Um 300 nemendur á öllum aldri eru í Tónlistarskóla Rangæinga.Í desember hafa nemendur farið út um allt og spilað á stofnunum og hjá fyrirtækjum, en þannig er það ekki í ár vegna kórónuveirunnar.
Fiðludeild skólans hefur t.d. alltaf farið til Reykjavíkur og spilað á barnadeild Hringsins, Rjóðrinu og líknardeild Landsspítalans, það átti að gerast á morgun, mánudaginn 14. desember, en í stað þess verða nemendur staddir á Hvolsvelli og streyma tónleikunum beint klukkan 17:00 í gegnum Facbooksíðu skólans.
Í leiðinni ætla þau að láta gott af sér leiða og hafa tónleikana líka áheitatónleika til styrktar Einstökum börnum.
Crissie Guðmundsdóttir er fiðlukennarar skólans, ásamt Guðmundi Pálssyni.
„Þannig að við ákváðum bara að gera þetta í staðinn, því tónlistarskólinn er að streyma öllum jólatónleikum sínum núna í desember,“ segir Chrissie.

Crissie segir að streymistónleikar skólans hafi algjörlega slegið í gegn hjá foreldrum og aðstandendum nemenda, auk annarra áhugasamra. Tónleikarnir á morgun verða sjöunda af alls níu tónleikum skólans á netinu.
„Við ætlum að bjóða upp á allskonar jólalög og allskonar skemmtilegar útsetningar en þetta eru sem sagt krakkar alveg frá byrjendastigi, sem byrjuðu núna í haust á fiðlu og sem eru komin mjög langt í námi og eru komin langleiðin á miðstig,“ segir Chrissie.
