Hvað gera „Mikaelélé“ og félagar gegn ensku meisturunum? Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2020 12:15 Mikael Anderson í leiknum gegn Atalanta í síðustu viku. Jonathan Moscrop/Getty Ensku meistararnir í Liverpool mæta dönsku meisturunum í FC Midtjylland á útivelli í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikið verður á MCH Arena í Herning. Það er ljóst fyrir leik kvöldsins að Liverpool endar í toppsæti riðilsins en Midtjylland endar í fjórða og síðasta sætinu. Þeir dönsku náðu í stig í síðustu umferð gegn Atalanta á meðan Liverpool vann Ajax. Íslendingurinn Mikael Anderson hefur ekki fengið mörg tækifæri í Meistaradeildinni til þessa en hann stimplaði sig inn og rúmlega það í síðustu umferð Meistaradeildarinnar gegn Atalanta. Mikael var settur á miðja miðjuna á útivelli gegn Atalanta í síðustu viku en hann hefur nær alla sína meistaraflokkstíð spilað sem vængmaður. Verkefnið leysti hann þó með mikilli sæmd. Frammistaða Sandgerðingsins var það öflug að Lasse Vibe, samherji hans hjá Midtjylland kallaði hann Mikaelélé eftir leikinn. Ekki slæmt hrós. Danski miðillin BT gaf honum einnig ansi góða einkunn í leikslok. Mikaelélé https://t.co/Yo1E03bKwP— Lasse Vibe (@LasseVibe) December 1, 2020 Fróðlegt verður að sjá í hvaða hlutverki Mikael verður í kvöld en reiknað er með að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hreyfi mikið við Liverpool liðinu og leyfi þeim leikmönnum sem spilað hafa minna, spreyta sig. Reiknað er þó með að einhverjir fastamenn verða í liðinu, til að mynda Jordan Henderson, en markvörðurinn, hinn írski Caoimhin Kelleher, verður að öllum líkindum áfram í markinu. Leikurinn skiptir líklega meira máli fyrir Midtjylland og þeirra fjárhag. Liðin fá veglega greiðslu fyrir jafntefli og sigur - og milljónirnar spila stærri þátt í bókhaldi danska liðsins en þess enska. MATCHDAY SIX Let's finish the group stage strongly, Reds #FCMLIV— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Leikur Midtjylland og Liverpool hefst klukkan 17.55 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Það er ljóst fyrir leik kvöldsins að Liverpool endar í toppsæti riðilsins en Midtjylland endar í fjórða og síðasta sætinu. Þeir dönsku náðu í stig í síðustu umferð gegn Atalanta á meðan Liverpool vann Ajax. Íslendingurinn Mikael Anderson hefur ekki fengið mörg tækifæri í Meistaradeildinni til þessa en hann stimplaði sig inn og rúmlega það í síðustu umferð Meistaradeildarinnar gegn Atalanta. Mikael var settur á miðja miðjuna á útivelli gegn Atalanta í síðustu viku en hann hefur nær alla sína meistaraflokkstíð spilað sem vængmaður. Verkefnið leysti hann þó með mikilli sæmd. Frammistaða Sandgerðingsins var það öflug að Lasse Vibe, samherji hans hjá Midtjylland kallaði hann Mikaelélé eftir leikinn. Ekki slæmt hrós. Danski miðillin BT gaf honum einnig ansi góða einkunn í leikslok. Mikaelélé https://t.co/Yo1E03bKwP— Lasse Vibe (@LasseVibe) December 1, 2020 Fróðlegt verður að sjá í hvaða hlutverki Mikael verður í kvöld en reiknað er með að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hreyfi mikið við Liverpool liðinu og leyfi þeim leikmönnum sem spilað hafa minna, spreyta sig. Reiknað er þó með að einhverjir fastamenn verða í liðinu, til að mynda Jordan Henderson, en markvörðurinn, hinn írski Caoimhin Kelleher, verður að öllum líkindum áfram í markinu. Leikurinn skiptir líklega meira máli fyrir Midtjylland og þeirra fjárhag. Liðin fá veglega greiðslu fyrir jafntefli og sigur - og milljónirnar spila stærri þátt í bókhaldi danska liðsins en þess enska. MATCHDAY SIX Let's finish the group stage strongly, Reds #FCMLIV— Liverpool FC (@LFC) December 9, 2020 Leikur Midtjylland og Liverpool hefst klukkan 17.55 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira