Simmi Vill býður fyrrverandi eiginkonu sinni í mat á jólunum Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2020 10:31 Sigmar lítur á fyrrverandi eiginkonu sína sem fjölskyldumeðlim. Vala Matt leit við hjá athafnarmanninum Sigmari Vilhjálmssyni á dögunum en hann segir að mikilvægt sé við skilnað að foreldrar reyni að halda góðum samskiptum sín á milli, barnanna vegna. Hann mun bjóða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður í mat á aðfangadag og synirnir verða með. Sigmar segir að þó fólk sé skilið þurfi sambandið ekki að vera neikvætt og barnanna vegna skipti miklu máli að öllum komi vel saman. „Það er eitthvað sem fólk ætti að íhuga sem tekur upp á því að skilja. Að sammælast um að börnin séu í forgangi af því að nota börnin í einhverskonar deilum er ekki fallegur leikur. Þeir sem gera það átta sig ekki á því að þegar börnin verða eldri og þau átta sig á því að þá kemur að skuldadögum,“ segir Sigmar og heldur áfram. „Þó að við séum ekkert endilega það sammála að við getum endilega verið áfram saman þá erum við samt sammála um velferð barnanna okkar. Það finnst mér mikilvægt og við fullorðna fólkið séum í raun og veru fullorðna fólkið í þessum samskiptum. Ég er bara mjög lánsamur með það að það gengur upp.“ Hann segir að drengirnir búi í viku í senn hjá báðum foreldrum. „Við höfum haft það þannig að við skiptum jólunum og áramótunum á milli en núna er náttúrulega Covid og þetta eru jólin mín þannig að ég bauð barnsmóður minni að vera bara hérna með okkur. Við verðum bara saman á jólunum. Ég hef stundum sagt það í umræðunni um skilnað að það er alveg sama hver kæmi inn í líf mitt eða hvors annars, við erum alltaf hluti af hvort öðru. Þetta er bara fjölskyldumeðlimur, hún er barnsmóðir mín og það er ekkert hægt að fara í þá skó.“ Sigmar var gestur Einkalífsins í síðustu viku þar sem hann fór um víðan völl og ræddi um feril hans í fjölmiðlum, veitingarekstur, fráfall föður síns, skilnaðinn við barnsmóður sína og erfið málaferli við fyrrum viðskiptafélaga og margt fleira. Ísland í dag Jól Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira
Hann mun bjóða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður í mat á aðfangadag og synirnir verða með. Sigmar segir að þó fólk sé skilið þurfi sambandið ekki að vera neikvætt og barnanna vegna skipti miklu máli að öllum komi vel saman. „Það er eitthvað sem fólk ætti að íhuga sem tekur upp á því að skilja. Að sammælast um að börnin séu í forgangi af því að nota börnin í einhverskonar deilum er ekki fallegur leikur. Þeir sem gera það átta sig ekki á því að þegar börnin verða eldri og þau átta sig á því að þá kemur að skuldadögum,“ segir Sigmar og heldur áfram. „Þó að við séum ekkert endilega það sammála að við getum endilega verið áfram saman þá erum við samt sammála um velferð barnanna okkar. Það finnst mér mikilvægt og við fullorðna fólkið séum í raun og veru fullorðna fólkið í þessum samskiptum. Ég er bara mjög lánsamur með það að það gengur upp.“ Hann segir að drengirnir búi í viku í senn hjá báðum foreldrum. „Við höfum haft það þannig að við skiptum jólunum og áramótunum á milli en núna er náttúrulega Covid og þetta eru jólin mín þannig að ég bauð barnsmóður minni að vera bara hérna með okkur. Við verðum bara saman á jólunum. Ég hef stundum sagt það í umræðunni um skilnað að það er alveg sama hver kæmi inn í líf mitt eða hvors annars, við erum alltaf hluti af hvort öðru. Þetta er bara fjölskyldumeðlimur, hún er barnsmóðir mín og það er ekkert hægt að fara í þá skó.“ Sigmar var gestur Einkalífsins í síðustu viku þar sem hann fór um víðan völl og ræddi um feril hans í fjölmiðlum, veitingarekstur, fráfall föður síns, skilnaðinn við barnsmóður sína og erfið málaferli við fyrrum viðskiptafélaga og margt fleira.
Ísland í dag Jól Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Sjá meira