Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2020 20:16 Arnar Þór á hliðarlínunni. vísir/bára Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu dróst í dag í riðil með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlakeppni EM U21 sem fer fram í Ungverjalandi á næsta ári. „Frakkarnir eru frábærir og Danirnir eru það líka. Rússarnir eru með aðeins fleiri íbúa en við Íslendingar svo þetta verður stórt verkefni en þetta verður erfitt verkefni,“ sagði Arnar Þór. „Við förum inn í riðilinn með það markmið að stríða hinum liðunum. Auðvitað viljum við fara áfram. Við settum okkar það markmið fyrir undankeppnina að fara á lokakeppnina. Sem þjálfari og leikmaður fer maður ekki inn í svona riðil með þann hugsunarhátt að vera bara með. Við erum ekki þar. Við ætlum að ná í stig og reyna fara áfram en það er stærra markmiðið að halda áfram að þróa leikmenn.“ Arnar benti á hvað gerðist eftir EM 2011 er leikmenn eins og Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson fóru með íslenska U21 árs landsliðinu á EM. „Við sáum árið 2011 hvað þetta getur verið mikilvægt fyrir framtíðina. Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa búið til þennan vettvang, þennan stökkpall fyrir sjálfan sig, til þess að taka næsta skref á sínum ferli. Bæði sem lið fyrir Ísland og fyrir sjálfan sig sem einstakling. Markmiðið er að sjálfsögðu að fara áfram en við erum með önnur markmið og þeir eru meira framtíðar.“ Leikur Ísland þróaðist mikið í riðlakeppninni og undir lokin var liðið að ná í úrslit sem það hefði kannski ekki gert í upphafi riðilsins. „Bæði ég og Eiður höfum rætt mikið er að eftir fyrsta árið 2019 þá áttum við góða kafla í leikjum en gátum ekki klárað á því. Til að mynda úti á Ítalíu. Spiluðum vel en töpuðum 3-0. Núna síðasta haust þá vorum við orðnir meira þroskaðir og sáum það gegn Ítalíu hérna heima. Við erum að spila á móti liði þar sem eru margir frábærir leikmenn. Þeir eru aldir upp við það að vinna. Strákarnir okkar og liðið var komið á þann stað að þeir höndluðu þetta alveg. Það er mikilvægt að hafa þennan stíganda í þessu eins og þú segir.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, kom inn á það að undanfarin ár hafi vantað hraða og styrk. „Sá fljótasti undanfarin ár kemur frá Jamaíka. Við eigum einn sem er að hluta til frá Jamaíka og það er Mikael Anderson. Hann er öskufljótur en þetta er ekki í okkar DNA. Við þurfum að spila út frá okkar styrkleikum og nota okkar styrki, sama í hvaða íþrótt það er. Við gerum þetta mjög vel frá liðsheildinni og frá því sem við erum góðir í.“ Klippa: Sportpakkinn - Arnar um U21 riðilinn KSÍ Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu dróst í dag í riðil með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlakeppni EM U21 sem fer fram í Ungverjalandi á næsta ári. „Frakkarnir eru frábærir og Danirnir eru það líka. Rússarnir eru með aðeins fleiri íbúa en við Íslendingar svo þetta verður stórt verkefni en þetta verður erfitt verkefni,“ sagði Arnar Þór. „Við förum inn í riðilinn með það markmið að stríða hinum liðunum. Auðvitað viljum við fara áfram. Við settum okkar það markmið fyrir undankeppnina að fara á lokakeppnina. Sem þjálfari og leikmaður fer maður ekki inn í svona riðil með þann hugsunarhátt að vera bara með. Við erum ekki þar. Við ætlum að ná í stig og reyna fara áfram en það er stærra markmiðið að halda áfram að þróa leikmenn.“ Arnar benti á hvað gerðist eftir EM 2011 er leikmenn eins og Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson fóru með íslenska U21 árs landsliðinu á EM. „Við sáum árið 2011 hvað þetta getur verið mikilvægt fyrir framtíðina. Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa búið til þennan vettvang, þennan stökkpall fyrir sjálfan sig, til þess að taka næsta skref á sínum ferli. Bæði sem lið fyrir Ísland og fyrir sjálfan sig sem einstakling. Markmiðið er að sjálfsögðu að fara áfram en við erum með önnur markmið og þeir eru meira framtíðar.“ Leikur Ísland þróaðist mikið í riðlakeppninni og undir lokin var liðið að ná í úrslit sem það hefði kannski ekki gert í upphafi riðilsins. „Bæði ég og Eiður höfum rætt mikið er að eftir fyrsta árið 2019 þá áttum við góða kafla í leikjum en gátum ekki klárað á því. Til að mynda úti á Ítalíu. Spiluðum vel en töpuðum 3-0. Núna síðasta haust þá vorum við orðnir meira þroskaðir og sáum það gegn Ítalíu hérna heima. Við erum að spila á móti liði þar sem eru margir frábærir leikmenn. Þeir eru aldir upp við það að vinna. Strákarnir okkar og liðið var komið á þann stað að þeir höndluðu þetta alveg. Það er mikilvægt að hafa þennan stíganda í þessu eins og þú segir.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, kom inn á það að undanfarin ár hafi vantað hraða og styrk. „Sá fljótasti undanfarin ár kemur frá Jamaíka. Við eigum einn sem er að hluta til frá Jamaíka og það er Mikael Anderson. Hann er öskufljótur en þetta er ekki í okkar DNA. Við þurfum að spila út frá okkar styrkleikum og nota okkar styrki, sama í hvaða íþrótt það er. Við gerum þetta mjög vel frá liðsheildinni og frá því sem við erum góðir í.“ Klippa: Sportpakkinn - Arnar um U21 riðilinn
KSÍ Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira