Biden gagnrýnd í Wall Street Journal fyrir að kalla sig Dr. Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 20:46 Jill Biden er hámenntaður kennari og hyggst halda áfram störfum eftir að eiginmaður hennar sver embættiseið. epa/Luong Thai Linh Skoðanagrein í Wall Street Journal, þar sem höfundur kallaði Jill Biden „kiddo“ og hvatti hana til að hætta að tala um sjálfa sig sem doktor, það er að nota titilinn Dr. fyrir framan nafnið sitt, hefur vakið hörð viðbrögð. Biden er menntaður kennslufræðingur og státar meðal annars af tveimur meistaragráðum auk doktorsgráðunnar. „Dr. Jill Biden hljómar og virkar falskt, svo ekki sé minnst á kómískt,“ segir Joseph Epstein, 83 ára rithöfundur og fræðamaður. „Vitur maður sagði einu sinni að það ætti enginn að kalla sig Dr. nema hafa tekið á móti barni,“ segir Epstein enn fremur. „Veltu þessu fyrir þér, Dr. Jill, og hættu að nota doktorinn.“ „Gleymdu þeirri ánægju sem þú nýtur af því að vera Dr. Jill og láttu þér nægja hina miklu gleði sem fylgir því að búa næstu fjögur ár í besta opinbera húsnæðinu í heimi sem forsetafrúin Jill Biden.“ Hefði aldrei verið skrifað um karlmann Greinin bar yfirskriftina „Er doktor í Hvíta húsinu? Ekki ef þig vantar lækni“ og fólk var ekki lengi að taka við sér og lýsa hneykslan sinni á samskiptamiðlum. Dear @DrBiden: My father was a non-medical doctor. And his work benefited humanity greatly. Yours does, too. pic.twitter.com/LD8eBt6ew2— Be A King (@BerniceKing) December 13, 2020 „Faðir minn var ekki-lækna doktor. Og mannkynið uppskar stórum vegna starfa hans. Það mun líka gera það vegna þín,“ tísti Bernice King, dóttir Martin Luther King Jr. til Biden. Þá tjáði Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris, sig um málið og sagði Biden hafa unnið ötullega fyrir titlinum og að hún veitti sér, nemendum sínum og öllum Bandaríkjamönnum innblástur. „Þetta hefði aldrei verið skrifað um karlmann,“ sagði hann. Northwestern University, þar sem Epstein kenndi til 2002, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem afstaða fræðamannsins var gagnrýnd og sögð lýsa kvenfyrirlitningu. Joe, kiddo. I got my PhD when 2 ancient & 2 mod langs were required & 10y of bowing & scraping to men like you. So I use my title. Sure, It’s not for BAs like you mistaken for MDs, but for ppl like me & Dr. Biden who are mistaken for housewives. https://t.co/0Qq1wBWFij— Virginia Heffernan (@page88) December 12, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Jafnréttismál Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Biden er menntaður kennslufræðingur og státar meðal annars af tveimur meistaragráðum auk doktorsgráðunnar. „Dr. Jill Biden hljómar og virkar falskt, svo ekki sé minnst á kómískt,“ segir Joseph Epstein, 83 ára rithöfundur og fræðamaður. „Vitur maður sagði einu sinni að það ætti enginn að kalla sig Dr. nema hafa tekið á móti barni,“ segir Epstein enn fremur. „Veltu þessu fyrir þér, Dr. Jill, og hættu að nota doktorinn.“ „Gleymdu þeirri ánægju sem þú nýtur af því að vera Dr. Jill og láttu þér nægja hina miklu gleði sem fylgir því að búa næstu fjögur ár í besta opinbera húsnæðinu í heimi sem forsetafrúin Jill Biden.“ Hefði aldrei verið skrifað um karlmann Greinin bar yfirskriftina „Er doktor í Hvíta húsinu? Ekki ef þig vantar lækni“ og fólk var ekki lengi að taka við sér og lýsa hneykslan sinni á samskiptamiðlum. Dear @DrBiden: My father was a non-medical doctor. And his work benefited humanity greatly. Yours does, too. pic.twitter.com/LD8eBt6ew2— Be A King (@BerniceKing) December 13, 2020 „Faðir minn var ekki-lækna doktor. Og mannkynið uppskar stórum vegna starfa hans. Það mun líka gera það vegna þín,“ tísti Bernice King, dóttir Martin Luther King Jr. til Biden. Þá tjáði Doug Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris, sig um málið og sagði Biden hafa unnið ötullega fyrir titlinum og að hún veitti sér, nemendum sínum og öllum Bandaríkjamönnum innblástur. „Þetta hefði aldrei verið skrifað um karlmann,“ sagði hann. Northwestern University, þar sem Epstein kenndi til 2002, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem afstaða fræðamannsins var gagnrýnd og sögð lýsa kvenfyrirlitningu. Joe, kiddo. I got my PhD when 2 ancient & 2 mod langs were required & 10y of bowing & scraping to men like you. So I use my title. Sure, It’s not for BAs like you mistaken for MDs, but for ppl like me & Dr. Biden who are mistaken for housewives. https://t.co/0Qq1wBWFij— Virginia Heffernan (@page88) December 12, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Jafnréttismál Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira