Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2020 18:08 Mikil aðsókn var í Vesturbæjarlaug í morgun. Vísir/Vilhelm Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. „Við opnuðum klukkan hálf sjö í morgun og það fór rólega af stað. Það var samt töluvert af gestum en í venjulegu árferði og þegar komið er fram í miðjan desember þá er farið að draga aðeins úr aðsókn þannig að þetta fer rólega af stað. En samt, það hefur gengið vel á öllum stöðum,“ sagði Steinþór þegar hann ræddi sundlaugamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki vita hversu margir hafi mætt í sund í Reykjavík í dag. „Það voru biðraðir í morgun við staðina en síðan hefur gengið alveg ágætlega og það er auðvitað enn í gangi skólasund og annað þannig að þau eru ekki talin inn í þessa takmörkun, grunnskólabörnin, en það hefur allt gengið vel. Það var ekki eins og var þegar við opnuðum um miðjan maí,“ segir Steinþór. Snjalllausnir koma til greina Einhverjar laugar hafa tekið upp á því að sýna á netinu í rauntíma hve margir séu ofan í lauginni. Steinþór segir hafa komið til greina að innleiða slíkt kerfi í sundlaugum Reykjavíkur. „Það er hluti af ýmsum snjalllausnum sem verið er að taka í notkun í Reykjavíkurborg. Það er ekki í sundlaugunum okkar núna eins og er og við teljum enn handvirkt ofan í laugarnar en það er ekki hægt að sjá það, ekki eins og staðan er í dag. Það geta alveg komið tímar að við getum ekki tekið við öllum. Svo er það líka þannig þegar takmörk eru að við viljum að fólk passi upp á tvo metrana og að menn hafi grímunotkun í huga. Manni fannst það í laugunum í morgun, og manni fannst það bara almennt, að grímunotkun var í gangi. Við höfum lagt áherslu á það að fólk haldi þessu bili og fólk sýni tillitssemi,“ segir Steinþór. Aukin þrif og sóttvarnir í fyrirrúmi Ekki er grímuskylda í gildi í sundlaugunum en Steinþór segir grímuskylduna orðna almenna og fólk noti grímurnar þegar það kemur inn í almenningsrými en taki þær svo niður þegar það fer inn í búningsklefa. „Það er ekki að fara með grímurnar í pottana. En ef fólk er ekki með grímur eru til sölu grímur í laugunum. Þannig að við leggjum áherslu á það að verið sé að fara eftir öllum þeim fyrirmælum sem okkur ber að fara eftir. Við erum þakklát fyrir að geta opnað og þess vegna viljum við að allir taki tillit hver til annars,“ segir hann. Hann segir að vel sé hugað að sóttvörnum inni í búningsklefum, þar sem sameiginlegir snertifletir eru margir. Þrif hafi verið aukin á öllum snertiflötum. Víðast hvar hafa hlutir einnig verið teknir úr umferð sem líklegir eru til að margir komi við, eins og hárþurrkur og aðrir sameiginlegir hlutir. Þá hafi sprittbrúsum verið komið fyrir víðs vegar um laugarsvæðin. Hægt er að hlusta á viðtali við Steinþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Við opnuðum klukkan hálf sjö í morgun og það fór rólega af stað. Það var samt töluvert af gestum en í venjulegu árferði og þegar komið er fram í miðjan desember þá er farið að draga aðeins úr aðsókn þannig að þetta fer rólega af stað. En samt, það hefur gengið vel á öllum stöðum,“ sagði Steinþór þegar hann ræddi sundlaugamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki vita hversu margir hafi mætt í sund í Reykjavík í dag. „Það voru biðraðir í morgun við staðina en síðan hefur gengið alveg ágætlega og það er auðvitað enn í gangi skólasund og annað þannig að þau eru ekki talin inn í þessa takmörkun, grunnskólabörnin, en það hefur allt gengið vel. Það var ekki eins og var þegar við opnuðum um miðjan maí,“ segir Steinþór. Snjalllausnir koma til greina Einhverjar laugar hafa tekið upp á því að sýna á netinu í rauntíma hve margir séu ofan í lauginni. Steinþór segir hafa komið til greina að innleiða slíkt kerfi í sundlaugum Reykjavíkur. „Það er hluti af ýmsum snjalllausnum sem verið er að taka í notkun í Reykjavíkurborg. Það er ekki í sundlaugunum okkar núna eins og er og við teljum enn handvirkt ofan í laugarnar en það er ekki hægt að sjá það, ekki eins og staðan er í dag. Það geta alveg komið tímar að við getum ekki tekið við öllum. Svo er það líka þannig þegar takmörk eru að við viljum að fólk passi upp á tvo metrana og að menn hafi grímunotkun í huga. Manni fannst það í laugunum í morgun, og manni fannst það bara almennt, að grímunotkun var í gangi. Við höfum lagt áherslu á það að fólk haldi þessu bili og fólk sýni tillitssemi,“ segir Steinþór. Aukin þrif og sóttvarnir í fyrirrúmi Ekki er grímuskylda í gildi í sundlaugunum en Steinþór segir grímuskylduna orðna almenna og fólk noti grímurnar þegar það kemur inn í almenningsrými en taki þær svo niður þegar það fer inn í búningsklefa. „Það er ekki að fara með grímurnar í pottana. En ef fólk er ekki með grímur eru til sölu grímur í laugunum. Þannig að við leggjum áherslu á það að verið sé að fara eftir öllum þeim fyrirmælum sem okkur ber að fara eftir. Við erum þakklát fyrir að geta opnað og þess vegna viljum við að allir taki tillit hver til annars,“ segir hann. Hann segir að vel sé hugað að sóttvörnum inni í búningsklefum, þar sem sameiginlegir snertifletir eru margir. Þrif hafi verið aukin á öllum snertiflötum. Víðast hvar hafa hlutir einnig verið teknir úr umferð sem líklegir eru til að margir komi við, eins og hárþurrkur og aðrir sameiginlegir hlutir. Þá hafi sprittbrúsum verið komið fyrir víðs vegar um laugarsvæðin. Hægt er að hlusta á viðtali við Steinþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56
Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48