PSG tapaði leiknum í gær, 0-1. Tino Kadewere skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu.
Til að gera vont verra fór Neymar meiddur af velli í uppbótartíma leiksins eftir tæklingu Thiagos Mendes sem fékk rautt spjald.
Neymar virtist sárþjáður og felldi tár en ökkli Brassans beyglaðist illa eftir tæklinguna. Óttast er að Neymar sé ökklabrotinn og verði þar af leiðandi lengi frá.
Eftir leikinn sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri PSG, að það kæmi í ljós eftir nánari skoðun á morgun hversu alvarleg meiðsli Neymars væru.
PSG er í 3. sæti frönsku deildarinnar með 28 stig, einu stigi á eftir Lille og Lyon. Marseille er í 4. sætinu með 27 stig en á tvo leiki til góða á efstu þrjú liðin.