„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 19:07 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með stöðu mála. Fróðlegt verður að sjá hvað sóttvarnalæknir leggur til varðandi aðgerðir frá og með 10. desember. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. „Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu sem fylgir leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisráðastofnunarinnar,“ segir Katrín á Twitter. „Höldum uppteknum hætti!“ Katrín sleppir reyndar tölunum fyrir 1. desember í upptalningu sinni en þann dag greindust sextán smitaðir og voru ellefu í sóttkví. Samanlagt hafa því sextíu greinst smitaðir hér á landi í desember og átta þeirra voru utan sóttkvíar. Því hafa 87 prósent þeirra sem greinst hafa í desember verið í sóttkví við greiningu. Only 3 out of 44 confirmed cases of COVID-19 in Iceland from December 2nd-5th were people outside of quarantine. Brilliant work of our tracking team following the test-trace-isolate guidelines of the @WHO. Keep up the good work!— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) December 6, 2020 Björgvin Ingi Ólafsson, sviðsstjóri hjá Deloitte, fylgist vel með tölunum. Hann birtir í framhaldi af tísti Katrínar graf sem sýnir fimm daga meðaltal smita utan sóttkvíar. Staðan hafi aldrei verið betri í þeirri bylgju sem nú standi yfir. 🙏🏼🙏🏼🙏🏼 pic.twitter.com/U9ZVQK5jM3— Björgvin Ingi Ólafs. (@bjorgvinio) December 6, 2020 Núverandi aðgerðir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins gilda til og með miðvikudagsins 9. desember. Þær fela meðal annars í tíu manna samkomubann, sundlaugar eru lokaðar sem og líkamsræktarstöðvar auk þess sem aðeins tíu gestir eru leyfðir í verslunum sem selja ekki matvöru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf ekki kost á viðtölum um helgina en fram kom fyrir helgi að hann ætlaði að fylgjast með gangi mála um helgina áður en hann skilaði tillögum til heilbrigðisráðherra að næstu aðgerðum. Aðgerðir sem staðið höfðu í tvær vikur voru framlengdar 2. desember um eina viku. Nokkrum dögum fyrr hafði sóttvarnalæknir skilað tillögum um tilslakanir til ráðherra sem fólu meðal annars í sér að tuttugu mættu koma saman og sundlaugar yrðu opnaðar. Skyndileg aukning í fjölda smitaðra í samfélaginu varð til þess að hann dró minnisblaðið til baka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu sem fylgir leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðisráðastofnunarinnar,“ segir Katrín á Twitter. „Höldum uppteknum hætti!“ Katrín sleppir reyndar tölunum fyrir 1. desember í upptalningu sinni en þann dag greindust sextán smitaðir og voru ellefu í sóttkví. Samanlagt hafa því sextíu greinst smitaðir hér á landi í desember og átta þeirra voru utan sóttkvíar. Því hafa 87 prósent þeirra sem greinst hafa í desember verið í sóttkví við greiningu. Only 3 out of 44 confirmed cases of COVID-19 in Iceland from December 2nd-5th were people outside of quarantine. Brilliant work of our tracking team following the test-trace-isolate guidelines of the @WHO. Keep up the good work!— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) December 6, 2020 Björgvin Ingi Ólafsson, sviðsstjóri hjá Deloitte, fylgist vel með tölunum. Hann birtir í framhaldi af tísti Katrínar graf sem sýnir fimm daga meðaltal smita utan sóttkvíar. Staðan hafi aldrei verið betri í þeirri bylgju sem nú standi yfir. 🙏🏼🙏🏼🙏🏼 pic.twitter.com/U9ZVQK5jM3— Björgvin Ingi Ólafs. (@bjorgvinio) December 6, 2020 Núverandi aðgerðir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins gilda til og með miðvikudagsins 9. desember. Þær fela meðal annars í tíu manna samkomubann, sundlaugar eru lokaðar sem og líkamsræktarstöðvar auk þess sem aðeins tíu gestir eru leyfðir í verslunum sem selja ekki matvöru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf ekki kost á viðtölum um helgina en fram kom fyrir helgi að hann ætlaði að fylgjast með gangi mála um helgina áður en hann skilaði tillögum til heilbrigðisráðherra að næstu aðgerðum. Aðgerðir sem staðið höfðu í tvær vikur voru framlengdar 2. desember um eina viku. Nokkrum dögum fyrr hafði sóttvarnalæknir skilað tillögum um tilslakanir til ráðherra sem fólu meðal annars í sér að tuttugu mættu koma saman og sundlaugar yrðu opnaðar. Skyndileg aukning í fjölda smitaðra í samfélaginu varð til þess að hann dró minnisblaðið til baka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira