Segir að Bale geti orðið Ferrari Tottenham-liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2020 17:46 Aukaspyrna Gareths Bale skapaði fyrra mark Tottenham gegn Antwerpen. getty/Tottenham Hotspur FC Gareth Bale getur verið eins konar Ferrari Tottenham-liðsins. Þetta segir Owen Hargreaves, fyrrverandi landsliðsmaður Englands. José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur notað Bale sparlega síðan hann kom til liðsins frá Real Madrid. Bale átti þátt í fyrra marki Spurs gegn Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en var í kjölfarið tekinn af velli. Tottenham vann leikinn, 2-0, og tryggði sér þar með efsta sætið í J-riðli. „Ef ég væri Gareth Bale væri ég ósáttur með að hafa verið tekinn út af. Ég er viss um að sjálfstraustið jókst eftir að hann tók aukaspyrnuna sem leiddi til marksins. Ég geri ráð fyrir að Mourinho hafi horft á fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik, fundist hann hafa séð nóg og aukaspyrnan hafi ekki breytt skoðun hans,“ sagði Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham, eftir leikinn í gær. Annar fyrrverandi leikmaður Tottenham, Glenn Hoddle, var ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðu Bales í leiknum í gær. „Ég hefði búist við að hann væri kominn lengra núna en hann virðist vera viðkvæmur og hikandi. Hann virðist enn vera óviss með líkama sinn og hefur ekki þessa hraðabreytingu. Hann er að nálgast hana en það er stór spurning hvort hann nær henni aftur,“ sagði Hoddle. Hargreaves var öllu jákvæðari í garð Bales en Jenas og Hoddle og segir að Walesverjinn geti skipt sköpum fyrir Tottenham. „Hann er enn að finna fjölina sína en hann sýnir samt hvað hann getur fært liðinu á einu augnabliki. Hann þarf að fá boltann oftar og ég held að það henti honum ekki að spila úti á kanti núna,“ sagði Hargreaves. „Faðir tími er ósigraður. Hann er kannski ekki eins kraftmikill og Formúlu 1 bíll en hann getur samt verið Ferrari eða eitthvað slíkt fyrir Tottenham.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. 11. desember 2020 09:30 Leicester og Tottenham unnu sína riðla en tap hjá Íslendingaliðinu Ensku liðin lentu ekki í miklum vandræðum í kvöld er sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist. Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru hins vegar í tapliði. 10. desember 2020 21:53 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sjá meira
José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur notað Bale sparlega síðan hann kom til liðsins frá Real Madrid. Bale átti þátt í fyrra marki Spurs gegn Antwerpen í Evrópudeildinni í gær en var í kjölfarið tekinn af velli. Tottenham vann leikinn, 2-0, og tryggði sér þar með efsta sætið í J-riðli. „Ef ég væri Gareth Bale væri ég ósáttur með að hafa verið tekinn út af. Ég er viss um að sjálfstraustið jókst eftir að hann tók aukaspyrnuna sem leiddi til marksins. Ég geri ráð fyrir að Mourinho hafi horft á fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik, fundist hann hafa séð nóg og aukaspyrnan hafi ekki breytt skoðun hans,“ sagði Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham, eftir leikinn í gær. Annar fyrrverandi leikmaður Tottenham, Glenn Hoddle, var ekkert sérstaklega hrifinn af frammistöðu Bales í leiknum í gær. „Ég hefði búist við að hann væri kominn lengra núna en hann virðist vera viðkvæmur og hikandi. Hann virðist enn vera óviss með líkama sinn og hefur ekki þessa hraðabreytingu. Hann er að nálgast hana en það er stór spurning hvort hann nær henni aftur,“ sagði Hoddle. Hargreaves var öllu jákvæðari í garð Bales en Jenas og Hoddle og segir að Walesverjinn geti skipt sköpum fyrir Tottenham. „Hann er enn að finna fjölina sína en hann sýnir samt hvað hann getur fært liðinu á einu augnabliki. Hann þarf að fá boltann oftar og ég held að það henti honum ekki að spila úti á kanti núna,“ sagði Hargreaves. „Faðir tími er ósigraður. Hann er kannski ekki eins kraftmikill og Formúlu 1 bíll en hann getur samt verið Ferrari eða eitthvað slíkt fyrir Tottenham.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. 11. desember 2020 09:30 Leicester og Tottenham unnu sína riðla en tap hjá Íslendingaliðinu Ensku liðin lentu ekki í miklum vandræðum í kvöld er sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist. Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru hins vegar í tapliði. 10. desember 2020 21:53 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sjá meira
Mourinho: Ómögulegt að halda öllum leikmönnum ánægðum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ráðlagði óánægðum leikmönnum sínum að drífa sig í heita sturtu. 11. desember 2020 09:30
Leicester og Tottenham unnu sína riðla en tap hjá Íslendingaliðinu Ensku liðin lentu ekki í miklum vandræðum í kvöld er sjötta og síðasta umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist. Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru hins vegar í tapliði. 10. desember 2020 21:53