„Þetta er sem sagt verslun sem langafi stofnaði ásamt sínum bræðrum árið 1914,“ segir Eyþór í þættinum Um land allt á Stöð 2.
Verslun hefur verið rekin í húsinu frá árinu 1906. Bræðurnir Eyjólfsson byrjaði þó sem nýlenduvöruverslun en hóf að selja bækur árið 1920, fyrir einni öld. Þar fást bæði gamlar og nýjar bækur, sælgæti, hasarblöð, minjagripir og ýmis smávara. Á búðarborðinu má sjá að hægt er að kaupa notaðar bækur eftir vigt á 1.000 krónur kílóið.

Eyþór kveðst verða seint ríkur á þessu heldur reka verslunina fremur ánægjunnar vegna og til að halda fjölskyldusögunni gangandi. Búðin er í raun lifandi safn. Við hliðina er íbúð kaupmannshjónanna, langafa hans og langömmu, til sýnis.
Hér má sjá myndskeið úr þættinum:
Kynningarstiklu þáttarins um Flateyri má sjá hér: