Grundvallarbreyting í leikskólum landsins án nægrar ígrundunar Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir skrifar 8. desember 2020 07:31 Kæru samborgarar, stytting vinnuvikunnar er þarft verkefni fyrir samfélagið okkar og ekki síst fjölskyldufólk. Fæstir gera sér þó grein fyrir hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar mun hafa á leikskóla því að hún má ekki kosta krónu aukalega. Allir leikskólar landsins standa nú frammi fyrir því verkefni að skipuleggja leikskólastarf með færra starfsfólki því að nú á að innleiða 36 stunda vinnuviku án þess að auka nokkuð við mönnun. Kennsla og umönnun barna er ekki verkefni sem er hægt að vinna hraðar eða stinga ofan í skúffu og klára daginn eftir. Börnin okkar þarfnast góðs starfsfólks sem hefur tíma og þekkingu til að sinna þeim að alúð og fagmennsku. Stytting vinnuvikunnar leiðir til undirmönnunar alla daga á hverjum einasta leikskóla á Íslandi. Ég tel íslenska leikskóla vera framúrskarandi á margan hátt en þessi breyting mun færa gæði íslensks leikskólastarf mörg ár aftur. Ein af forsendum styttingar vinnuvikunnar er að ekki mega skerða þjónustu en það sér hver sem vill sjá að slík undirmönnun er skerðing á þjónustu við börnin. Opinberi skilningurinn virðist vera að svo lengi sem opnunartími leikskóla skerðist ekki sé það ekki þjónustuskerðing, gæði starfsins og öryggi barnanna hafa þar ekkert vægi. Ég geri mér grein fyrir að leikskólar eru ekki þeir einu sem þurfa að ráða fram úr flóknum viðfangsefnum varðandi styttingu vinnuvikunnar en nemendur okkar eru viðkvæmir skjólstæðingar og að okkur ber að standa vörð um hagsmuni þeirra. Ég tel styttingu vinnuvikunnar vera þarft verkefni en ég tel að þessi útfærsla sem ekki má kosta krónu sé röng leið og verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við erum að gera grundvallarbreytingu á fyrsta skólastiginu í miðjum covid storminum þar sem leikskólar starfa eftir ströngum sóttvarnarreglum og eru uppteknir við að komast í gegnum kófið. Það er sérlega erfitt að ræða þessar breytingar eins og þarf þegar allir starfsmenn eru aðskildir í sóttvarnarhólfum og bæði starfsmenn og stjórnendur eru langþreyttir eftir langan covid vetur. Ég legg því til að starfsmenn leikskóla fari rólega í slíkar grundvallarbreytingar og byrji á lágmarksstyttingu. Það er skýrt í kjarasamningum að stytting vinnuvikunnar er samvinnuverkefni á hverjum vinnustað. Látum ekki ytri þrýsting, tímaskort og covidþreytu hafa áhrif á fagmennsku okkar og verum óhrædd við að vera talsmenn leikskólabarna. Ef þú starfar í leikskóla og ert sammála mér um að stíga varlega til jarðar mæli ég með að þú vekir athygli á málinu á þínum vinnustað og á samfélagsmiðlum. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Ef að þú er foreldri eða aðstandandi leikskólabarns hvet ég þig til að vekja athygli á þessu á samfélagsmiðlum og skrifa sveitarfélaginu þínu hvatningu til að bæta mönnun leikskóla í samræmi við styttinguna. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla og talsmaður leikskólaþróunar sem hefur hagsmuni barna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Kæru samborgarar, stytting vinnuvikunnar er þarft verkefni fyrir samfélagið okkar og ekki síst fjölskyldufólk. Fæstir gera sér þó grein fyrir hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar mun hafa á leikskóla því að hún má ekki kosta krónu aukalega. Allir leikskólar landsins standa nú frammi fyrir því verkefni að skipuleggja leikskólastarf með færra starfsfólki því að nú á að innleiða 36 stunda vinnuviku án þess að auka nokkuð við mönnun. Kennsla og umönnun barna er ekki verkefni sem er hægt að vinna hraðar eða stinga ofan í skúffu og klára daginn eftir. Börnin okkar þarfnast góðs starfsfólks sem hefur tíma og þekkingu til að sinna þeim að alúð og fagmennsku. Stytting vinnuvikunnar leiðir til undirmönnunar alla daga á hverjum einasta leikskóla á Íslandi. Ég tel íslenska leikskóla vera framúrskarandi á margan hátt en þessi breyting mun færa gæði íslensks leikskólastarf mörg ár aftur. Ein af forsendum styttingar vinnuvikunnar er að ekki mega skerða þjónustu en það sér hver sem vill sjá að slík undirmönnun er skerðing á þjónustu við börnin. Opinberi skilningurinn virðist vera að svo lengi sem opnunartími leikskóla skerðist ekki sé það ekki þjónustuskerðing, gæði starfsins og öryggi barnanna hafa þar ekkert vægi. Ég geri mér grein fyrir að leikskólar eru ekki þeir einu sem þurfa að ráða fram úr flóknum viðfangsefnum varðandi styttingu vinnuvikunnar en nemendur okkar eru viðkvæmir skjólstæðingar og að okkur ber að standa vörð um hagsmuni þeirra. Ég tel styttingu vinnuvikunnar vera þarft verkefni en ég tel að þessi útfærsla sem ekki má kosta krónu sé röng leið og verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Við erum að gera grundvallarbreytingu á fyrsta skólastiginu í miðjum covid storminum þar sem leikskólar starfa eftir ströngum sóttvarnarreglum og eru uppteknir við að komast í gegnum kófið. Það er sérlega erfitt að ræða þessar breytingar eins og þarf þegar allir starfsmenn eru aðskildir í sóttvarnarhólfum og bæði starfsmenn og stjórnendur eru langþreyttir eftir langan covid vetur. Ég legg því til að starfsmenn leikskóla fari rólega í slíkar grundvallarbreytingar og byrji á lágmarksstyttingu. Það er skýrt í kjarasamningum að stytting vinnuvikunnar er samvinnuverkefni á hverjum vinnustað. Látum ekki ytri þrýsting, tímaskort og covidþreytu hafa áhrif á fagmennsku okkar og verum óhrædd við að vera talsmenn leikskólabarna. Ef þú starfar í leikskóla og ert sammála mér um að stíga varlega til jarðar mæli ég með að þú vekir athygli á málinu á þínum vinnustað og á samfélagsmiðlum. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Ef að þú er foreldri eða aðstandandi leikskólabarns hvet ég þig til að vekja athygli á þessu á samfélagsmiðlum og skrifa sveitarfélaginu þínu hvatningu til að bæta mönnun leikskóla í samræmi við styttinguna. Þú getur bæst í hópinn „Förum hægt í styttingu vinnuviku leikskólastarfsmanna“ á Facebook. Höfundur er deildarstjóri í leikskóla og talsmaður leikskólaþróunar sem hefur hagsmuni barna að leiðarljósi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun