Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2020 19:36 Bróðurpartur bóluefnisins sem kemur til landsins verður nýttur í að bólusetja framlínustarfsfólks, en langflestir þeirra starfa á Landspítalanum. Vísir/Egill Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk. Að óbreyttu munu 21 þúsund skammtar fyrir um 10.600 manns koma til landsins um áramót en þeir verða að mestu nýttir í að bólusetja forgangshópa út frá forgangslista heilbrigðisráðuneytisins; heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur á bráðamóttöku og gjörgæsludeild, covid-19 göngudeild og sem framkvæmir sýnatökur vegna covid, svo dæmi séu tekin. Sömuleiðis fá einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa bólusetningu. Þessir 21 þúsund skammtar eru um 3,8 prósent af því bóluefni sem ríkið er búið að tryggja sér. Það mun hins vegar ekki koma í ljós hvort Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fyrr en 29. desember þegar stofnunin tekur afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. „Nefnd hjá Lyfjastofnun Evrópu metur í rauninni árangur og aukaverkanir af bólusetningu og það veitir einungis markaðsleyfi ef það álítur árangurinn vera þannig að þetta gagnist fólki meira. Það er dagsetningin sem horft er svolítið á. Auðvitað vitum við ekki hvað kemur út úr honum. En þá er ekki bara metið hvort það komi markaðsleyfi eða ekki heldur hvað er ekki vitað, hvað viljum við vita betur. Þó við vitum ekki eitthvað, er það samt nægilega öruggt til að það sé hægt að fara að nota það. Þannig að sú niðurstaða kemur vonandi 29. desember,“ segir Hrefna Guðmundsdóttir, læknir hjá Lyfjastofnun. Hrefna segir að mikið ákall sé um gegnsæi í tengslum við bólusetningar og því hafi Lyfjastofnun Evrópu boðað til opins fundar fyrir almenning til að fara yfir þróun bóluefna og ástæður þess hve stuttan tíma þróunin hefur tekið. „Þegar lyfjafyrirtæki sækja um markaðsleyfi þá gera þau nánast allar rannsóknirnar áður en það er sótt um leyfið. Og þetta getur tekið nokkur ár. Í þessu áfangamati varðandi bóluefnin að þá eru gögn send inn til Lyfjastofnunar Evrópu bara þegar niðurstöður úr dýratilraunum liggja fyrir eða fyrstu rannsóknir á mönnum, og þá er það metið og gefið álit á því hvað þurfi að gera meira og svo framvegis. Þannig að þetta er allt metið í áföngum í staðinn fyrir að meta allt í einum pakka,“ segir Hrefna, aðspurð um hvernig hægt sé að stytta tímann í þróuninni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Að óbreyttu munu 21 þúsund skammtar fyrir um 10.600 manns koma til landsins um áramót en þeir verða að mestu nýttir í að bólusetja forgangshópa út frá forgangslista heilbrigðisráðuneytisins; heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur á bráðamóttöku og gjörgæsludeild, covid-19 göngudeild og sem framkvæmir sýnatökur vegna covid, svo dæmi séu tekin. Sömuleiðis fá einstaklingar sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarheimilum og öldrunardeildum sjúkrahúsa bólusetningu. Þessir 21 þúsund skammtar eru um 3,8 prósent af því bóluefni sem ríkið er búið að tryggja sér. Það mun hins vegar ekki koma í ljós hvort Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu fyrr en 29. desember þegar stofnunin tekur afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. „Nefnd hjá Lyfjastofnun Evrópu metur í rauninni árangur og aukaverkanir af bólusetningu og það veitir einungis markaðsleyfi ef það álítur árangurinn vera þannig að þetta gagnist fólki meira. Það er dagsetningin sem horft er svolítið á. Auðvitað vitum við ekki hvað kemur út úr honum. En þá er ekki bara metið hvort það komi markaðsleyfi eða ekki heldur hvað er ekki vitað, hvað viljum við vita betur. Þó við vitum ekki eitthvað, er það samt nægilega öruggt til að það sé hægt að fara að nota það. Þannig að sú niðurstaða kemur vonandi 29. desember,“ segir Hrefna Guðmundsdóttir, læknir hjá Lyfjastofnun. Hrefna segir að mikið ákall sé um gegnsæi í tengslum við bólusetningar og því hafi Lyfjastofnun Evrópu boðað til opins fundar fyrir almenning til að fara yfir þróun bóluefna og ástæður þess hve stuttan tíma þróunin hefur tekið. „Þegar lyfjafyrirtæki sækja um markaðsleyfi þá gera þau nánast allar rannsóknirnar áður en það er sótt um leyfið. Og þetta getur tekið nokkur ár. Í þessu áfangamati varðandi bóluefnin að þá eru gögn send inn til Lyfjastofnunar Evrópu bara þegar niðurstöður úr dýratilraunum liggja fyrir eða fyrstu rannsóknir á mönnum, og þá er það metið og gefið álit á því hvað þurfi að gera meira og svo framvegis. Þannig að þetta er allt metið í áföngum í staðinn fyrir að meta allt í einum pakka,“ segir Hrefna, aðspurð um hvernig hægt sé að stytta tímann í þróuninni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent