgerðir verða við líði ef hjarðónæmi næst fyrir lok fyrsta ársfjórðungs. „Það er erfitt að segja. Það ræðst af því hvernig faraldurinn verður hér innanlands. Hversu vel bóluefnið virkar og hversu góð þátttakan verður. Það er ekki tímabært að ræða það í einhverjum smáatriðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3. desember 2020 11:40 Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. 2. desember 2020 19:19 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3. desember 2020 11:40
Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. 2. desember 2020 19:19