Staðan í leikhléi var 1-1 en í síðari hálfleik léku gestirnir sér að Dortmund og unnu leikinn 1-5.
Framtíð Lucien Favre, stjóra Dortmund, er sögð í óvissu og ummæli Mats Hummels, eins reynslumesta leikmanns Dortmund, í leikslok eru ekki til að styrkja starfsöryggi Favre.
„Við reynum alltaf að spila boltanum stutt og í lítil svæði og erum þess vegna með hátt hlutfall tapaðra bolta,“ sagði Hummels í leikslok og sparaði ekki hreinskilnina.
„Ef þetta virkar lítur þetta út eins og flottur fótbolti en það gerist sjaldan. Þetta krefst of mikilla hæfileika.“
„Það klikkaði margt í dag. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en gátum verið fegnir að fara í leikhléið með 1-1 stöðu.“
„Við gefum þeim boltann þegar þeir komast í 2-1, við gefum þeim boltann þegar þeir komast í 3-1 og aftur í 4-1. Við héldum bara áfram að gefa þeim boltann,“ sagði Hummels.