Jón Þór bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Arnar Geir Halldórsson og skrifa 5. desember 2020 23:21 Mynd úr safni. Jón Þór Hauksson sagðist í samtali við fréttastofu í dag bíða þess að fá að funda með KSÍ og leikmönnum. Þangað til ætlar hann ekki að tjá sig frekar. Vísir Framtíð Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfara A-landsliðs kvenna er talin hanga á bláþræði í kjölfar framkomu þjálfarans gagnvart leikmönnum eftir frækinn sigur á Ungverjalandi í vikunni. Með sigrinum tryggði landsliðið sér sæti á Evrópumótinu 2022. Fjallað var um málið á Vísi í gær en Fótbolti.net vakti fyrst athygli á málinu og staðfesti Jón Þór þar að hann hefði átt samtöl við leikmenn sem hefðu ekki átt að eiga sér stað. „Ég tók þátt í að fagna okkar árangri og eftir á að hyggja voru það mistök. Ég hef rætt við hluta þeirra leikmanna sem ég átti þessi samtöl við og beðist afsökunar," sagði Jón Þór í samtali við Fótbolti.net. Í kjölfarið staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, að sambandið væri með málið til skoðunar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þess beðið að Jón Þór losni úr sóttkví sem hann er í eftir komuna að utan. Í framhaldinu verði fundað með þeim aðilum sem að málinu koma. Bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Jón Þór vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir heyrði í honum hljóðið í gærkvöldi. Hann sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag: „KSÍ hefur sagst vera að skoða málið. Ég vil ekki tjá mig opinberlega um málið fyrr en ég hef fundað með KSÍ og liðinu.” Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum og íþróttafréttamaður til margra ára, telja leikmenn kvennalandsliðsins hafa starf hans í hendi sér. Þeir ræddu málið í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í dag. Sér ekki að Jóni sé stætt í starfi „Maður þykist vera með þokkalega fína mynd af þessu núna. Ég get ekki séð að honum sé stætt áfram í starfi nema að hópurinn allur komi með einhverja yfirlýsingu um að hann sé rétti maðurinn. Maður hefur heyrt að þetta hafi tekið verulega á þær nokkrar,“ segir Tómas. „Miðað við sögurnar er maður ekki að búast við því að sú yfirlýsing sé að koma,“ segir Elvar Geir. „Það yrði skrítið á þessu nýju tímum að maður sem brýtur svona af sér í starfi haldi starfinu. Í raun er það kannski skrýtið að hann sé ekki búinn að segja starfi sínu lausu,“ segir Tómas. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, var með í ferðinni. „Ef Jón Þór er búinn að missa hópinn þá er það bara í höndum KSÍ að fá staðfestingu á því. Ég get ekki séð að það eigi að vera meira mál en að hringja í Söru Björk (Gunnarsdóttur) fyrirliða sem veit nákvæmlega hvað er í gangi innan hópsins. Það hlýtur að vera hægt að heyra bara í henni og taka svo ákvörðun,“ segir Elvar Geir. Upptöku af umræðunni má nálgast hér fyrir neðan. EM 2021 í Englandi KSÍ Fótbolti.net Tengdar fréttir Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Fjallað var um málið á Vísi í gær en Fótbolti.net vakti fyrst athygli á málinu og staðfesti Jón Þór þar að hann hefði átt samtöl við leikmenn sem hefðu ekki átt að eiga sér stað. „Ég tók þátt í að fagna okkar árangri og eftir á að hyggja voru það mistök. Ég hef rætt við hluta þeirra leikmanna sem ég átti þessi samtöl við og beðist afsökunar," sagði Jón Þór í samtali við Fótbolti.net. Í kjölfarið staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, að sambandið væri með málið til skoðunar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þess beðið að Jón Þór losni úr sóttkví sem hann er í eftir komuna að utan. Í framhaldinu verði fundað með þeim aðilum sem að málinu koma. Bíður eftir fundi með KSÍ og stelpunum Jón Þór vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir heyrði í honum hljóðið í gærkvöldi. Hann sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í dag: „KSÍ hefur sagst vera að skoða málið. Ég vil ekki tjá mig opinberlega um málið fyrr en ég hef fundað með KSÍ og liðinu.” Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum og íþróttafréttamaður til margra ára, telja leikmenn kvennalandsliðsins hafa starf hans í hendi sér. Þeir ræddu málið í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í dag. Sér ekki að Jóni sé stætt í starfi „Maður þykist vera með þokkalega fína mynd af þessu núna. Ég get ekki séð að honum sé stætt áfram í starfi nema að hópurinn allur komi með einhverja yfirlýsingu um að hann sé rétti maðurinn. Maður hefur heyrt að þetta hafi tekið verulega á þær nokkrar,“ segir Tómas. „Miðað við sögurnar er maður ekki að búast við því að sú yfirlýsing sé að koma,“ segir Elvar Geir. „Það yrði skrítið á þessu nýju tímum að maður sem brýtur svona af sér í starfi haldi starfinu. Í raun er það kannski skrýtið að hann sé ekki búinn að segja starfi sínu lausu,“ segir Tómas. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, var með í ferðinni. „Ef Jón Þór er búinn að missa hópinn þá er það bara í höndum KSÍ að fá staðfestingu á því. Ég get ekki séð að það eigi að vera meira mál en að hringja í Söru Björk (Gunnarsdóttur) fyrirliða sem veit nákvæmlega hvað er í gangi innan hópsins. Það hlýtur að vera hægt að heyra bara í henni og taka svo ákvörðun,“ segir Elvar Geir. Upptöku af umræðunni má nálgast hér fyrir neðan.
EM 2021 í Englandi KSÍ Fótbolti.net Tengdar fréttir Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05 Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Ætlar ekki að tjá sig frekar um uppákomuna Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, vildi ekki tjá sig nánar um það sem fram fór í fagnaðarlátum liðsins eftir að EM sætið var tryggt í Ungverjalandi fyrr í vikunni. 4. desember 2020 19:05
Framkoma Jóns Þórs í fögnuði landsliðsins til skoðunar Framkoma Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara í fögnuði íslenska kvennalandsliðsins eftir að þær tryggðu sér sæti á EM 2022 á þriðjudaginn er til skoðunar hjá KSÍ. Hann var undir áhrifum áfengis og þótti fara yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn. 4. desember 2020 16:51