Heilbrigðisráðherra vongóður um útbreidda bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 21:40 Svandís Svavarsdóttir segist vongóð um góða þátttöku almennings í bólusetningu við veirunni. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vongóð um að þátttaka almennings í bólusetningu við Covid-19 verði góð. Íslendingar hafi alla jafnan verið jákvæðir gagnvart bólusetningum og það skipti miklu máli fyrir samfélagið allt að fólk taki þátt. „Það skiptir öllu máli vegna þess að það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið. Þannig að við erum í raun og veru ekki bara að gera okkur sjálfum greiða með því að fara í bólusetningu heldur samfélaginu öllu,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segist vongóð um að þátttakan verði góð. „Íslendingar eru og hafa verið að jafnaði mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum, við sjáum það í þátttöku okkar varðandi bólusetningar barna og bólusetningar aðrar almennt þannig að ég hef væntingar til þess að þetta muni ganga mjög vel og að það verði almenn þátttaka,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir tók í sömu strengi í færslu sem hún birti á Facebook fyrr í dag og vísaði hún þar til skoðanakönnunar Maskínu sem sýndi að 92 prósent landsmanna ætluðu að skrá sig í bólusetningu. Fólk verður ekki skyldað til þess að fara í bólusetningu en Svandís segir líklegt að ráðist verði í átak til þess að hvetja fólk til að bólusetja sig. „Það verður örugglega öflug kynning, bæði í gegn um miðla, samfélagsmiðla, á netinu og með öllum mögulegum aðferðum til að gera það, til þess að hvetja fólk til dáða. Ég held að við munum sýna það í því ferli, eins og við höfum sýnt í glímunni við faraldurinn, að við erum ansi öflug þegar við stöndum saman. Hún segir ekki tímabært að velta sér upp úr því hvort stór hópur fólks ákveði að bólusetja sig ekki. Hópur Íslendinga hafa undanfarna laugardaga mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og virðast margir þeirra andvígir bólusetningum. Einhverjir þeirra hafa einnig lýst yfir áhyggjum um að bólusetningar verði gerðar skyldar, en svo verður ekki. „Ég held að við eigum ekki að spekúlera í því akkúrat núna heldur eigum við að setja undir okkur hausinn og vonast til þess og vænta þess að það verði mjög almenn og öflug þátttaka í bólusetningum núna á næsta ári,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24 Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07 92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
„Það skiptir öllu máli vegna þess að það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur fyrir samfélagið. Þannig að við erum í raun og veru ekki bara að gera okkur sjálfum greiða með því að fara í bólusetningu heldur samfélaginu öllu,“ segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segist vongóð um að þátttakan verði góð. „Íslendingar eru og hafa verið að jafnaði mjög jákvæðir gagnvart bólusetningum, við sjáum það í þátttöku okkar varðandi bólusetningar barna og bólusetningar aðrar almennt þannig að ég hef væntingar til þess að þetta muni ganga mjög vel og að það verði almenn þátttaka,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir tók í sömu strengi í færslu sem hún birti á Facebook fyrr í dag og vísaði hún þar til skoðanakönnunar Maskínu sem sýndi að 92 prósent landsmanna ætluðu að skrá sig í bólusetningu. Fólk verður ekki skyldað til þess að fara í bólusetningu en Svandís segir líklegt að ráðist verði í átak til þess að hvetja fólk til að bólusetja sig. „Það verður örugglega öflug kynning, bæði í gegn um miðla, samfélagsmiðla, á netinu og með öllum mögulegum aðferðum til að gera það, til þess að hvetja fólk til dáða. Ég held að við munum sýna það í því ferli, eins og við höfum sýnt í glímunni við faraldurinn, að við erum ansi öflug þegar við stöndum saman. Hún segir ekki tímabært að velta sér upp úr því hvort stór hópur fólks ákveði að bólusetja sig ekki. Hópur Íslendinga hafa undanfarna laugardaga mætt á Austurvöll til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og virðast margir þeirra andvígir bólusetningum. Einhverjir þeirra hafa einnig lýst yfir áhyggjum um að bólusetningar verði gerðar skyldar, en svo verður ekki. „Ég held að við eigum ekki að spekúlera í því akkúrat núna heldur eigum við að setja undir okkur hausinn og vonast til þess og vænta þess að það verði mjög almenn og öflug þátttaka í bólusetningum núna á næsta ári,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24 Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07 92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
„Lokaspretturinn er að hefjast“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að sem flestir Íslendingar láti bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá segir hún tilefni til bjartsýni til nýs árs. Nú sé lokaspretturinn í baráttunni við veiruna að hefjast. 8. desember 2020 17:24
Pfizer-bóluefnið virðist veita góða vörn eftir fyrsta skammt Fyrstu athuganir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna á virkni bóluefnis Pfizer benda til þess að það veiti góða vörn gegn kórónuveirunni á innan við tíu dögum frá fyrsta skammti. 8. desember 2020 14:07
92% Íslendinga ætla í bólusetningu Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu. 8. desember 2020 09:33