„Þetta er alls ekki tíminn til að slaka á“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. desember 2020 11:47 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í gær. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ánægjulegt að allir þeir tólf sem greindust með veiruna innanlands í gær hafi verið í sóttkví. Það sé þó alls ekki svo að það megi slaka á og hætta að fara eftir leiðbeiningum um sóttvarnir. Þá minnir Þórólfur einnig á að það hafi verið tekin heldur færri sýni í gær en undanfarið. „Þetta þýðir bara það að við þurfum að halda áfram að vera dugleg og vanda okkur og gera það sem við þurfum að gera. Þetta er alls ekki tíminn til að slaka á og hætta að fara eftir leiðbeiningum, síður en svo,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þannig að fólk á ekki að taka þessu sem svo að það sé óhætt að mæta í boð um helgina? „Nei, alls ekki, síður en svo. Þá bara glutrum við þessu niður aftur.“ Þórólfur hyggst eftir helgi skila nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Aðspurður hvort hann sé farinn að sjá fyrir sér að það verði hægt að fara í tilslakanir segist hann ekki kominn svo langt. Hlutirnir geti breyst mjög hratt eins og reynslan sýni. „Auðvitað er ég alltaf að pæla eitthvað en ég er ekkert svona alvarlega sem ég get deilt með þjóðinni. Við verðum að sjá hvernig helgin verður og hvernig þetta verður því við sáum hvað gerðist síðast. Við héldum að við værum komin á góðan stað þegar allt í einu hlutirnir snerust við og ég þurfti að draga í land með allt sem ég var búinn að ákveða,“ segir Þórólfur. Hávær en lítill hópur sem sé mótfallinn bólusetningu Fregnir bárust af því í gær að vandamál væru komin upp við framleiðslu bóluefnis Pfizer gegn Covid-19 en íslenska ríkið mun í næstu viku skrifa undir samning við lyfjafyrirtækið um kaup á skömmtum fyrir 85 þúsund manns. Gerir Pfizer ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu. Þórólfur segir að svona vandamál við framleiðslu geti haft áhrif á afhendingu skammta hér. Hann viti þó ekki nákvæmlega hvaða þýðingu þetta hafi og segir að við þurfum að vera viðbúin því að eitthvað komi upp á í tengslum við áætlanir um dreifingu og afhendingu bóluefna gegn Covid-19. Þá minnir hann á að Lyfjastofnun Evrópu eigi enn eftir að samþykkja bóluefni Pfizer en ráðgert er að stofnunin gefi álit sitt á efninu eigi síðar en 29. desember. Þórólfur segir forsendu þess að bóluefni sé notað hér á landi sé að Lyfjastofnun Evrópa hafi samþykkt að efnið bæði virki eins og það eigi að gera og að það sé öruggt. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að einhver hópur hér á landi muni ekki vilja bólusetja sig og það muni áhrif á hvort hér náist hjarðónæmi segir Þórólfur erfitt að segja til um það. „Þessi umræða er gamalgróin hér um andstöðu við bólusetningu. En við vitum það með aðrar bólusetningar hér að andstaða á Íslandi gegn bólusetningu er mjög lítil. Það er lítill hópur sem er mótfallinn bólusetningum og mjög hávær og maður gæti haldið að andstaðan væri meiri en raunin er en endurteknar rannsóknir hafa sýnt það að Íslendingar kunna að meta og sjá alveg gagnsemina af bólusetningum og eru þess vegna hlynntir bólusetningum. Ég vona svo sannarlega að fólk muni bregðast vel við ef niðurstaðan er sú að bóluefnin virka vel og eru örugg,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lyf Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Það sé þó alls ekki svo að það megi slaka á og hætta að fara eftir leiðbeiningum um sóttvarnir. Þá minnir Þórólfur einnig á að það hafi verið tekin heldur færri sýni í gær en undanfarið. „Þetta þýðir bara það að við þurfum að halda áfram að vera dugleg og vanda okkur og gera það sem við þurfum að gera. Þetta er alls ekki tíminn til að slaka á og hætta að fara eftir leiðbeiningum, síður en svo,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þannig að fólk á ekki að taka þessu sem svo að það sé óhætt að mæta í boð um helgina? „Nei, alls ekki, síður en svo. Þá bara glutrum við þessu niður aftur.“ Þórólfur hyggst eftir helgi skila nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Aðspurður hvort hann sé farinn að sjá fyrir sér að það verði hægt að fara í tilslakanir segist hann ekki kominn svo langt. Hlutirnir geti breyst mjög hratt eins og reynslan sýni. „Auðvitað er ég alltaf að pæla eitthvað en ég er ekkert svona alvarlega sem ég get deilt með þjóðinni. Við verðum að sjá hvernig helgin verður og hvernig þetta verður því við sáum hvað gerðist síðast. Við héldum að við værum komin á góðan stað þegar allt í einu hlutirnir snerust við og ég þurfti að draga í land með allt sem ég var búinn að ákveða,“ segir Þórólfur. Hávær en lítill hópur sem sé mótfallinn bólusetningu Fregnir bárust af því í gær að vandamál væru komin upp við framleiðslu bóluefnis Pfizer gegn Covid-19 en íslenska ríkið mun í næstu viku skrifa undir samning við lyfjafyrirtækið um kaup á skömmtum fyrir 85 þúsund manns. Gerir Pfizer ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu. Þórólfur segir að svona vandamál við framleiðslu geti haft áhrif á afhendingu skammta hér. Hann viti þó ekki nákvæmlega hvaða þýðingu þetta hafi og segir að við þurfum að vera viðbúin því að eitthvað komi upp á í tengslum við áætlanir um dreifingu og afhendingu bóluefna gegn Covid-19. Þá minnir hann á að Lyfjastofnun Evrópu eigi enn eftir að samþykkja bóluefni Pfizer en ráðgert er að stofnunin gefi álit sitt á efninu eigi síðar en 29. desember. Þórólfur segir forsendu þess að bóluefni sé notað hér á landi sé að Lyfjastofnun Evrópa hafi samþykkt að efnið bæði virki eins og það eigi að gera og að það sé öruggt. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að einhver hópur hér á landi muni ekki vilja bólusetja sig og það muni áhrif á hvort hér náist hjarðónæmi segir Þórólfur erfitt að segja til um það. „Þessi umræða er gamalgróin hér um andstöðu við bólusetningu. En við vitum það með aðrar bólusetningar hér að andstaða á Íslandi gegn bólusetningu er mjög lítil. Það er lítill hópur sem er mótfallinn bólusetningum og mjög hávær og maður gæti haldið að andstaðan væri meiri en raunin er en endurteknar rannsóknir hafa sýnt það að Íslendingar kunna að meta og sjá alveg gagnsemina af bólusetningum og eru þess vegna hlynntir bólusetningum. Ég vona svo sannarlega að fólk muni bregðast vel við ef niðurstaðan er sú að bóluefnin virka vel og eru örugg,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lyf Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent