Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2020 23:35 Hæstiréttur Bandaríkjanna féllst ekki á beiðni um að ógilda 2,5 milljónir atkvæða í Pennsylvaníu. Robert Alexander/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. Málssóknin sem Hæstiréttur vísaði frá var lögð fram af Mike Kelly, þingmanni Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild, og er liður í tilraunum Donalds Trump fráfarandi forseta og stuðningsmanna hans til þess að tryggja Trump áframhaldandi setu í Hvíta húsinu. Sneri málsóknin að því að ríkislög í Pennsylvaníu, sem sett voru 2019 og heimiluðu póstsendingu atkvæða, væru andstæð stjórnarskrá. Því bæri að sleppa því að telja atkvæði sem send höfðu verið með pósti. Hæstiréttur hafnaði því hins vegar, að því er virðist samróma. Þrír af níu dómurum við réttinn voru skipaðir af Trump. Kelly höfðaði málið ásamt fleirum þann 21. nóvember síðastliðinn og fór fram á að Pennsylvaníuríki myndi annað hvort ógilda þær 2,5 milljónir atkvæða sem bárust með pósti, eða að löggjafarþing ríkisins, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, fengi að velja þá kjörmenn sem að lokum greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt síðar í þessum mánuði. Hæstiréttur Pennsylvaníu hafði áður vísað málinu frá, á þeim forsendum að Repúblikanaflokkurinn hefði dregið það um of að fara með stjórnskipulegt gildi laganna fyrir dóm. Lögmenn Toms Wolf, ríkisstjóra Pennsylvaníu, í málinu, segja að fullyrðingar Kellys um að lögin séu andstæð stjórnarskrá séu algerlega úr lausu lofti gripnar. „Eftir að hafa beðið í meira en eitt ár með að láta reyna á gildi [laganna], og að hafa reynt að nota reglur réttarkerfisins sér í hag í leiðinni, koma þeir [Repúblikanar] fyrir dóminn með óhreinar hendur og fara fram á að heilt ríki verði útilokað [frá kosningunum],“ sögðu lögmennirnir meðal annars í skriflegum forsendum til Hæstaréttar. Trump tapaði kosningunum í upphafi síðasta mánaðar. Hann hefur þó haldið frammi staðhæfingum um kosningasvindl, án þess að færa fyrir þeim haldbærar sannanir.Mark Makela/Getty Trump batt vonir við Hæstarétt Niðurstaða Hæstaréttar í málinu er talin mikið reiðarslag fyrir Trump í þeirri vegferð sem hann hefur verið á frá því úrslit kosninganna urðu ljós. Hann hefur ítrekað haft uppi stoðlausar fullyrðingar um að brögð hafi verið í tafli og að hann hefði unnið kosningarnar, ef ekki hefði verið fyrir víðtækt kosningasvindl sem hann hefur ekki fært neinar sönnur fyrir. Á stuðningsmannafundi sem fráfarandi forsetinn hélt síðastliðinn laugardag í Georgíuríki hélt forsetinn uppteknum hætti. Sagði hann meðal annar að kosningarnar hafi verið uppfullar af „svikum, prettum og blekkingum.“ „Vonandi mun löggjafarvaldið og Hæstiréttur Bandaríkjanna stíga fram og bjarga landinu okkar,“ sagði Trump fyrir framan skara stuðningsmanna sinna á laugardag. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump hafði orð á því að Hæstiréttur myndi taka til greina ásakanir hans um kosningasvik, eða aðrar tilraunir til að fá úrslitunum kosninganna snúið sér í hag. Í ræðu sem hann hélt í síðustu viku setti hann fram svipuð sjónarmið, þegar hann sagðist vona að dómstólar „og sérstaklega Hæstiréttur“ myndu sjá að kosningarnar hefðu verið „algjört klúður“ og þeir myndu gera það sem væri „rétt fyrir landið.“ Kjörmenn koma senn saman Minna en vika er þangað til kjörmenn hvers ríkis koma saman og greiða frambjóðendum formlega þau kjörmannaatkvæði sem þeir tryggðu sér í kosningunum, en það gerist næstkomandi mánudag, 14. nóvember. Biden tryggði sér 306 kjörmenn, en Trump 238. Er það sami munur og var þegar Trump bar sigurorð af Demókratanum Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016. Trump sagði hins vegar á fréttamannafundi í lok síðasta mánaðar að hann muni una niðurstöðunni, fari svo að fleiri kjörmenn greiði Biden atkvæði sitt. Fullyrðingar um svik og svindl voru þó ekki langt undan. „Það verður mjög erfitt að viðurkenna ósigur því við vitum að það var víðtækt kosningasvindl,“ sagði Trump. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump-liðar reyna að troða sem flestum málum í gegn fyrir embættistöku Bidens Ráðgjafar Donald Trumps, forseta, og starfsmenn Hvíta hússins segja hann virðast þungan á brún og að hann hafi engan áhuga á vinnunni. Það er þrátt fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. 7. desember 2020 12:56 Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. 7. desember 2020 09:00 Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. 6. desember 2020 08:15 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Málssóknin sem Hæstiréttur vísaði frá var lögð fram af Mike Kelly, þingmanni Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild, og er liður í tilraunum Donalds Trump fráfarandi forseta og stuðningsmanna hans til þess að tryggja Trump áframhaldandi setu í Hvíta húsinu. Sneri málsóknin að því að ríkislög í Pennsylvaníu, sem sett voru 2019 og heimiluðu póstsendingu atkvæða, væru andstæð stjórnarskrá. Því bæri að sleppa því að telja atkvæði sem send höfðu verið með pósti. Hæstiréttur hafnaði því hins vegar, að því er virðist samróma. Þrír af níu dómurum við réttinn voru skipaðir af Trump. Kelly höfðaði málið ásamt fleirum þann 21. nóvember síðastliðinn og fór fram á að Pennsylvaníuríki myndi annað hvort ógilda þær 2,5 milljónir atkvæða sem bárust með pósti, eða að löggjafarþing ríkisins, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, fengi að velja þá kjörmenn sem að lokum greiða forsetaframbjóðanda atkvæði sitt síðar í þessum mánuði. Hæstiréttur Pennsylvaníu hafði áður vísað málinu frá, á þeim forsendum að Repúblikanaflokkurinn hefði dregið það um of að fara með stjórnskipulegt gildi laganna fyrir dóm. Lögmenn Toms Wolf, ríkisstjóra Pennsylvaníu, í málinu, segja að fullyrðingar Kellys um að lögin séu andstæð stjórnarskrá séu algerlega úr lausu lofti gripnar. „Eftir að hafa beðið í meira en eitt ár með að láta reyna á gildi [laganna], og að hafa reynt að nota reglur réttarkerfisins sér í hag í leiðinni, koma þeir [Repúblikanar] fyrir dóminn með óhreinar hendur og fara fram á að heilt ríki verði útilokað [frá kosningunum],“ sögðu lögmennirnir meðal annars í skriflegum forsendum til Hæstaréttar. Trump tapaði kosningunum í upphafi síðasta mánaðar. Hann hefur þó haldið frammi staðhæfingum um kosningasvindl, án þess að færa fyrir þeim haldbærar sannanir.Mark Makela/Getty Trump batt vonir við Hæstarétt Niðurstaða Hæstaréttar í málinu er talin mikið reiðarslag fyrir Trump í þeirri vegferð sem hann hefur verið á frá því úrslit kosninganna urðu ljós. Hann hefur ítrekað haft uppi stoðlausar fullyrðingar um að brögð hafi verið í tafli og að hann hefði unnið kosningarnar, ef ekki hefði verið fyrir víðtækt kosningasvindl sem hann hefur ekki fært neinar sönnur fyrir. Á stuðningsmannafundi sem fráfarandi forsetinn hélt síðastliðinn laugardag í Georgíuríki hélt forsetinn uppteknum hætti. Sagði hann meðal annar að kosningarnar hafi verið uppfullar af „svikum, prettum og blekkingum.“ „Vonandi mun löggjafarvaldið og Hæstiréttur Bandaríkjanna stíga fram og bjarga landinu okkar,“ sagði Trump fyrir framan skara stuðningsmanna sinna á laugardag. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump hafði orð á því að Hæstiréttur myndi taka til greina ásakanir hans um kosningasvik, eða aðrar tilraunir til að fá úrslitunum kosninganna snúið sér í hag. Í ræðu sem hann hélt í síðustu viku setti hann fram svipuð sjónarmið, þegar hann sagðist vona að dómstólar „og sérstaklega Hæstiréttur“ myndu sjá að kosningarnar hefðu verið „algjört klúður“ og þeir myndu gera það sem væri „rétt fyrir landið.“ Kjörmenn koma senn saman Minna en vika er þangað til kjörmenn hvers ríkis koma saman og greiða frambjóðendum formlega þau kjörmannaatkvæði sem þeir tryggðu sér í kosningunum, en það gerist næstkomandi mánudag, 14. nóvember. Biden tryggði sér 306 kjörmenn, en Trump 238. Er það sami munur og var þegar Trump bar sigurorð af Demókratanum Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016. Trump sagði hins vegar á fréttamannafundi í lok síðasta mánaðar að hann muni una niðurstöðunni, fari svo að fleiri kjörmenn greiði Biden atkvæði sitt. Fullyrðingar um svik og svindl voru þó ekki langt undan. „Það verður mjög erfitt að viðurkenna ósigur því við vitum að það var víðtækt kosningasvindl,“ sagði Trump.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump-liðar reyna að troða sem flestum málum í gegn fyrir embættistöku Bidens Ráðgjafar Donald Trumps, forseta, og starfsmenn Hvíta hússins segja hann virðast þungan á brún og að hann hafi engan áhuga á vinnunni. Það er þrátt fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. 7. desember 2020 12:56 Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. 7. desember 2020 09:00 Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. 6. desember 2020 08:15 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Trump-liðar reyna að troða sem flestum málum í gegn fyrir embættistöku Bidens Ráðgjafar Donald Trumps, forseta, og starfsmenn Hvíta hússins segja hann virðast þungan á brún og að hann hafi engan áhuga á vinnunni. Það er þrátt fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. 7. desember 2020 12:56
Barr ekki lengur í náðinni og sagður íhuga að hætta William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, íhugar að hætta sem ráðherra, áður en kjörtímabild Donald Trumps, forseta, rennur út í næsta mánuði. Trump brást mjög reiður við þegar Barr sagði nýverið í viðtali að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. 7. desember 2020 09:00
Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi hringt í ríkisstjóra Georgíu-ríkis, og þrýst á hann um að gera það sem hann gæti til þess að snúa niðurstöðum forsetakosningannna í ríkinu Trump í vil. 6. desember 2020 08:15
27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51