Hann og sóttvarnlæknir hafa talsverðar áhyggjur af hópamyndunum nú um helgina.
„Það er ennþá veira í samfélaginu og hún á mjög auðvelt með að fara af stað í slíku umhverfi,“ segir Rögnvaldur sem bendir á fyrsti jólasveinninn kom til byggða í nótt sem ætti að gefa fólki góða mynd á hve stutt er til jóla. Veikist einhver á næstu dögum verður hann trúlega í einangrun um jólin.
„Ég held að það sé virkilega gott fyrir fólk að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin. Hvort það sé þess virði að taka sénsinn og fara út,“ segir Rögnvaldur og talar þar til fólks sem hefur jafnvel fengið boð um að mæta í gleðskap í kvöld.
Hann hefur þó fullan skilning á að fólk sé orðið þreytt á ástandinu og þrái tilbreytingu.
„En þetta er ekki búið. Það þarf meira úthald og það er ákall okkar til fólksins að sýna meira úthald og klára þetta með okkur.ׅ“