Baðst afsökunar á aðkomu sinni að grimmilegum morðum fyrir aftöku Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2020 09:22 Brandon Bernard var 40 ára gamall þegar hann var tekinn af lífi í gærkvöldi. Hann var dæmdur til dauða árið 1999. Vísir/AP Brandon Bernard, sem dæmdur var til dauða árið 1999, var tekinn af lífi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Hann var fyrstur af fimm alríkisföngum í Bandaríkjunum sem ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi forseta, fyrirskipaði nýverið að ætti að taka af lífi áður en hann lætur af embætti í janúar. Bernard var sprautaður með eitri í fangelsi í Indiana í gærkvöldi. Hann var 40 ára gamall og yngsti fangi sem tekinn er af lífi í alríkiskerfi Bandaríkjanna í nærri því 70 ár, samkvæmt frétt BBC. Hann var einn úr hópi manna sem myrtu hjón á grimmilegan hátt í Texas árið 1999. Bernard og fjórir aðrir táningar rændu þau Todd og Stacie Bagley og þvinguðu þau í skott bíls þeirra. Þar skaut hinn nítján ára gamli Christopher Vialva þau til bana og Bernard kveikti í bílnum. Vialva var tekinn af lífi fyrr á árinu. Áður en hann var tekinn af lífi bað Bernard fjölskyldu Bagley hjónanna afsökunnar. Hann sagðist ekki geta sagt meira en það og sagðist hann hafa beðið eftir tækifæri til að biðjast afsökunar. Þá bæði á þeim sársauka sem hann olli fjölskyldumeðlimum hjónanna og eigin fjölskyldu. Áður en ríkisstjórn Trumps hóf aftökur alríkisfanga á nýjan leik fyrr á árinu höfðu einungis þrír menn verið teknir af lífi af alríkinu á síðustu 56 árum. Fyrsta aftakan fór fram í júlí en þá hafði alríkið ekki tekið fanga af lífi í sautján ár. Gangi eftir að taka alla fimm mennina af lífi fyrir 20. janúar verður Trump sá forseti Bandaríkjanna sem hefur fyrirskipað flestar aftökur á vegum alríkisins í heila öld eða alls þrettán, en í Bandaríkjunum er algengara að aftökur séu framkvæmdar af einstaka ríkjum frekar en á alríkisstiginu. Samkvæmt AP fréttaveitunni ræddi móðir Todd Bagley við fjölmiðla eftir aftökuna í gærkvöldi og færði hún Trump, William Barr dómsmálaráðherra, og öðrum starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins þakkir sínar. Hún sagði að án þessa ferlis hefði fjölskylda hennar aldrei fengið þá lokun sem þau þurftu. Þá sagði hún afsökunarbeiðni Bernard og Vialva hafa hjálpað henni mikið. Þar að auki sagðist hún fyrirgefa þeim. Næsta aftaka á að fara fram í dag. Þá á að taka hinn 56 ára gamla Alfred Bourgeois af lífi fyrir að hafa myrt tveggja ára dóttur sína. Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Bernard var sprautaður með eitri í fangelsi í Indiana í gærkvöldi. Hann var 40 ára gamall og yngsti fangi sem tekinn er af lífi í alríkiskerfi Bandaríkjanna í nærri því 70 ár, samkvæmt frétt BBC. Hann var einn úr hópi manna sem myrtu hjón á grimmilegan hátt í Texas árið 1999. Bernard og fjórir aðrir táningar rændu þau Todd og Stacie Bagley og þvinguðu þau í skott bíls þeirra. Þar skaut hinn nítján ára gamli Christopher Vialva þau til bana og Bernard kveikti í bílnum. Vialva var tekinn af lífi fyrr á árinu. Áður en hann var tekinn af lífi bað Bernard fjölskyldu Bagley hjónanna afsökunnar. Hann sagðist ekki geta sagt meira en það og sagðist hann hafa beðið eftir tækifæri til að biðjast afsökunar. Þá bæði á þeim sársauka sem hann olli fjölskyldumeðlimum hjónanna og eigin fjölskyldu. Áður en ríkisstjórn Trumps hóf aftökur alríkisfanga á nýjan leik fyrr á árinu höfðu einungis þrír menn verið teknir af lífi af alríkinu á síðustu 56 árum. Fyrsta aftakan fór fram í júlí en þá hafði alríkið ekki tekið fanga af lífi í sautján ár. Gangi eftir að taka alla fimm mennina af lífi fyrir 20. janúar verður Trump sá forseti Bandaríkjanna sem hefur fyrirskipað flestar aftökur á vegum alríkisins í heila öld eða alls þrettán, en í Bandaríkjunum er algengara að aftökur séu framkvæmdar af einstaka ríkjum frekar en á alríkisstiginu. Samkvæmt AP fréttaveitunni ræddi móðir Todd Bagley við fjölmiðla eftir aftökuna í gærkvöldi og færði hún Trump, William Barr dómsmálaráðherra, og öðrum starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins þakkir sínar. Hún sagði að án þessa ferlis hefði fjölskylda hennar aldrei fengið þá lokun sem þau þurftu. Þá sagði hún afsökunarbeiðni Bernard og Vialva hafa hjálpað henni mikið. Þar að auki sagðist hún fyrirgefa þeim. Næsta aftaka á að fara fram í dag. Þá á að taka hinn 56 ára gamla Alfred Bourgeois af lífi fyrir að hafa myrt tveggja ára dóttur sína.
Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira