Hræddastur við að fólk haldi að þetta sé búið og sleppi fram af sér beislinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 08:02 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst hræddastur við að fólk haldi nú að baráttunni við Covid-19 sé lokið og leyfi sér því að slaka á í samræmi við það. Hann segir baráttunni alls ekki lokið og ekki sé hægt að sleppa fram af sér beislinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu í morgun. Hann er nú með minnisblað í smíðum um nýjar tillögur til ráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir. Ný reglugerð á að taka gildi á fimmtudag svo Þórólfur þarf að skila sínum tillögum fyrir þann tíma. Eftir bakslag sem kom í faraldurinn seinni hluta nóvember hafa tölurnar síðustu daga verið betri, ekki hvað síst vegna þess að mikill meirihluti þeirra sem greinst hafa hefur verið í sóttkví við greiningu. Þá hafa jákvæðar fréttir af bóluefni borist undanfarið sem blæs mörgum, ef ekki flestum, von í brjóst um að faraldrinum ljúki senn. Þórólfur segir stöðuna ágæta eftir helgina en minnir á að færri sýni séu tekin um helgar og því þurfi að taka tölunum með fyrirvara. „En þetta er í rétta átt, við getum alveg sagt það og á bara að hvetja okkur áfram að halda áfram þessu fína verki sem allir eru að inna af hendi.“ Aðspurður hvort von sé á að slakað verði á aðgerðum í nýjum tillögum hans til ráðherra segir Þórólfur alltaf von á slökun. „En á móti kemur alltaf að maður er hræddur við að fólk haldi að þetta sé búið og það geti bara sleppt fram af sér beislinu. Það er nú bara alls ekki svo. Það þarf mjög lítið til til þess að maður fái aftur kipp í þetta. Jú, jú, ég held að við séum alltaf að skoða það. Auðvitað væri það öruggasta leiðin að halda öllu í járnum og öllu lokuðu þangað til við fáum bóluefni en það hefur ekki verið okkar taktík til þessa,“ segir Þórólfur. Má ekki gerast að fólk slaki á Hann segir ýmislegt til skoðunar, meðal annars að miða fjöldatakmörkun í verslunum við fermetrafjölda. Hins vegar sé aldrei hægt að gera sóttvarnaaðgerðir þannig úr að garði allir séu 100% sáttir. „Við þurfum að meta þetta líka í árangrinum. Við höfum náð þessum árangri núna sem ég held að fáir hafa getað sýnt fram á eins og við höfum verið að gera, það er fólkinu öllu að þakka. Auðvitað getum við alltaf gert hlutina betur og aðeins öðruvísi og svo framvegis. En aðalmálið í þessu er að fólk haldi ekki að þetta sé búið, fólk haldi ekki að nú megi slaka á og byrja aftur í djamminu og partýjunum. Það er það sem maður er hræddastur við, það má bara ekki gerast,“ segir Þórólfur. Hann segir ekki hægt að segja til um það hversu miklar takmarkanir verði í gildi þar til bóluefni kemur. Fólk þurfi að fá umbun og því sé nauðsynlegt að slaka á eins og hægt er. „En það þarf samt að halda sér vakandi og minna á þessi grundvallaratriði sem við erum alltaf að hamra á,“ segir Þórólfur. Það þurfi að hofa fram á veginn nokkrar vikur í einu. „Ef við missum tökin á þessu núna og fólk passar sig ekki þá eftir eina til tvær vikur fáum við aftur topp í þetta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu í morgun. Hann er nú með minnisblað í smíðum um nýjar tillögur til ráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir. Ný reglugerð á að taka gildi á fimmtudag svo Þórólfur þarf að skila sínum tillögum fyrir þann tíma. Eftir bakslag sem kom í faraldurinn seinni hluta nóvember hafa tölurnar síðustu daga verið betri, ekki hvað síst vegna þess að mikill meirihluti þeirra sem greinst hafa hefur verið í sóttkví við greiningu. Þá hafa jákvæðar fréttir af bóluefni borist undanfarið sem blæs mörgum, ef ekki flestum, von í brjóst um að faraldrinum ljúki senn. Þórólfur segir stöðuna ágæta eftir helgina en minnir á að færri sýni séu tekin um helgar og því þurfi að taka tölunum með fyrirvara. „En þetta er í rétta átt, við getum alveg sagt það og á bara að hvetja okkur áfram að halda áfram þessu fína verki sem allir eru að inna af hendi.“ Aðspurður hvort von sé á að slakað verði á aðgerðum í nýjum tillögum hans til ráðherra segir Þórólfur alltaf von á slökun. „En á móti kemur alltaf að maður er hræddur við að fólk haldi að þetta sé búið og það geti bara sleppt fram af sér beislinu. Það er nú bara alls ekki svo. Það þarf mjög lítið til til þess að maður fái aftur kipp í þetta. Jú, jú, ég held að við séum alltaf að skoða það. Auðvitað væri það öruggasta leiðin að halda öllu í járnum og öllu lokuðu þangað til við fáum bóluefni en það hefur ekki verið okkar taktík til þessa,“ segir Þórólfur. Má ekki gerast að fólk slaki á Hann segir ýmislegt til skoðunar, meðal annars að miða fjöldatakmörkun í verslunum við fermetrafjölda. Hins vegar sé aldrei hægt að gera sóttvarnaaðgerðir þannig úr að garði allir séu 100% sáttir. „Við þurfum að meta þetta líka í árangrinum. Við höfum náð þessum árangri núna sem ég held að fáir hafa getað sýnt fram á eins og við höfum verið að gera, það er fólkinu öllu að þakka. Auðvitað getum við alltaf gert hlutina betur og aðeins öðruvísi og svo framvegis. En aðalmálið í þessu er að fólk haldi ekki að þetta sé búið, fólk haldi ekki að nú megi slaka á og byrja aftur í djamminu og partýjunum. Það er það sem maður er hræddastur við, það má bara ekki gerast,“ segir Þórólfur. Hann segir ekki hægt að segja til um það hversu miklar takmarkanir verði í gildi þar til bóluefni kemur. Fólk þurfi að fá umbun og því sé nauðsynlegt að slaka á eins og hægt er. „En það þarf samt að halda sér vakandi og minna á þessi grundvallaratriði sem við erum alltaf að hamra á,“ segir Þórólfur. Það þurfi að hofa fram á veginn nokkrar vikur í einu. „Ef við missum tökin á þessu núna og fólk passar sig ekki þá eftir eina til tvær vikur fáum við aftur topp í þetta.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira