Þar segir að atvinnuleysi var 9,9% í október, 9,0% í september og 8,5% í ágúst. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í desember en nokkru minna en í nóvember.
Næstum 21 þúsund einstaklingar án atvinnu í lok nóvembermánaðar og nærri 5.500 í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt atvinnuleysi í almenna bótakerfinu og minnkaða starfshlutfallinu var 12,0 prósent í nóvember.
Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.553 í lok nóvember. Þessi fjöldi samsvarar um 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Flestir erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá eru frá Póllandi, eða 4.186 sem eru um 49 prósent allra erlendra ríkisborgara á atvinnleysisskrá. Því næst koma Litháar, Lettar og Rúmenar en færri af öðrum þjóðernum.
3.900 manns hafa verið án atvinnu í meira en 12. Mánuði, samanborið við 1.500 manns í nóvember í fyrra. Hefur þeim því fjölgað um 2.380 á milli ára.
Alls bárust 2 tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember, þar sem 40 starfsmönnum var sagt upp störfum, 27 í fjármálastarfsemi og 13 í heilbrigðis- og félagsþjónustu
Atvinnuástandið er langt verst á Suðurnesjum, þar sem 21,4 prósent eru atvinnulausir. Þar á eftir er höfuðborgarsvæðið þar sem 10,6 prósent eru án atvinnu og 9,6 prósent á Suðurlandi.
Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu. Heildaratvinnuleysið er nú 11,7% (10,4% í almenna kerfinu) meðal karla, en 12,2% (10,8% í almenna) meðal kvenna á landinu öllu.
Alls komu inn 154 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í nóvember. Um nokkuð fjölbreytt störf var að ræða, mest stjórnunar-, sérfræðieða skrifstofustörf eða um 62 störf.