Aukið eftirlit með komufarþegum um hátíðirnar Birgir Olgeirsson skrifar 9. desember 2020 12:01 Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm Icelandair mun tvöfalda flugáætlun sína í aðdraganda jólanna til að koma Íslendingum heim. Lögreglan mun auka eftirlit með komufarþegum til að tryggja að þeir fari eftir fyrirmælum um sóttkví. Icelandair hefur undanfarið verið með um 7 til 10 ferðir til landsins á viku. Ferðirnar verða um 20 þegar mest lætur fyrir jól og í janúar. „Í ferðum talið er þetta allavega tvöföldun á viku sem við ætlum að fljúga í kringum hátíðirnar til að koma fólki heim og aftur út. Þannig að það verður töluverð aukning á þessum tíma,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Miklar sóttvarnir verða um borð og grímuskylda um borð. Öllum fyrirmælum yfirvalda verður fylgt. Áfangastaðirnir miðast við það hvar Íslendingar eru flestir. „Það er London og borgirnar í Skandinavíu. Það er meira til Boston til að koma Íslendingum sem búa í Bandaríkjunum til Íslands. Og síðan aðeins til Þýskalands til að svara eftirspurn þar.“ Mikla áhyggjur eru af fjölda komufarþega til Íslands yfir jólin frá svæðum þar sem veiran er á mikilli siglingu. Farþegarnir geta valið á milli tvöfaldrar skimunar og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Farþegar sem ætla að njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina án þess að vera í sóttkví þurfa að vera komnir til Íslands fyrir átjánda desember. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að aukið eftirlit verði með komufarþegum yfir jólin. Bætt verður í upplýsingagjöf til farþega. „Farþegar munu fá fleiri skilaboð en áður. Svo verður fylgt eftir tilfellum þar sem fólk skilar sér ekki í seinni sýnatöku. Líka ef það koma ábendingar um að eitthvað sé ekki í lagi, þá er því líka fylgt eftir,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Farþegar verða til að mynda minntir á að þeir gætu vel veikst þó þeir þeir hafi ekki greinst með veiruna í fyrri sýnatöku á landamærunum. „Margir hafa tekið það sem þeir séu stikkfríir. En það verður minnt á að fólk sé ennþá í sóttkví þó það hafi fengið neikvætt úr fyrri skimun. Síðan eftir seinni sýnatökuna verður minnt á að fólk fylgist vel með sínum einkennum. Því það er mögulegt að það veikist eftir þessa fimm daga,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Hafa almannavarnir hvatt fólk til að halda öllum hittingum í lágmarki yfir aðventuna til að varna því að ný bylgja fari af stað í janúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Samkomubann á Íslandi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Icelandair hefur undanfarið verið með um 7 til 10 ferðir til landsins á viku. Ferðirnar verða um 20 þegar mest lætur fyrir jól og í janúar. „Í ferðum talið er þetta allavega tvöföldun á viku sem við ætlum að fljúga í kringum hátíðirnar til að koma fólki heim og aftur út. Þannig að það verður töluverð aukning á þessum tíma,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Miklar sóttvarnir verða um borð og grímuskylda um borð. Öllum fyrirmælum yfirvalda verður fylgt. Áfangastaðirnir miðast við það hvar Íslendingar eru flestir. „Það er London og borgirnar í Skandinavíu. Það er meira til Boston til að koma Íslendingum sem búa í Bandaríkjunum til Íslands. Og síðan aðeins til Þýskalands til að svara eftirspurn þar.“ Mikla áhyggjur eru af fjölda komufarþega til Íslands yfir jólin frá svæðum þar sem veiran er á mikilli siglingu. Farþegarnir geta valið á milli tvöfaldrar skimunar og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Farþegar sem ætla að njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina án þess að vera í sóttkví þurfa að vera komnir til Íslands fyrir átjánda desember. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að aukið eftirlit verði með komufarþegum yfir jólin. Bætt verður í upplýsingagjöf til farþega. „Farþegar munu fá fleiri skilaboð en áður. Svo verður fylgt eftir tilfellum þar sem fólk skilar sér ekki í seinni sýnatöku. Líka ef það koma ábendingar um að eitthvað sé ekki í lagi, þá er því líka fylgt eftir,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Farþegar verða til að mynda minntir á að þeir gætu vel veikst þó þeir þeir hafi ekki greinst með veiruna í fyrri sýnatöku á landamærunum. „Margir hafa tekið það sem þeir séu stikkfríir. En það verður minnt á að fólk sé ennþá í sóttkví þó það hafi fengið neikvætt úr fyrri skimun. Síðan eftir seinni sýnatökuna verður minnt á að fólk fylgist vel með sínum einkennum. Því það er mögulegt að það veikist eftir þessa fimm daga,“ segir Rögnvaldur Ólafsson. Hafa almannavarnir hvatt fólk til að halda öllum hittingum í lágmarki yfir aðventuna til að varna því að ný bylgja fari af stað í janúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Samkomubann á Íslandi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira