Starfsmenn Hótel Selfoss „gengu, hjóluðu og hlupu“ til Austurríkis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2020 20:08 Starfsandinn hefur eflst og þjappað hópnum eftir að hreyfiáskorunin var sett á í nóvember enda tilvalið að njóta útiveru á meðan það er lítið að gera á hótelinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Hótel Selfoss sitja ekki með hendur í skauti og bíða eftir því að heimsfaraldrinum ljúki því þeir hafa nýtt tímann til að hreyfa sig og efla starfsandann. Það gerðu þeir með því að ganga, hjóla og hlaupa þrjú þúsund kílómetra í nóvember, eða vegalengdina sem samsvarar því að komast í árlega skíðaferð hópsins til Austurríkis. Á meðan það er lítið sem ekkert að gera á Hótel Selfossi eins og á öðrum hótelum landsins vegna Covid-19 þá lætur starfsfólk ekki sitt eftir liggja. Félagarnir fóru í innbyrðis heilsuáskorun þar sem fólk fer út að ganga eða hlaupa og skráir kílómetrafjöldann niður samviskusamlega hjá sér. Starfsfólkið hefur síðustu þrjú ár farið í skíðaferð í janúar til Austurríkis en nú verður ekkert af slíkri ferð. Því var ákveðið að hreyfa sig sama kílómetra fjölda og ferðin tæki á skíðastaðinn, eða um tæplega þrjú þúsund kílómetra. „Það er náttúrlega búið að vera minna að gera hjá okkur þannig að við ákváðum að hrista aðeins upp starfsandann með því að vera með hreyfiáskorun. Þetta voru nákvæmlega 2.964 kílómetrar sem okkur tókst að klára í nóvember og við erum rosalega stolt af okkur. Verkefnið var mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. Það hristi líka verulega upp í starfsandanum hjá okkur, við erum öll voðalega kát og ánægð með sjálf okkur,“ segir Karen H. Karlsdóttir Svensen hótelstjóri á Hótel Selfossi. Starfsfólkið hefur farið þrisvar sinnum í skíðaferð til Austurríkis og er þá alltaf með þessar húfur meðferðis með appelsínum gulum dúski svo þau þekkist í mannmergðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna Katrínardóttir, veitingastjóri hótelsins, hélt utan um skipulag hreyfingarinnar í nóvember og á í rauninni heiðurinn af átakinu. „Já, það er þvílíkur kraftur í þessu fólk. Ég er mjög stolt af þeim. Upphaflega ákvað ég sjálf að hlaupa 100 kílómetra í október og skoraði í framhaldinu á alla að taka þátt með mér áfram í nóvember og undirtektirnar voru bara frábærar. Það er meiriháttar að vera „komin“ til Austurríkis á þennan hátt. Nú erum við byrjuð á nýrri áskorun fyrir desember“, segir Hrefna alsæl með sjálfan sig og samstarfsfólkið á Hótel Selfossi Hótel Selfoss hefur fengið að finna fyrir heimsfaraldrinum eins og önnur hótel í heiminum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Á meðan það er lítið sem ekkert að gera á Hótel Selfossi eins og á öðrum hótelum landsins vegna Covid-19 þá lætur starfsfólk ekki sitt eftir liggja. Félagarnir fóru í innbyrðis heilsuáskorun þar sem fólk fer út að ganga eða hlaupa og skráir kílómetrafjöldann niður samviskusamlega hjá sér. Starfsfólkið hefur síðustu þrjú ár farið í skíðaferð í janúar til Austurríkis en nú verður ekkert af slíkri ferð. Því var ákveðið að hreyfa sig sama kílómetra fjölda og ferðin tæki á skíðastaðinn, eða um tæplega þrjú þúsund kílómetra. „Það er náttúrlega búið að vera minna að gera hjá okkur þannig að við ákváðum að hrista aðeins upp starfsandann með því að vera með hreyfiáskorun. Þetta voru nákvæmlega 2.964 kílómetrar sem okkur tókst að klára í nóvember og við erum rosalega stolt af okkur. Verkefnið var mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. Það hristi líka verulega upp í starfsandanum hjá okkur, við erum öll voðalega kát og ánægð með sjálf okkur,“ segir Karen H. Karlsdóttir Svensen hótelstjóri á Hótel Selfossi. Starfsfólkið hefur farið þrisvar sinnum í skíðaferð til Austurríkis og er þá alltaf með þessar húfur meðferðis með appelsínum gulum dúski svo þau þekkist í mannmergðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna Katrínardóttir, veitingastjóri hótelsins, hélt utan um skipulag hreyfingarinnar í nóvember og á í rauninni heiðurinn af átakinu. „Já, það er þvílíkur kraftur í þessu fólk. Ég er mjög stolt af þeim. Upphaflega ákvað ég sjálf að hlaupa 100 kílómetra í október og skoraði í framhaldinu á alla að taka þátt með mér áfram í nóvember og undirtektirnar voru bara frábærar. Það er meiriháttar að vera „komin“ til Austurríkis á þennan hátt. Nú erum við byrjuð á nýrri áskorun fyrir desember“, segir Hrefna alsæl með sjálfan sig og samstarfsfólkið á Hótel Selfossi Hótel Selfoss hefur fengið að finna fyrir heimsfaraldrinum eins og önnur hótel í heiminum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira