Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2020 08:15 Donald Trump á fjöldafundi í Georgíu-ríki Bandaríkjanna í nótt. AP/Evan Vucci Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. Þetta kemur fram í Washington Post, en CNN segist jafnframt hafa heimildir fyrir þessu. Er Trump sagður hafa hrint í Brian Kemp, flokksbróður Trump og ríkisstjóra Georgíu, ríki sem Joe Biden,væntanlegur forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í. Er Trump sagður hafa þrýst á Kemp að kalla saman sérstakan þingfund á ríkisþingi Georgíu svo þingmenn þar gætu kosið sína eigin kjörmenn sem væru ekki bundnir af úrslitum kosninganna. Þar eru repúblikanar í meirihluta og telur Trump því líklegt að yrði þetta gert myndi hann fara með sigur af hólmi í Georgíu. Kemp er sagður hafa neitað því að verða við ósk Trump. Forsetinn fráfarandi er einnig sagður hafa óskað eftir því að Kemp myndi fyrirskipa endurskoðun á utankjörfunaratkvæðum í Georgíu, en þau féllu Biden í skaut með miklum meirihluta. Kemp er sagður hafa útskýrt að hann hefði ekki valdheimildir til þess að fyrirskipa slíka endurskoðun. Símtalið kom örfáum tímum fyrir fjöldafund Trumps í ríkinu Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta efni símtalsins en staðfesti að símtal á milli þeirra hafi vissulega átt sér stað. Skömmu eftir símtalið hélt Trump fjöldafund í Georgíu til stuðnings tveimur frambjóðenda Repúblikana-flokksins til öldungadeildarinnar. Þar eru framundan sérstakar aukakosningar þar sem enginn frambjóðandi hlaut meirihluta atkvæða þegar kosið var til þings samhliða forsetakosningunum 5. nóvember síðastliðinn. Kosningarnar þykja sérstaklega mikilvægar þetta árið þar sem baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Eins og staðan er núna sitja repúblikanar í 50 sætum, demókratar í 48 sætum. Fari svo að demókratar nái sætunum tveimur ná þeir völdum í öldungadeildinni þegar Biden og varaforsetaefni hans Kamala Harris taka við völdum, þar sem varaforsetinn greiðir oddaatkvæði ef atkvæðagreiðsla fellur á jöfnu í öldungadeildinni. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Þetta kemur fram í Washington Post, en CNN segist jafnframt hafa heimildir fyrir þessu. Er Trump sagður hafa hrint í Brian Kemp, flokksbróður Trump og ríkisstjóra Georgíu, ríki sem Joe Biden,væntanlegur forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í. Er Trump sagður hafa þrýst á Kemp að kalla saman sérstakan þingfund á ríkisþingi Georgíu svo þingmenn þar gætu kosið sína eigin kjörmenn sem væru ekki bundnir af úrslitum kosninganna. Þar eru repúblikanar í meirihluta og telur Trump því líklegt að yrði þetta gert myndi hann fara með sigur af hólmi í Georgíu. Kemp er sagður hafa neitað því að verða við ósk Trump. Forsetinn fráfarandi er einnig sagður hafa óskað eftir því að Kemp myndi fyrirskipa endurskoðun á utankjörfunaratkvæðum í Georgíu, en þau féllu Biden í skaut með miklum meirihluta. Kemp er sagður hafa útskýrt að hann hefði ekki valdheimildir til þess að fyrirskipa slíka endurskoðun. Símtalið kom örfáum tímum fyrir fjöldafund Trumps í ríkinu Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta efni símtalsins en staðfesti að símtal á milli þeirra hafi vissulega átt sér stað. Skömmu eftir símtalið hélt Trump fjöldafund í Georgíu til stuðnings tveimur frambjóðenda Repúblikana-flokksins til öldungadeildarinnar. Þar eru framundan sérstakar aukakosningar þar sem enginn frambjóðandi hlaut meirihluta atkvæða þegar kosið var til þings samhliða forsetakosningunum 5. nóvember síðastliðinn. Kosningarnar þykja sérstaklega mikilvægar þetta árið þar sem baráttan um þessi tvö þingsæti mun ráða því hvaða flokkur nær meirihluta í öldungadeildinni. Eins og staðan er núna sitja repúblikanar í 50 sætum, demókratar í 48 sætum. Fari svo að demókratar nái sætunum tveimur ná þeir völdum í öldungadeildinni þegar Biden og varaforsetaefni hans Kamala Harris taka við völdum, þar sem varaforsetinn greiðir oddaatkvæði ef atkvæðagreiðsla fellur á jöfnu í öldungadeildinni.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira