Segja Tarrant hafa misheppnast ætlunarverk sitt með árásinni í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 15:31 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á þeim mistökum sem rannsóknarnefndin uppgötvaði og segir að tillögum nefndarinnar verði fylgt eftir. AP/Vincent Thian Þrátt fyrir að nefnd sem rannsakað hefur hina mannskæðu hryðjuverkaárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi, hafi fundið galla á reglugerðum og áherslu, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hið opinbera hefði ekki getað komið í veg fyrir árásina ef þessir gallar og önnur mistök hefðu ekki verið til staðar. Í mars í fyrra skaut hinn ástralski Brenton Tarrant 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch. Hann notaðist við hálfsjálfvirk vopn og sýndi árásina í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á hjálmi sínum. Árásarmaðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar. Í kjölfar árásarinnar var stofnuð sérstök nefnd sem átti meðal annars að kanna aðdraganda árásarinnar og hvort að yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hana. Nefndin opinberaði niðurstöður sínar í morgun. Í stuttu máli segir nefndin engin mistök eða vankanntar á hinu opinbera hafi fundist sem hefðu leitt til þess að ætlanir Tarrant myndu uppgötvast, eins og bent er á í samantekt Guardian. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fjallaði um skýrsluna í morgun sagðist hún að þó að ekki hafi verið hægt að stöðva árásina hafi mistök fundist og baðst hún afsökunar á því. Hún sagði að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja allar tillögur nefndarinnar. Þar á meðal eru tillögur um að stofna nýja leyniþjónustu, Í niðurstöðum nefndarinnar segir að Tarrant hafi sýnt af sér rasisma frá unga aldri. Hann flutti til Nýja-Sjálands í ágúst 2017 og varði miklum tíma í að skipuleggja og undirbyggja hryðjuverkaárás. Hann átti enga nána vini og forðaðist viðburði. Þá segir að hann hafi fengið skotvopnaleyfi innan við þremur mánuðum eftir að hann flutti til landsins og það þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga sögu í Nýja-Sjálandi. Nefndin segir að ekki hafi verið farið nægilega vel yfir umsókn hans. Brenton Harrison Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar.AP/John Kirk-Anderson Þá sagði nefndin einnig að yfirvöld Nýja Sjálands hafi lagt of mikla áherslu á varnir gegn íslamistum og mögulegum hryðjuverkum þeirra. Einnig kemur fram í skýrslu nefndarinnar að nokkrum mánuðum fyrir árásina hafi Tarrant farið á sjúkrahús eftir að hafa skotið sjálfan sig fyrir mistök. Það skotsár var ekki tilkynnt til lögreglu og segir nefndin að þörf sé á slíkum reglum. Nefndin segir einnig að Tarrant hafi misheppnast ætlunarverk sitt. Hann hafi ætlað sér að valda óreiðu og óeiningu innan Nýja-Sjálands en það hafi ekki gengið yfir. Þvert á móti hafi Ný-Sjálendingar snúið bökum saman vegna árásarinnar og staðið vörð um gildi þeirra og hvað það þýðir að búa í Nýja-Sjálandi. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar 27. ágúst 2020 07:03 Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. 21. desember 2019 09:09 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Í mars í fyrra skaut hinn ástralski Brenton Tarrant 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch. Hann notaðist við hálfsjálfvirk vopn og sýndi árásina í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á hjálmi sínum. Árásarmaðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar. Í kjölfar árásarinnar var stofnuð sérstök nefnd sem átti meðal annars að kanna aðdraganda árásarinnar og hvort að yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hana. Nefndin opinberaði niðurstöður sínar í morgun. Í stuttu máli segir nefndin engin mistök eða vankanntar á hinu opinbera hafi fundist sem hefðu leitt til þess að ætlanir Tarrant myndu uppgötvast, eins og bent er á í samantekt Guardian. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fjallaði um skýrsluna í morgun sagðist hún að þó að ekki hafi verið hægt að stöðva árásina hafi mistök fundist og baðst hún afsökunar á því. Hún sagði að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja allar tillögur nefndarinnar. Þar á meðal eru tillögur um að stofna nýja leyniþjónustu, Í niðurstöðum nefndarinnar segir að Tarrant hafi sýnt af sér rasisma frá unga aldri. Hann flutti til Nýja-Sjálands í ágúst 2017 og varði miklum tíma í að skipuleggja og undirbyggja hryðjuverkaárás. Hann átti enga nána vini og forðaðist viðburði. Þá segir að hann hafi fengið skotvopnaleyfi innan við þremur mánuðum eftir að hann flutti til landsins og það þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga sögu í Nýja-Sjálandi. Nefndin segir að ekki hafi verið farið nægilega vel yfir umsókn hans. Brenton Harrison Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar.AP/John Kirk-Anderson Þá sagði nefndin einnig að yfirvöld Nýja Sjálands hafi lagt of mikla áherslu á varnir gegn íslamistum og mögulegum hryðjuverkum þeirra. Einnig kemur fram í skýrslu nefndarinnar að nokkrum mánuðum fyrir árásina hafi Tarrant farið á sjúkrahús eftir að hafa skotið sjálfan sig fyrir mistök. Það skotsár var ekki tilkynnt til lögreglu og segir nefndin að þörf sé á slíkum reglum. Nefndin segir einnig að Tarrant hafi misheppnast ætlunarverk sitt. Hann hafi ætlað sér að valda óreiðu og óeiningu innan Nýja-Sjálands en það hafi ekki gengið yfir. Þvert á móti hafi Ný-Sjálendingar snúið bökum saman vegna árásarinnar og staðið vörð um gildi þeirra og hvað það þýðir að búa í Nýja-Sjálandi.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar 27. ágúst 2020 07:03 Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. 21. desember 2019 09:09 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar 27. ágúst 2020 07:03
Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42
Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. 21. desember 2019 09:09
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent