Atvinnuleysi hærra á meðal kvenna en karla Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2020 10:30 10,6 prósent eru án atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Almennt atvinnuleysi á landinu var 10,6 prósent í nóvember, sem er aukning frá fyrri mánuðum en minna en spár gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í nóvemberskýrslu Vinnumálastofnunar. Þar segir að atvinnuleysi var 9,9% í október, 9,0% í september og 8,5% í ágúst. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í desember en nokkru minna en í nóvember. Næstum 21 þúsund einstaklingar án atvinnu í lok nóvembermánaðar og nærri 5.500 í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt atvinnuleysi í almenna bótakerfinu og minnkaða starfshlutfallinu var 12,0 prósent í nóvember. Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.553 í lok nóvember. Þessi fjöldi samsvarar um 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Flestir erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá eru frá Póllandi, eða 4.186 sem eru um 49 prósent allra erlendra ríkisborgara á atvinnleysisskrá. Því næst koma Litháar, Lettar og Rúmenar en færri af öðrum þjóðernum. 3.900 manns hafa verið án atvinnu í meira en 12. Mánuði, samanborið við 1.500 manns í nóvember í fyrra. Hefur þeim því fjölgað um 2.380 á milli ára. Alls bárust 2 tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember, þar sem 40 starfsmönnum var sagt upp störfum, 27 í fjármálastarfsemi og 13 í heilbrigðis- og félagsþjónustu Atvinnuástandið er langt verst á Suðurnesjum, þar sem 21,4 prósent eru atvinnulausir. Þar á eftir er höfuðborgarsvæðið þar sem 10,6 prósent eru án atvinnu og 9,6 prósent á Suðurlandi. Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu. Heildaratvinnuleysið er nú 11,7% (10,4% í almenna kerfinu) meðal karla, en 12,2% (10,8% í almenna) meðal kvenna á landinu öllu. Alls komu inn 154 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í nóvember. Um nokkuð fjölbreytt störf var að ræða, mest stjórnunar-, sérfræðieða skrifstofustörf eða um 62 störf. Vinnumarkaður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Þar segir að atvinnuleysi var 9,9% í október, 9,0% í september og 8,5% í ágúst. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í desember en nokkru minna en í nóvember. Næstum 21 þúsund einstaklingar án atvinnu í lok nóvembermánaðar og nærri 5.500 í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt atvinnuleysi í almenna bótakerfinu og minnkaða starfshlutfallinu var 12,0 prósent í nóvember. Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.553 í lok nóvember. Þessi fjöldi samsvarar um 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Flestir erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá eru frá Póllandi, eða 4.186 sem eru um 49 prósent allra erlendra ríkisborgara á atvinnleysisskrá. Því næst koma Litháar, Lettar og Rúmenar en færri af öðrum þjóðernum. 3.900 manns hafa verið án atvinnu í meira en 12. Mánuði, samanborið við 1.500 manns í nóvember í fyrra. Hefur þeim því fjölgað um 2.380 á milli ára. Alls bárust 2 tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember, þar sem 40 starfsmönnum var sagt upp störfum, 27 í fjármálastarfsemi og 13 í heilbrigðis- og félagsþjónustu Atvinnuástandið er langt verst á Suðurnesjum, þar sem 21,4 prósent eru atvinnulausir. Þar á eftir er höfuðborgarsvæðið þar sem 10,6 prósent eru án atvinnu og 9,6 prósent á Suðurlandi. Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu. Heildaratvinnuleysið er nú 11,7% (10,4% í almenna kerfinu) meðal karla, en 12,2% (10,8% í almenna) meðal kvenna á landinu öllu. Alls komu inn 154 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í nóvember. Um nokkuð fjölbreytt störf var að ræða, mest stjórnunar-, sérfræðieða skrifstofustörf eða um 62 störf.
Vinnumarkaður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira