Bólusetning á Íslandi hefst öðru hvoru megin við áramót Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 20:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Vísir/Einar Árnason Ekki er útilokað að bólusetning gegn covid-19 hefjist hér á landi fyrir áramót að sögn heilbrigðisráðherra. Fyrstu skammtar bóluefnisins fari í umferð einhvern daginn í kringum áramótin. Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega með þeim hætti að fyrsti forgangshópurinn verði allur bólusettur fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. „Þetta eru sex fyrirtæki sem að við erum í viðræðum við, eða það er Evrópusambandið sem er í þessum viðræðum og við síðan í gegnum Svía fyrir okkur. Og þetta hefur gengið mjög vel,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fylgja þurfi ákveðnu ferli áður en bólusetning hefst sem kalli á að fyrst verði gengið frá samningum og gefin út leyfi áður en hægt verður að koma bóluefni í dreifingu og hefja bólusetningu. „Fyrir þennan fyrsta hluta frá Pfizer þá erum við í raun og veru komin með í hendi, núna í lok mánaðarins, rúmlega 21 þúsund skammta sem þýðir bóluefni fyrir 10.600 manns þannig að við getum byrjað, það verður svona öðru hvoru megin við áramótin sem við getum byrjað að bólusetja,“ sagði Svandís. „Við gerum ráð fyrir að ná samningum við sex aðila, nú er búið að undirrita við tvo og gerum ráð fyrir að undirrita við þann þriðja í næstu viku,“ sagði Svandís. Hver og einn þarf að fá bólusetningu tvisvar sinnum með tveggja til þriggja vikna millibili. Búist er við að markaðsleyfi fyrir bóluefnið verði samþykkt í Evrópu eigi síðar en þann 29. desember. Þegar það er í höfn segir Svandís að það verði forgangsmál hjá Lyfjastofnun að afgreiða það leyfi sem til þarf svo að unnt verði að hefja bólusetningu hér á landi. „Við getum tæknilega byrjað á næstu klukkustundum eftir að það liggur fyrir af því að það er búið að skipuleggja bæði dreifingu á efninu um allt land og búið að skipuleggja hvernig því verður háttað að framkvæma bólusetninguna. Við gætum tæknilega bólusett mjög marga á dag þannig að það verður aldrei hindrun,“ segir Svandís. Það er heilbrigðisstofnun í hverjum landshluta ber ábyrgð á skipulagningu bólusetningar. Verið er að byggja upp tölvukerfi sem á að vera tilbúið til prufukeyrslu 15. desember. Svandís segir að skipulagið við framkvæmd bólusetningar verði eflaust ekki ólíkt því sem notast er við í kosningum. Á höfuðborgarsvæðinu mun bólusetning til að mynda fara fram í tilteknum grunnskólum og íþróttahúsum. Sá fyrsti fái blómvönd Svandís hyggur að fljótlega eftir að leyfi er í höfn verði hægt að bólusetja fyrsta einstaklinginn á Íslandi. „Mér fyndist nú alveg full ástæða til þess að viðkomandi fengi blómvönd bara svona eins og þau sem fóru síðustu [greiddu] ferðina í gegnum Hvalfjarðargöngin eða fyrstu ferðina yfir einhverja brú eða eitthvað slíkt,“ segir Svandís létt í bragði. „Af því þetta markar í rauninni heilmikil tímamót, þetta er í rauninni nýr kafli í baráttunni við covid-19.“ Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega þannig að fyrsti forgangshópurinn verði kláraður fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. Sóttvarnalæknir hafi ákveðinn sveigjanleika hvað þetta varðar. „Mér fyndist líklegast að það yrði byrjað á framlínustarfsfólki og öldruðum íbúum hjúkrunarheimila. Og það auðvitað snýst um allt landið, en þegar við erum að tala um framlínustarfsfólk gagnvart covid, þá eru það oft þau sem eru að vinna á covid-göngudeild, í snertingu við covid-sjúklinga, á gjörgæslu og svo framvegis,“ segir Svandís. Þetta sé fólkið sem sé í fyrstu tveimur til þremur forgangshópunum samkvæmt fyrirliggjandi reglugerð. Forgangsröðun í bólusetningu muni þó fara fram skipulega en ekki tilviljanakennt. Bólusetningar Víglínan Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
„Þetta eru sex fyrirtæki sem að við erum í viðræðum við, eða það er Evrópusambandið sem er í þessum viðræðum og við síðan í gegnum Svía fyrir okkur. Og þetta hefur gengið mjög vel,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fylgja þurfi ákveðnu ferli áður en bólusetning hefst sem kalli á að fyrst verði gengið frá samningum og gefin út leyfi áður en hægt verður að koma bóluefni í dreifingu og hefja bólusetningu. „Fyrir þennan fyrsta hluta frá Pfizer þá erum við í raun og veru komin með í hendi, núna í lok mánaðarins, rúmlega 21 þúsund skammta sem þýðir bóluefni fyrir 10.600 manns þannig að við getum byrjað, það verður svona öðru hvoru megin við áramótin sem við getum byrjað að bólusetja,“ sagði Svandís. „Við gerum ráð fyrir að ná samningum við sex aðila, nú er búið að undirrita við tvo og gerum ráð fyrir að undirrita við þann þriðja í næstu viku,“ sagði Svandís. Hver og einn þarf að fá bólusetningu tvisvar sinnum með tveggja til þriggja vikna millibili. Búist er við að markaðsleyfi fyrir bóluefnið verði samþykkt í Evrópu eigi síðar en þann 29. desember. Þegar það er í höfn segir Svandís að það verði forgangsmál hjá Lyfjastofnun að afgreiða það leyfi sem til þarf svo að unnt verði að hefja bólusetningu hér á landi. „Við getum tæknilega byrjað á næstu klukkustundum eftir að það liggur fyrir af því að það er búið að skipuleggja bæði dreifingu á efninu um allt land og búið að skipuleggja hvernig því verður háttað að framkvæma bólusetninguna. Við gætum tæknilega bólusett mjög marga á dag þannig að það verður aldrei hindrun,“ segir Svandís. Það er heilbrigðisstofnun í hverjum landshluta ber ábyrgð á skipulagningu bólusetningar. Verið er að byggja upp tölvukerfi sem á að vera tilbúið til prufukeyrslu 15. desember. Svandís segir að skipulagið við framkvæmd bólusetningar verði eflaust ekki ólíkt því sem notast er við í kosningum. Á höfuðborgarsvæðinu mun bólusetning til að mynda fara fram í tilteknum grunnskólum og íþróttahúsum. Sá fyrsti fái blómvönd Svandís hyggur að fljótlega eftir að leyfi er í höfn verði hægt að bólusetja fyrsta einstaklinginn á Íslandi. „Mér fyndist nú alveg full ástæða til þess að viðkomandi fengi blómvönd bara svona eins og þau sem fóru síðustu [greiddu] ferðina í gegnum Hvalfjarðargöngin eða fyrstu ferðina yfir einhverja brú eða eitthvað slíkt,“ segir Svandís létt í bragði. „Af því þetta markar í rauninni heilmikil tímamót, þetta er í rauninni nýr kafli í baráttunni við covid-19.“ Hún segir að forgangsröðun verði ekki endilega þannig að fyrsti forgangshópurinn verði kláraður fyrst og svo verði byrjað að bólusetja þann næsta. Sóttvarnalæknir hafi ákveðinn sveigjanleika hvað þetta varðar. „Mér fyndist líklegast að það yrði byrjað á framlínustarfsfólki og öldruðum íbúum hjúkrunarheimila. Og það auðvitað snýst um allt landið, en þegar við erum að tala um framlínustarfsfólk gagnvart covid, þá eru það oft þau sem eru að vinna á covid-göngudeild, í snertingu við covid-sjúklinga, á gjörgæslu og svo framvegis,“ segir Svandís. Þetta sé fólkið sem sé í fyrstu tveimur til þremur forgangshópunum samkvæmt fyrirliggjandi reglugerð. Forgangsröðun í bólusetningu muni þó fara fram skipulega en ekki tilviljanakennt.
Bólusetningar Víglínan Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira